„Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. október 2025 17:45 Magnús Már fékk rautt spjald fyrir kjaftbrúk. vísir / anton Magnús Már Einarsson var einstaklega ánægður með sína menn í Aftureldingu eftir að hafa sótt stig á lokamínútunum í 2-2 jafntefli gegn KR, sérstaklega eftir ranglætið sem honum fannst dómararnir hafa beitt gestunum. „Að ná að jafna hérna í tvígang, krafturinn í okkur síðustu tuttugu mínúturnar. Við eigum þetta stig svo sannarlega skilið finnst mér. KR átti ekki mörg færi í leiknum og að sama skapi fengum við talsvert af stöðum og skorum þessi góðu mörk… Ég er gríðarlega ánægður með þetta og sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik og var þá beðinn um að útskýra hvað hann átti við með „ranglætinu“? Línan breyttist þegar KR þurfti mark Hann útskýrði þá að línan hafi breyst hjá dómurunum í uppbótartímanum, þegar KR var í leit að sigurmarki. „Boltinn er úti við hornfána og Luc Kassi er að skýla honum. Hann er frábær í að skýla bolta en er bara togaður niður, Finnur Tómas togar hann niður. Dómarinn dæmdi aukaspyrnu á þetta allan leikinn og mér finnst þetta bara hundrað prósent aukaspyrna. Ég skil ekki alveg afhverju línan á að breytast akkúrat þarna, þegar mikið er undir. KR fær færið í kjölfarið [og jafnar leikinn]“ Játar mistök en hefur ekki áhyggjur Magnús fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli og verður fjarverandi í næsta leik, sem er væntanlega vont fyrir Aftureldingu. Að missa þjálfarann í næstsíðasta leik tímabilsins þegar liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar. „Jú þetta voru mistök hjá mér, að gera þetta ekki betur. En ég hef svosem engar áhyggjur af því, við erum með frábært þjálfarateymi sem mun stíga upp og við höfum nægan tíma til að undirbúa leikinn“ sagði Magnús og bætti við að lokum að hann hefði engar áhyggjur ef liðið sýnir sömu frammistöðu í næsta leik. Besta sætið Afturelding KR Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Að ná að jafna hérna í tvígang, krafturinn í okkur síðustu tuttugu mínúturnar. Við eigum þetta stig svo sannarlega skilið finnst mér. KR átti ekki mörg færi í leiknum og að sama skapi fengum við talsvert af stöðum og skorum þessi góðu mörk… Ég er gríðarlega ánægður með þetta og sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik og var þá beðinn um að útskýra hvað hann átti við með „ranglætinu“? Línan breyttist þegar KR þurfti mark Hann útskýrði þá að línan hafi breyst hjá dómurunum í uppbótartímanum, þegar KR var í leit að sigurmarki. „Boltinn er úti við hornfána og Luc Kassi er að skýla honum. Hann er frábær í að skýla bolta en er bara togaður niður, Finnur Tómas togar hann niður. Dómarinn dæmdi aukaspyrnu á þetta allan leikinn og mér finnst þetta bara hundrað prósent aukaspyrna. Ég skil ekki alveg afhverju línan á að breytast akkúrat þarna, þegar mikið er undir. KR fær færið í kjölfarið [og jafnar leikinn]“ Játar mistök en hefur ekki áhyggjur Magnús fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli og verður fjarverandi í næsta leik, sem er væntanlega vont fyrir Aftureldingu. Að missa þjálfarann í næstsíðasta leik tímabilsins þegar liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar. „Jú þetta voru mistök hjá mér, að gera þetta ekki betur. En ég hef svosem engar áhyggjur af því, við erum með frábært þjálfarateymi sem mun stíga upp og við höfum nægan tíma til að undirbúa leikinn“ sagði Magnús og bætti við að lokum að hann hefði engar áhyggjur ef liðið sýnir sömu frammistöðu í næsta leik.
Besta sætið Afturelding KR Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira