Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2025 12:02 Þegar hafa þingmennirnir Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson gefið kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins. Vísir Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. Ný stjórn Miðflokksins verður kjörin á landsþingi flokksins helgina 11.-12. október. Ekki er búist við öðru en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði endurkjörinn formaður en flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020, en nú verður embættið endurvakið. Brugðist við áskorunum og augun á innra starfinu Fyrstur til að greina frá framboði til varaformanns var Bergþór Ólason, þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Mér hefur þótt í dálítinn tíma vera svigrúm fyrir okkur til að styrkja innra starfið, og það er nú hlutverk varaformanns að halda utan um innra starf flokksins og félagauppbygginguna. Þannig það er nú það sem mig langar til að verja orku minni í núna eftir að ég hef skapað mér ákveðið svigrúm til þess með því að stíga til hliðar úr þingflokksformennskunni sem að var auðvitað mjög tímafrek og erilssöm. Þannig að það er nú bara löngunin til að styðja áfram við uppbyggingu flokksins,“ segir Bergþór í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Bergþór vill verða varaformaður Þá tilkynnti Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður úr Norðvesturkjördæmi, um framboð í morgun. „Ég fór að fá áskoranir um að bjóða mig fram í embættið fyrir nokkru síðan, fyrir nokkrum vikum, og það hefur bara aukist þunginn í þessum áskorunum síðustu daga. Þetta er ört stækkandi flokkur og margt framundan. Þetta er ungur flokkur, það þarf að styrkja innviði flokksins, það er fjölmargt sem þarf að gera og ég ákvað bara að verða við þessum fjölmörgu áskorunum og bjóða mig fram,“ segir Ingibjörg. Það sé styrkleikamerki fyrir flokkinn að það séu fleiri en einn og fleiri en tveir sem bjóði fram krafta sína. Sjá einnig: Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Loks hefur Snorri Másson, þingmaður í Reykjavík Suður, lýst yfir framboði. „Síðustu daga hefur maður verið í nánu samtali við fólk úr öllum áttum í flokknum og niðurstaða mín er sú að það er komið fram skýrt ákall í flokknum um ákveðna endurnýjun í heildarásýnd forystu flokksins. Og við að fá slíka áskorun og slíka eindregna áskorun úr svona fjölbreyttum hópi, þá bara get ég eiginlega ekki vikist undan því að alla veganna gefa kost á mér í þetta,“ segir Snorri. Sjá einnig: Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Óttast ekki að slettist upp á vinskapinn Öll segjast þau eiga von á drengilegri kosningabaráttu framundan næstu vikuna fram að landsþingi en kjörið fer fram á síðasta degi landsþingsins á sunnudeginum. „Alveg algjörlega. Ég held að við séum bara öll mjög góðir og nánir vinir í þingflokknum og það myndi aldrei fara að skvettast neitt á það,“ segir Snorri sem kveðst hlakka til landsþingsins. Ingibjörg tekur í svipaðan streng. „Þingflokkurinn starfar saman sem ein heild, við erum miklir vinir og ég hef engar áhyggjur af öðru en að þetta verði drengileg kosningabarátta,“ segir Ingibjörg. „Ég er bara mjög peppuð.“ Bergþór tekur undir og kveðst fullur tilhlökkunar. „Það eina sem er öruggt er að varafomannsembætti Miðflokksins verður vel skipað og þingflokksformannsembættið sömuleiðis, það er þannig mannval í flokknum nú um stundir,“ segir Bergþór. Enn liggur ekki fyrir hver tekur við þingflokksformennsku en þess er vænst að formaður flokksins geri tillögu um það á næstu dögum. Þangað til fer Karl Gauti Hjaltason, varaþingflokksformaður með hlutverkið. Miðflokkurinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ný stjórn Miðflokksins verður kjörin á landsþingi flokksins helgina 11.-12. október. Ekki er búist við öðru en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði endurkjörinn formaður en flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020, en nú verður embættið endurvakið. Brugðist við áskorunum og augun á innra starfinu Fyrstur til að greina frá framboði til varaformanns var Bergþór Ólason, þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Mér hefur þótt í dálítinn tíma vera svigrúm fyrir okkur til að styrkja innra starfið, og það er nú hlutverk varaformanns að halda utan um innra starf flokksins og félagauppbygginguna. Þannig það er nú það sem mig langar til að verja orku minni í núna eftir að ég hef skapað mér ákveðið svigrúm til þess með því að stíga til hliðar úr þingflokksformennskunni sem að var auðvitað mjög tímafrek og erilssöm. Þannig að það er nú bara löngunin til að styðja áfram við uppbyggingu flokksins,“ segir Bergþór í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Bergþór vill verða varaformaður Þá tilkynnti Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður úr Norðvesturkjördæmi, um framboð í morgun. „Ég fór að fá áskoranir um að bjóða mig fram í embættið fyrir nokkru síðan, fyrir nokkrum vikum, og það hefur bara aukist þunginn í þessum áskorunum síðustu daga. Þetta er ört stækkandi flokkur og margt framundan. Þetta er ungur flokkur, það þarf að styrkja innviði flokksins, það er fjölmargt sem þarf að gera og ég ákvað bara að verða við þessum fjölmörgu áskorunum og bjóða mig fram,“ segir Ingibjörg. Það sé styrkleikamerki fyrir flokkinn að það séu fleiri en einn og fleiri en tveir sem bjóði fram krafta sína. Sjá einnig: Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Loks hefur Snorri Másson, þingmaður í Reykjavík Suður, lýst yfir framboði. „Síðustu daga hefur maður verið í nánu samtali við fólk úr öllum áttum í flokknum og niðurstaða mín er sú að það er komið fram skýrt ákall í flokknum um ákveðna endurnýjun í heildarásýnd forystu flokksins. Og við að fá slíka áskorun og slíka eindregna áskorun úr svona fjölbreyttum hópi, þá bara get ég eiginlega ekki vikist undan því að alla veganna gefa kost á mér í þetta,“ segir Snorri. Sjá einnig: Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Óttast ekki að slettist upp á vinskapinn Öll segjast þau eiga von á drengilegri kosningabaráttu framundan næstu vikuna fram að landsþingi en kjörið fer fram á síðasta degi landsþingsins á sunnudeginum. „Alveg algjörlega. Ég held að við séum bara öll mjög góðir og nánir vinir í þingflokknum og það myndi aldrei fara að skvettast neitt á það,“ segir Snorri sem kveðst hlakka til landsþingsins. Ingibjörg tekur í svipaðan streng. „Þingflokkurinn starfar saman sem ein heild, við erum miklir vinir og ég hef engar áhyggjur af öðru en að þetta verði drengileg kosningabarátta,“ segir Ingibjörg. „Ég er bara mjög peppuð.“ Bergþór tekur undir og kveðst fullur tilhlökkunar. „Það eina sem er öruggt er að varafomannsembætti Miðflokksins verður vel skipað og þingflokksformannsembættið sömuleiðis, það er þannig mannval í flokknum nú um stundir,“ segir Bergþór. Enn liggur ekki fyrir hver tekur við þingflokksformennsku en þess er vænst að formaður flokksins geri tillögu um það á næstu dögum. Þangað til fer Karl Gauti Hjaltason, varaþingflokksformaður með hlutverkið.
Miðflokkurinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira