„Við viljum bara grípa þau fyrr“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. október 2025 19:25 Eva Rós er framkvæmdastjóri Bergsins. Vísir/Sigurjón Hundrað og tuttugu ungmenni leita í hverri viku til Bergsins sem veitir geðheilbrigðisþjónustu og hefur aðsóknin aukist töluvert. Framkvæmdastjórinn segir mikilvægt að grípa ungt fólk sem þarf aðstoð snemma. Bergið tók til starfa árið 2019 en þangað getur ungt fólk á aldrinum 12-25 leitað til að fá stuðning og ráðgjöf. Áætlað er að á þessu ári fari fram í kringum fimm þúsund viðtöl en í fyrra voru þau fjögur þúsund. „Það er mikil aðsókn. Við finnum að þetta er það sem unga fólkið okkar vill. Það vill hafa aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu án takmarkana. Það kostar ekkert að koma,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. Fagfólk starfi hjá Berginu sem taki á móti öllum sem þangað leita en málin sem komi á þeirra borð snúi að allt frá skólaforðun og vinamissi yfir kynferðisbrota- og ofbeldismál. „Þetta er aldurinn sem þú ert að færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla yfir í háskóla. Þú ert að fara út á vinnumarkaðinn. Þú ert að byrja í fyrsta ástarsambandinu. Fyrsta ástarsorgin. Þetta eru svona mikil breytingaár og heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en tuttugu og fimm ára þannig það eru svona margir hlutir í gangi.“ Um hundrað og tuttugu ungmenni leiti til Bergsins í hverri viku. „Hugmyndafræðin okkar er að það eru engar tilvísanir. Þú þarft bara að skrá þig á bergid.is og þá máttu koma ef þú vilt koma. Ég held að með öllum þessum skilyrðum sem við erum að setja á þjónustu fyrir börn og ungmenni þá erum við að flækja hlutina meira og þar af leiðandi er fólk að detta á milli kerfa í staðin fyrir að hafa hana aðgengilegri og horfa út frá svona meira lágþröskuldasjónarhorni,“ segir Eva Rós. Mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á að grípa þau ungmenni sem líður illa snemma. „Við sjáum það að við erum að missa allt of mikið af ungu fólki. Bæði í sjálfsvígum og í fíknivanda og við erum ekki að bregðast nógu mikið við og við erum í rauninni bara hinn endinn á sömu tímalínunni. Við viljum bara grípa þau fyrr,“ segir hún. „Við sjáum það bara á reynslunni á starfsfólkinu hérna innanhúss hvað það er mikilvægt að grípa þau áður en hlutirnir verða flóknir og það að grípa ungt fólk snemma dregur úr fjöldanum sem þarf þjónustu seinna meir og það gerir það að verkum að þeir sem að eru þá á hinum endanum eru þá að fá betri þjónustu af því þeir eru færri og það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að fá færri í dýrari úrræði.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Bergið tók til starfa árið 2019 en þangað getur ungt fólk á aldrinum 12-25 leitað til að fá stuðning og ráðgjöf. Áætlað er að á þessu ári fari fram í kringum fimm þúsund viðtöl en í fyrra voru þau fjögur þúsund. „Það er mikil aðsókn. Við finnum að þetta er það sem unga fólkið okkar vill. Það vill hafa aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu án takmarkana. Það kostar ekkert að koma,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. Fagfólk starfi hjá Berginu sem taki á móti öllum sem þangað leita en málin sem komi á þeirra borð snúi að allt frá skólaforðun og vinamissi yfir kynferðisbrota- og ofbeldismál. „Þetta er aldurinn sem þú ert að færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla yfir í háskóla. Þú ert að fara út á vinnumarkaðinn. Þú ert að byrja í fyrsta ástarsambandinu. Fyrsta ástarsorgin. Þetta eru svona mikil breytingaár og heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en tuttugu og fimm ára þannig það eru svona margir hlutir í gangi.“ Um hundrað og tuttugu ungmenni leiti til Bergsins í hverri viku. „Hugmyndafræðin okkar er að það eru engar tilvísanir. Þú þarft bara að skrá þig á bergid.is og þá máttu koma ef þú vilt koma. Ég held að með öllum þessum skilyrðum sem við erum að setja á þjónustu fyrir börn og ungmenni þá erum við að flækja hlutina meira og þar af leiðandi er fólk að detta á milli kerfa í staðin fyrir að hafa hana aðgengilegri og horfa út frá svona meira lágþröskuldasjónarhorni,“ segir Eva Rós. Mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á að grípa þau ungmenni sem líður illa snemma. „Við sjáum það að við erum að missa allt of mikið af ungu fólki. Bæði í sjálfsvígum og í fíknivanda og við erum ekki að bregðast nógu mikið við og við erum í rauninni bara hinn endinn á sömu tímalínunni. Við viljum bara grípa þau fyrr,“ segir hún. „Við sjáum það bara á reynslunni á starfsfólkinu hérna innanhúss hvað það er mikilvægt að grípa þau áður en hlutirnir verða flóknir og það að grípa ungt fólk snemma dregur úr fjöldanum sem þarf þjónustu seinna meir og það gerir það að verkum að þeir sem að eru þá á hinum endanum eru þá að fá betri þjónustu af því þeir eru færri og það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að fá færri í dýrari úrræði.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira