Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2025 10:30 Finnur Tómas Pálmason fékk að heyra það frá Bjarna Guðjónssyni í Stúkunni. Vísir/Anton Brink Leikmenn KR fengu að heyra það frá fyrrum fyrirliða og þjálfara liðsins eftir að hafa sofnað enn á ný í varnarleiknum um helgina. Það var einkum einn leikmaður sem fékk harða gagnrýni frá KR goðsögninni. KR-ingar fengu á sig mögulega afar dýrkeypt jöfnunarmark undir lokin á móti Aftureldingu um helgina og sitja fyrir vikið í neðsta sæti Bestu deildar karla þegar tvær umferðir eru eftir. Bjarni Guðjónsson hafði sterkar skoðanir á varnarleik KR í þessu mikilvæga marki Mosfellinga og þá sérstaklega á frammistöðu Finns Tómasar Pálmasonar. Klippa: Bjarni Guðjóns fór yfir frammistöðuna hjá Finni Tómasi í sumar „Hér er Michael Akoto að berjast og reyna að vinna boltann en það sem aðrir leikmenn KR inn í vítateignum gera hér og hafa gert ítrekað í sumar eru vinnubrögð sem eru ekki viðunandi,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Finnur fær að heyra það „Akoto er að berjast en Finnur Tómas [Pálmason] stendur kyrr. Þarna kemst einn Mosfellingur í boltann, boltinn fer í stöngina, hrekkur aftur út og næsti kemur í boltann. Finnur Tómas hefur ekki ennþá tekið skref í átt að boltanum til að reyna að hreinsa boltann út úr vítateignum,“ sagði Bjarni. „Á hættulegasta staðnum á vellinum, beint fyrir framan markið þitt. Þarna ertu að spila með liði sem er að berjast fyrir lífi sinu og fyrir því að halda sér í deildinni,“ sagði Bjarni. Bjarni tók síðan fyrir fjölmörg fleiri dæmi um vandræðalegan varnarleik Finns í sumar. Ekki bara eitt skipti „Hann fattar það ekki hvar hættuna staðar að,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Þetta er ekki bara eitt skipti. Þetta eru bara síendurtekin atvik. Við hefðum getað tekið mikið fleiri atvik,“ sagði Bjarni. „Það verður að vera krafa á þá sem eru að spila leikinn sem og þeirra sem horfa á leikinn og borga sig inn á leikinn að þeir sem fara inn í eigin vítateig hafi meiri áhuga á því að verja markið sitt heldur en KR sýnir ítrekað í allt sumar,“ sagði Bjarni. Það má horfa á þessa samantekt og heyra skoðun Bjarna hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
KR-ingar fengu á sig mögulega afar dýrkeypt jöfnunarmark undir lokin á móti Aftureldingu um helgina og sitja fyrir vikið í neðsta sæti Bestu deildar karla þegar tvær umferðir eru eftir. Bjarni Guðjónsson hafði sterkar skoðanir á varnarleik KR í þessu mikilvæga marki Mosfellinga og þá sérstaklega á frammistöðu Finns Tómasar Pálmasonar. Klippa: Bjarni Guðjóns fór yfir frammistöðuna hjá Finni Tómasi í sumar „Hér er Michael Akoto að berjast og reyna að vinna boltann en það sem aðrir leikmenn KR inn í vítateignum gera hér og hafa gert ítrekað í sumar eru vinnubrögð sem eru ekki viðunandi,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Finnur fær að heyra það „Akoto er að berjast en Finnur Tómas [Pálmason] stendur kyrr. Þarna kemst einn Mosfellingur í boltann, boltinn fer í stöngina, hrekkur aftur út og næsti kemur í boltann. Finnur Tómas hefur ekki ennþá tekið skref í átt að boltanum til að reyna að hreinsa boltann út úr vítateignum,“ sagði Bjarni. „Á hættulegasta staðnum á vellinum, beint fyrir framan markið þitt. Þarna ertu að spila með liði sem er að berjast fyrir lífi sinu og fyrir því að halda sér í deildinni,“ sagði Bjarni. Bjarni tók síðan fyrir fjölmörg fleiri dæmi um vandræðalegan varnarleik Finns í sumar. Ekki bara eitt skipti „Hann fattar það ekki hvar hættuna staðar að,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Þetta er ekki bara eitt skipti. Þetta eru bara síendurtekin atvik. Við hefðum getað tekið mikið fleiri atvik,“ sagði Bjarni. „Það verður að vera krafa á þá sem eru að spila leikinn sem og þeirra sem horfa á leikinn og borga sig inn á leikinn að þeir sem fara inn í eigin vítateig hafi meiri áhuga á því að verja markið sitt heldur en KR sýnir ítrekað í allt sumar,“ sagði Bjarni. Það má horfa á þessa samantekt og heyra skoðun Bjarna hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira