Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 2. október 2025 10:16 Á síðustu árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreytt hafa allri umgjörð náms og kennslu. Við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að í menntakerfinu okkar. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nú á haustmánuðum hófst starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Ísland í Sögu, þeirri sögufrægu byggingu sem áður hýsti hótel. Markmið flutningsins er að stórbæta náms- og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema, ekki síst þeirra sem stefna á að starfa innan menntakerfisins og verða þannig áhrifavaldar í lífi annarra. Það er stór áfangi að taka í notkun glæsileg ný kennslurými og gera nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs kleift að vera virkari hluti af háskólasamfélaginu öllu. Nú hefur Háskólinn eignast í hjarta skólans fjölbreytta aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar, en í Sögu verður meðal annars að finna leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta-og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu yngri barna. Þá er gaman að segja frá því að á fyrstu hæð er stefnt að því að opna stafrænt tækni- og sköpunarver í samvinnu við Reykjavíkurborg og Verkfræði-og náttúruvísindasvið sem mun stórbæta aðgengi háskólanema og fagfólks að stafrænum útbúnaði til sköpunar og miðlunar. Í dag hefst Menntakvika, stærsta menntaráðstefnu landsins, sem fer fram í Sögu dagana 2.-4. október. Á Menntakviku eru kynntar nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn í Sögu og markar því spennandi tímamót. Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og árangursríkum starfsháttum. Það verður gaman að sjá Sögu fyllast af lífi en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hefur tekist til að breyta hóteli í háskóla. Kennaramenntun og skipulag hennar hefur töluvert borið á góma undanfarið. Það er því vel við hæfi að opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október kl. 14.30 ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum á Menntakviku og því verður úr nægu að velja. Hægt er að mæta á staðinn eða fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM. Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á skapandi vinnusmiðjur kl. 11.30 til 13.00 í Sögu og stendur skráning á þær enn yfir á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/. Verið velkomin á Menntakviku 2025. Sjáumst í Sögu! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreytt hafa allri umgjörð náms og kennslu. Við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að í menntakerfinu okkar. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nú á haustmánuðum hófst starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Ísland í Sögu, þeirri sögufrægu byggingu sem áður hýsti hótel. Markmið flutningsins er að stórbæta náms- og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema, ekki síst þeirra sem stefna á að starfa innan menntakerfisins og verða þannig áhrifavaldar í lífi annarra. Það er stór áfangi að taka í notkun glæsileg ný kennslurými og gera nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs kleift að vera virkari hluti af háskólasamfélaginu öllu. Nú hefur Háskólinn eignast í hjarta skólans fjölbreytta aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar, en í Sögu verður meðal annars að finna leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta-og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu yngri barna. Þá er gaman að segja frá því að á fyrstu hæð er stefnt að því að opna stafrænt tækni- og sköpunarver í samvinnu við Reykjavíkurborg og Verkfræði-og náttúruvísindasvið sem mun stórbæta aðgengi háskólanema og fagfólks að stafrænum útbúnaði til sköpunar og miðlunar. Í dag hefst Menntakvika, stærsta menntaráðstefnu landsins, sem fer fram í Sögu dagana 2.-4. október. Á Menntakviku eru kynntar nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn í Sögu og markar því spennandi tímamót. Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og árangursríkum starfsháttum. Það verður gaman að sjá Sögu fyllast af lífi en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hefur tekist til að breyta hóteli í háskóla. Kennaramenntun og skipulag hennar hefur töluvert borið á góma undanfarið. Það er því vel við hæfi að opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október kl. 14.30 ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum á Menntakviku og því verður úr nægu að velja. Hægt er að mæta á staðinn eða fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM. Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á skapandi vinnusmiðjur kl. 11.30 til 13.00 í Sögu og stendur skráning á þær enn yfir á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/. Verið velkomin á Menntakviku 2025. Sjáumst í Sögu! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun