Viðskipti innlent

Ás­geir og Darri til Lands­laga

Samúel Karl Ólason skrifar
Ásgeir Elíasson og Darri Sigþórsson.
Ásgeir Elíasson og Darri Sigþórsson.

Þeir Ásgeir Elíasson og Darri Sigþórsson hafa varið ráðnir til lögmannsstofunnar Landslaga. Þar bætast þeir í hóp átján lögmanna og lögfræðinga sem starfa þar.

Ásgeir útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2023. Hann starfaði með námi á Lögmannsstofu Vestmannaeyja og síðar hjá Vegagerðinni. Eftir útskrift tók Ásgeir við starfi sérfræðings á lögfræðideild Vegagerðarinnar og starfaði þar til sumarsins 2025, þegar hann hóf störf á Landslögum. Ásgeir öðlaðist réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2024. Ásgeir er í sambúð með Mörtu Maríu Stephensen, laganema og starfsmanni á lögmannsstofunni Magna.

Darri útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023. Með námi starfaði Darri hjá Logos lögmannsstofu og að útskrift lokinni sem sérfræðingur hjá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu. Maki Darra er Fanney Margrét Hafþórsdóttir, forstöðumaður skatta og lögfræði hjá Eimskip.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×