Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Valur Páll Eiríksson skrifar 2. október 2025 09:02 Viktor Karl vonast til að hafa ástæðu til að fagna í Lausanne í dag. Visir/ Hulda Margrét Breiðablik hefur leik í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun er liðið sækir Lausanne í Sviss heim. Leikmenn Blika leggja slæmt gengi hér heima til hliðar og mæta ákveðnir til leiks. Það er engu logið um það að Blikar hafi verið í vandræðum í Bestu deildinni. Síðast vann liðið leik þann 19. júlí, fyrir 74 dagar og níu leikir í röð án sigurs í deild. Það á til að vera þannig að menn geti aðskilið keppnir og mæti af meiri krafti í Evrópuverkefni erlendis. Ljóst er að það þarf að gerast á morgun. „Það er alveg rétt hjá þér, gengið hefur ekki verið eins og við hefðum viljað í deildinni heima. En ég held það hafi engin áhrif á leikinn í dag. Það er gott að eiga þessa leiki, það er mikið undir og eitthvað sem við höfum unnið að lengi. Þegar þessir leikir detta inn þá reynir maður bara að blokkera allt annað sem hefur gerst á undan eða á eftir að gerast,“ segir Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, í samtali við íþróttadeild. „Maður setur fullan fókus á þetta verkefni og ég hugsa að það hafi engin áhrif. Ég held að allir leikmenn séu bara drulluspenntir og gíraðir í þetta. Maður nær alveg að blokkera leikina í deildinni þegar verkefnið er á þessari stærðargráðu,“ bætir Viktor við. Blikar fóru fyrstir íslenskra liða á þetta stig í hitteðfyrra en töpuðu þá leikjum sínum sex í riðlakeppninni. Víkingar fóru skrefi lengra og komust áfram úr deildarkeppninni og ljóst er að Blikar vilja leika það eftir. „Ég held að við séum allir mjög gíraðir inn í þetta verkefni og höfum spilað á þessu sviði áður. Við vuljum gera betur en síðast. Við erum drulluklárir og með gott lið. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn,“ segir Viktor Karl. Leikur Breiðabliks og Lausanne hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Sýn Sport Viaplay. Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira
Það er engu logið um það að Blikar hafi verið í vandræðum í Bestu deildinni. Síðast vann liðið leik þann 19. júlí, fyrir 74 dagar og níu leikir í röð án sigurs í deild. Það á til að vera þannig að menn geti aðskilið keppnir og mæti af meiri krafti í Evrópuverkefni erlendis. Ljóst er að það þarf að gerast á morgun. „Það er alveg rétt hjá þér, gengið hefur ekki verið eins og við hefðum viljað í deildinni heima. En ég held það hafi engin áhrif á leikinn í dag. Það er gott að eiga þessa leiki, það er mikið undir og eitthvað sem við höfum unnið að lengi. Þegar þessir leikir detta inn þá reynir maður bara að blokkera allt annað sem hefur gerst á undan eða á eftir að gerast,“ segir Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, í samtali við íþróttadeild. „Maður setur fullan fókus á þetta verkefni og ég hugsa að það hafi engin áhrif. Ég held að allir leikmenn séu bara drulluspenntir og gíraðir í þetta. Maður nær alveg að blokkera leikina í deildinni þegar verkefnið er á þessari stærðargráðu,“ bætir Viktor við. Blikar fóru fyrstir íslenskra liða á þetta stig í hitteðfyrra en töpuðu þá leikjum sínum sex í riðlakeppninni. Víkingar fóru skrefi lengra og komust áfram úr deildarkeppninni og ljóst er að Blikar vilja leika það eftir. „Ég held að við séum allir mjög gíraðir inn í þetta verkefni og höfum spilað á þessu sviði áður. Við vuljum gera betur en síðast. Við erum drulluklárir og með gott lið. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn,“ segir Viktor Karl. Leikur Breiðabliks og Lausanne hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Sýn Sport Viaplay.
Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira