Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2025 20:52 Helga Vala Helgadóttir lögmaður sat á þingi fyrir Samfylkinguna. Vísir/Bjarni Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. Fyrir helgi var rússneskum hjónum vísað úr landi ásamt tveggja ára syni sínum og tveggja vikna tvíburadætrum sínum. Dæturnar fæddust hér á landi og þurfti móðirin, Mariiam Taimova, að fara í keisaraskurð. Mariiam og Gadzhi Gadzhiev, eiginmaður hennar, höfðu viðkomu í Króatíu á leið til Íslands á flótta frá Dagestan í Rússlandi í desember 2024 og var vísað þangað. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir miður að útlendingayfirvöld hafi vísað fjölskyldunni úr landi. „Því miður hafa stjórnvöld enn einu sinni tekið þá ákvörðun að beita útlendingalögum með þessum hætti. Að veita börnum enga vernd því þau eigi skilyrðislaust að fylgja foreldrum sínum. En ekki öfugt,“ segir Helga Vala. Líklegast að foreldrarnir verði fangelsaðir Stjórnvöld sendi fjölskylduna í mikla óvissu en töluverðar líkur eru á að hún endi aftur í Rússlandi. „Ég hef kynnt mér nokkuð stöðuna þar. Þó ég sé ekki með þetta mál veit ég að þeir sem flýja Rússland, þeirra bíður oftast eingöngu fangelsi. Við komuna má því ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir einhvers staðar á einhverju munaðarleysingjahæli,“ segir Helga Vala. „Sú hætta er uppi að íslensk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum núna, sent börnin út í algjöra óvissu þar sem er mjög ólíklegt að þau muni fá að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.“ Aumt hjá Samfylkingu Helga Vala sat á þingi fyrir Samfylkinguna en mikillar gremju gætir innan þingflokksins þar vegna brottvísunarinnar. „Mér finnst það mjög aumt að það sé ekkert tillit tekið til barna við meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum undir forsæti Samfylkingar. Jafnaðarflokks,“ segir Helga Vala. Innflytjendamál Rússland Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Fyrir helgi var rússneskum hjónum vísað úr landi ásamt tveggja ára syni sínum og tveggja vikna tvíburadætrum sínum. Dæturnar fæddust hér á landi og þurfti móðirin, Mariiam Taimova, að fara í keisaraskurð. Mariiam og Gadzhi Gadzhiev, eiginmaður hennar, höfðu viðkomu í Króatíu á leið til Íslands á flótta frá Dagestan í Rússlandi í desember 2024 og var vísað þangað. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir miður að útlendingayfirvöld hafi vísað fjölskyldunni úr landi. „Því miður hafa stjórnvöld enn einu sinni tekið þá ákvörðun að beita útlendingalögum með þessum hætti. Að veita börnum enga vernd því þau eigi skilyrðislaust að fylgja foreldrum sínum. En ekki öfugt,“ segir Helga Vala. Líklegast að foreldrarnir verði fangelsaðir Stjórnvöld sendi fjölskylduna í mikla óvissu en töluverðar líkur eru á að hún endi aftur í Rússlandi. „Ég hef kynnt mér nokkuð stöðuna þar. Þó ég sé ekki með þetta mál veit ég að þeir sem flýja Rússland, þeirra bíður oftast eingöngu fangelsi. Við komuna má því ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir einhvers staðar á einhverju munaðarleysingjahæli,“ segir Helga Vala. „Sú hætta er uppi að íslensk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum núna, sent börnin út í algjöra óvissu þar sem er mjög ólíklegt að þau muni fá að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.“ Aumt hjá Samfylkingu Helga Vala sat á þingi fyrir Samfylkinguna en mikillar gremju gætir innan þingflokksins þar vegna brottvísunarinnar. „Mér finnst það mjög aumt að það sé ekkert tillit tekið til barna við meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum undir forsæti Samfylkingar. Jafnaðarflokks,“ segir Helga Vala.
Innflytjendamál Rússland Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira