„Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. október 2025 16:56 Óskar Hrafn reynir að halda í jákvæðnina, þó svartsýnismenn séu allt um kring. vísir / anton Óskar Hrafn Þorvaldsson segir leikmenn KR ekki hafa náð að endurstilla sig eftir að hafa komist yfir í uppbótartíma, sem gerði það að verkum að Afturelding skoraði jöfnunarmark í hádramatísku 2-2 jafntefli á Meistaravöllum. Þrátt fyrir svekkjandi niðurstöðu fyrir KR var stemningin inni í klefa góð, því næg er neikvæðnin annars staðar. KR leiddi leikinn 1-0 nánast allan tímann en Afturelding jafnaði seint úr vítaspyrnu. KR komst svo 2-1 yfir á þriðju mínútu uppbótartíma en fékk á sig annað jöfnunarmark skömmu síðar. „Við sýnum karakter, komum til baka og komumst í 2-1 en svo bara náum við einhvern veginn ekki að endurstilla okkur. Allt sem er búið að byrgjast inni í mönnum undanfarna daga og vikur, stíflan bara brast og við náðum ekki að endurstilla okkur. Því miður, þá náðum við því ekki“ sagði Óskar Hrafn fljótlega eftir leik. Hvað hefðuð þið getað gert betur eftir að þið komist 2-1 yfir? „Ég veit það ekki maður… Við vinnum boltann og spörkum honum beint fram, beint á þá. Hefðum við getað haldið boltanum þá betur? Vorum við að flýta okkur of mikið?“ spurði Óskar en átti ekki svör. „Það er svo auðvelt að standa fyrir utan, á hliðarlínunni eða uppi í stúku, hvar sem þú ert, og segja að þeir hafi átt að gera betur þarna og betur hinsegin. Fyrirgjöfin kemur, þeir eru sterkir í loftinu og við sogumst að boltanum, sogumst að því sem er að gerast, sem gerir það að verkum að við erum ekki klárir í frákastið. Við náðum ekki að endurstilla okkur, náum einhvern veginn ekki að koma okkur almennilega í stöðu og halda einbeitingu, því miður.“ Óskar trúði ekki eigin augum þegar Afturelding jafnaði vísir / anton Jákvæð stemning í klefanum Stigið gefur lítið meira en bara það. KR er enn í neðsta sæti deildarinnar og fall blasir við. Vestri á leik til góða á morgun og gæti breikkað bilið enn frekar, en sama hvernig fer er KR í mjög vondri stöðu. Hvernig var stemningin inni í klefa eftir leik? „Við getum ekki annað en bara reynt að búa til jákvæða orku. Næg er neikvæðnin í kringum okkur, þannig að inni í klefa þurfa menn að vera jákvæðir og hafa trú. Trú á því að þeir geti unnið síðustu tvo leikina, annað eins hefur nú gerst í knattspyrnusögunni og það er bara það sem við tökum með okkur. Við þurfum að vega eitthvað upp á móti allri neikvæðninni, en menn eru auðvitað sárir og svekktir. Geta verið það í kvöld en svo byrjar undirbúningur fyrir ÍBV leikinn á morgun.“ Undirbúningur byrjar í fríinu Þannig að það er ekkert frí í landsleikjahlénu? „Jú, við tökum alveg hlé. Menn byrja bara sjálfir að undirbúa sig. Það er tveggja daga frí eftir þennan leik og fjögurra daga frí næstu helgi. Þetta er búið að vera langt og erfitt tímabil, þannig að það er gott að finna jafnvægið milli þess að æfa vel og svo að hvílast.“ KR á tvo leiki eftir og spilar næst við ÍBV á heimavelli þann 19. október áður en förinni er heitið vestur á Ísafjörð þann 25. október í lokaleik tímabilsins gegn Vestra. Besta deild karla KR Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
KR leiddi leikinn 1-0 nánast allan tímann en Afturelding jafnaði seint úr vítaspyrnu. KR komst svo 2-1 yfir á þriðju mínútu uppbótartíma en fékk á sig annað jöfnunarmark skömmu síðar. „Við sýnum karakter, komum til baka og komumst í 2-1 en svo bara náum við einhvern veginn ekki að endurstilla okkur. Allt sem er búið að byrgjast inni í mönnum undanfarna daga og vikur, stíflan bara brast og við náðum ekki að endurstilla okkur. Því miður, þá náðum við því ekki“ sagði Óskar Hrafn fljótlega eftir leik. Hvað hefðuð þið getað gert betur eftir að þið komist 2-1 yfir? „Ég veit það ekki maður… Við vinnum boltann og spörkum honum beint fram, beint á þá. Hefðum við getað haldið boltanum þá betur? Vorum við að flýta okkur of mikið?“ spurði Óskar en átti ekki svör. „Það er svo auðvelt að standa fyrir utan, á hliðarlínunni eða uppi í stúku, hvar sem þú ert, og segja að þeir hafi átt að gera betur þarna og betur hinsegin. Fyrirgjöfin kemur, þeir eru sterkir í loftinu og við sogumst að boltanum, sogumst að því sem er að gerast, sem gerir það að verkum að við erum ekki klárir í frákastið. Við náðum ekki að endurstilla okkur, náum einhvern veginn ekki að koma okkur almennilega í stöðu og halda einbeitingu, því miður.“ Óskar trúði ekki eigin augum þegar Afturelding jafnaði vísir / anton Jákvæð stemning í klefanum Stigið gefur lítið meira en bara það. KR er enn í neðsta sæti deildarinnar og fall blasir við. Vestri á leik til góða á morgun og gæti breikkað bilið enn frekar, en sama hvernig fer er KR í mjög vondri stöðu. Hvernig var stemningin inni í klefa eftir leik? „Við getum ekki annað en bara reynt að búa til jákvæða orku. Næg er neikvæðnin í kringum okkur, þannig að inni í klefa þurfa menn að vera jákvæðir og hafa trú. Trú á því að þeir geti unnið síðustu tvo leikina, annað eins hefur nú gerst í knattspyrnusögunni og það er bara það sem við tökum með okkur. Við þurfum að vega eitthvað upp á móti allri neikvæðninni, en menn eru auðvitað sárir og svekktir. Geta verið það í kvöld en svo byrjar undirbúningur fyrir ÍBV leikinn á morgun.“ Undirbúningur byrjar í fríinu Þannig að það er ekkert frí í landsleikjahlénu? „Jú, við tökum alveg hlé. Menn byrja bara sjálfir að undirbúa sig. Það er tveggja daga frí eftir þennan leik og fjögurra daga frí næstu helgi. Þetta er búið að vera langt og erfitt tímabil, þannig að það er gott að finna jafnvægið milli þess að æfa vel og svo að hvílast.“ KR á tvo leiki eftir og spilar næst við ÍBV á heimavelli þann 19. október áður en förinni er heitið vestur á Ísafjörð þann 25. október í lokaleik tímabilsins gegn Vestra.
Besta deild karla KR Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira