Erlent

Bein út­sending: Hver fær Nóbels­verð­launin í læknis­fræði?

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 9:30 að íslenskum tíma.
Fundurinn hefst klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Getty

Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði.

Fréttamannafundurinn fer fram í Stokkhólmi og verður í beinni útsendingu sem fylgjast má með í spilaranum hér fyrir neðan. Hefst fundurinn klukkan 9:30 að íslenskum tíma.

Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deildu Nóbelsverðlaununum í læknisfræði á síðasta ári fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar.

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2025

  • Mánudagur 6. október: Lífefna- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 7. október: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 8. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 9. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 10. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 13. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×