Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 2. október 2025 07:01 Greta Thunberg var meðal þeirra sem voru handteknir. Utanríkisráðuneyti Ísrael Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. Frelsisflotanum er ætlað að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra á Gasa svæðinu en Ísraelsk stjórnvöld hafa svæðið í herkví og höfðu ítrekað sagt aðgerðarsinnunum að þeir fengju ekki að leggja að bryggju á Gasa. Í gærkvöldi var svo látið til skarar skríða og farið um borð í þá báta lengst voru komnir á leið sinni. Fjöldi fólks var handtekinn, þar á meðal aðgerðarsinninn Greta Thunberg, sem hefur verið einn ötullasti talsmaður Frelsisflotans. Talið er að um 500 aðgerðasinnar séu nú í haldi Ísreala en talsmenn flotans segja að tugir skipa séu enn á siglingu, nú þegar Gasa ströndin er í tæplega 50 sjómílna fjarlægð. Hamas-Sumud passengers on their yachts are making their way safely and peacefully to Israel, where their deportation procedures to Europe will begin. The passengers are safe and in good health. pic.twitter.com/pzzitP5jN8— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) October 2, 2025 Fleiri skip eru síðan að bætast í leiðangurinn og tónlista- og baráttukonan Magga Stína er ásamt hundrað öðrum um borð í einu sem lagði af stað frá Ítalíu í fyrradag. Aðgerðir Ísraela hafa vakið hörð viðbrögð víða; mannréttindastjóri Evrópusambandsins hefur kallað eftir því að Ísraelar hætti herkvínni, ítölsk verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun til að styðja málstaðinn og yfirvöld í Tyrklandi saka Ísraela um hryðjuverk. Forseti Kólombíu, Gustavo Pedro, hefur nú sagt upp fríverslunarsamningi landanna og rekið alla ísraelska diplómata úr landi en að minnsta kosti tveir Kólombíumenn eru á meðal hinna handteknu. Ísraelar hafa tvívegis áður komið í veg fyrir að slíkir hjálparbátar kæmust til Gasa, það var í júní og júlí. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Frelsisflotanum er ætlað að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra á Gasa svæðinu en Ísraelsk stjórnvöld hafa svæðið í herkví og höfðu ítrekað sagt aðgerðarsinnunum að þeir fengju ekki að leggja að bryggju á Gasa. Í gærkvöldi var svo látið til skarar skríða og farið um borð í þá báta lengst voru komnir á leið sinni. Fjöldi fólks var handtekinn, þar á meðal aðgerðarsinninn Greta Thunberg, sem hefur verið einn ötullasti talsmaður Frelsisflotans. Talið er að um 500 aðgerðasinnar séu nú í haldi Ísreala en talsmenn flotans segja að tugir skipa séu enn á siglingu, nú þegar Gasa ströndin er í tæplega 50 sjómílna fjarlægð. Hamas-Sumud passengers on their yachts are making their way safely and peacefully to Israel, where their deportation procedures to Europe will begin. The passengers are safe and in good health. pic.twitter.com/pzzitP5jN8— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) October 2, 2025 Fleiri skip eru síðan að bætast í leiðangurinn og tónlista- og baráttukonan Magga Stína er ásamt hundrað öðrum um borð í einu sem lagði af stað frá Ítalíu í fyrradag. Aðgerðir Ísraela hafa vakið hörð viðbrögð víða; mannréttindastjóri Evrópusambandsins hefur kallað eftir því að Ísraelar hætti herkvínni, ítölsk verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun til að styðja málstaðinn og yfirvöld í Tyrklandi saka Ísraela um hryðjuverk. Forseti Kólombíu, Gustavo Pedro, hefur nú sagt upp fríverslunarsamningi landanna og rekið alla ísraelska diplómata úr landi en að minnsta kosti tveir Kólombíumenn eru á meðal hinna handteknu. Ísraelar hafa tvívegis áður komið í veg fyrir að slíkir hjálparbátar kæmust til Gasa, það var í júní og júlí.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira