Fótbolti

Upp­lifðu sigurstund Blika í ná­vígi

Árni Jóhannsson skrifar
Leikmenn Breiðabliks himinlifandi í leikslok í gær.
Leikmenn Breiðabliks himinlifandi í leikslok í gær. Vísir / Ernir Eyjólfsson

Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna með því að leggja Víking að velli 3-2 í Kópavoginum í gærkvöld. Þetta var þriðja tilraun Blika eftir skiptingu deildarinnar að tryggja sér titilinn og var fögnuðurinn ósvikinn í leikslok.

Samfélagsmiðladeild Breiðabliks fangaði augnablikið þegar flautað var til leiksloka og fleiri skemmtileg augnablik þegar liðið fagnaði með aðdáendum sínum. Myndskeiðið var birt á Instagram og má sjá hér að neðan.

Lið Breiðabliks er búið að vera frábært í allt sumar og er vel að sigrinum komið. Liðið gulltryggði titilinn með því að leggja Víking 3-2 á heimavelli að velli í gærkvöldi í þriðju umferð eftir skiptingu deildarinnar. Mörkin og umfjöllun leiksins má sjá og lesa í uppgjörinu á leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×