Fótbolti

Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal

Árni Jóhannsson skrifar
Estevao tryggir Chelsea sigur á Liverpool án þess að Andy Robertson komi vörnum við.
Estevao tryggir Chelsea sigur á Liverpool án þess að Andy Robertson komi vörnum við. Vísir / Getty

Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni seinni partinn í gær. Chelsea lagði Engldandsmeistara Liverpool að velli með marki í blálokin. Þá unnu Manchester United Sunderland og Arsenal skaust á toppinn með sigri á West Ham. 

Moises Cacedo kom heimamönnum yfir á 14. mínútu leiks Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. Liverpool jafnaði metin með marki Cody Gakpo jafnaði metin á 63. mínútu en þegar allt stefndi í jafntefli dúkkaði Estevao upp á fjærstönginni og skoraði sigurmark Chelsea.

Klippa: Chelsea - Liverpool 2-1

Á Old Trafford var mikil pressa á Ruben Amorim stjóra Manchester United en lærisveinar hans sáu til þess að hann haldi áfram í starfi um sinn í það minnsta með því að vinna Sunderland 2-0. Mason Mount og Benjamin Sesko sáu um markaskorun Rauðu Djöflanna.

Klippa: Manchester - Sunderland 2-0

Á Emirates vellinum í London skoruðu Declan Rice og Bukayo Saka mörk Arsenal í 2-0 sigri á West Ham. Sigurinn þýðir að Arsenal fer inn í landsleikjahléið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Klippa: Arsenal - West Ham 2-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×