Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 09:01 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Valsliðsins, fannst hann hafa fengð ósanngjarna umfjöllun en Stúkumenn eru ekki sammála því. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valsmenn eru í lykilstöðu til að tryggja sér Evrópusæti eftir sigur á Stjörnunni í síðustu umferð. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Valsliðsins, var hins vegar eitthvað pirraður á umfjölluninni um sitt lið og það kom vel í ljós í viðtali eftir leikinn. Stúkan sýndi viðtalið við Srdjan Tufegdzic eftir sigurinn á Stjörnunni en það var fyrsti sigur liðsins síðan í ágúst. Í framhaldinu ræddu þeir Bjarni Guðjónsson og Albert Brynjar Ingason kvartanir Tufegdzic yfir umfjölluninni um sitt lið. Klárlega eitthvað að pirra hann „Umræðan er alveg klárlega eitthvað að pirra hann. Ég held að þegar þú ert að þjálfa lið eins og Val og svona þessi stærri lið á Íslandi, þá þarftu að sætta þig við það að umræðan fer oft út fyrir kannski einhver mörk sem þér finnst eðlilegt sem þjálfara,“ sagði Bjarni. „Valur er alltaf eitt af þeim liðum sem um er rætt. Þeir eyða mikið af peningum í liðið sitt og eru alltaf með þá kröfu, sama hvað þeir reyna að segja svo út á við, að þeir vilji alltaf fara að vinna. Sem er gott hjá þeim að gera,“ sagði Bjarni. Með frábært lið í höndunum „Það lenda allir í meiðslum en hann er með frábært lið í höndunum. Hann er með tvo bestu kantmennina á Íslandi í liðinu sínu. Hann er með flotta vörn. Stefán er góður markmaður þó að [Frederik] Schram sé vissulega betri,“ sagði Bjarni. Klippa: Stúkan fór yfir viðtalið við Tufegdzic eftir Valsleikinn „Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið að vera ekki nær því að vinna deildina í ár eða er þetta búið núna?“ spurði Bjarni. Albert Brynjar Ingason lítur svo á að Valsmenn hafi misst af gullnu tækifæri á því að vinna titilinn. Toppbaráttan aldrei verið jafn slök „Við töluðum um það fyrr á tímabilinu að þetta gæti orðið dauðafæri. Arnar [Gunnlaugsson] hætti með Víkinga, Blikar að verja titil. Við höfum séð það áður, það gengur ekki vel. Og toppbaráttan núna hefur bara aldrei verið jafn slök,“ sagði Albert. Valsmenn fóru vissulega í bikarúrslitaleikinn og voru þar nálægt titli. „Þeir tapa gegn mögulega fallliði Vestra. Þú veist, þetta er Valur. Það er ekki nóg að vera þarna í kring. Þeir eiga að vinna hluti og það er búið að leggja þannig í þetta lið. Þetta er vinna núna lið,“ sagði Albert. Hann segir Valsliðið hafa verið hörmulegt í Evrópuleikjunum og er hneykslaður á því að þjálfarinn sé að tala um árangur liðsins í Lengjubikarnum. Þá ertu orðinn örvæntingarfullur „Lengjubikar. Án gríns. Hver er að tala um Lengjubikar? Þá ertu orðinn örvæntingarfullur. Svo er hann að tala um að það sé talað eins mikið um aðra þjálfara,“ sagði Albert og fór yfir þjálfarana sem voru í toppbaráttunni í sumar. „Það er ekki rétt. Það er búið að tala mjög mikið um KR og Óskar [Hrafn Þorvaldsson]. Það er búið að tala mjög mikið um Jökul [Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar] og það er búið að tala endalaust um Dóra [Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks]. Það er búið að vaða í Sölva [Geir Ottesen, þjálfara Vikings] á tímapunkti,“ sagði Albert. Þetta tímabil var bara lagt upp fyrir Val „Auðvitað vilja Valsmenn meira, sérstaklega því að þetta tímabil var bara lagt upp fyrir Val. Að núna eftir öll þessi ár eða síðustu ár þar sem þeir eru búnir að sækja Hólmar [Örn Eyjólfsson], að sækja Aron [Jóhannsson], að sækja Gylfa [Sigurðsson], að vera með besta framherjann [Patrick Pedersen], Tryggva Hrafn er þarna [Marius] Lundemo kostar, [Markus Lund] Nakkim kostar. Hann eyddi miklum peningum í [Albin] Skoglund,“ sagði Albert. „Þetta eru fjögur töp, eitt jafntefli og tveir sigrar í síðustu sjö leikjum. Þetta er bara lélegt. Það þýðir ekki að koma loksins eftir einhvern leik þarna sem var ekki einu sinni góður og koma með eitthvað svona bull. Punktur,“ sagði Albert. Besta deild karla Stúkan Valur Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Sjá meira
Stúkan sýndi viðtalið við Srdjan Tufegdzic eftir sigurinn á Stjörnunni en það var fyrsti sigur liðsins síðan í ágúst. Í framhaldinu ræddu þeir Bjarni Guðjónsson og Albert Brynjar Ingason kvartanir Tufegdzic yfir umfjölluninni um sitt lið. Klárlega eitthvað að pirra hann „Umræðan er alveg klárlega eitthvað að pirra hann. Ég held að þegar þú ert að þjálfa lið eins og Val og svona þessi stærri lið á Íslandi, þá þarftu að sætta þig við það að umræðan fer oft út fyrir kannski einhver mörk sem þér finnst eðlilegt sem þjálfara,“ sagði Bjarni. „Valur er alltaf eitt af þeim liðum sem um er rætt. Þeir eyða mikið af peningum í liðið sitt og eru alltaf með þá kröfu, sama hvað þeir reyna að segja svo út á við, að þeir vilji alltaf fara að vinna. Sem er gott hjá þeim að gera,“ sagði Bjarni. Með frábært lið í höndunum „Það lenda allir í meiðslum en hann er með frábært lið í höndunum. Hann er með tvo bestu kantmennina á Íslandi í liðinu sínu. Hann er með flotta vörn. Stefán er góður markmaður þó að [Frederik] Schram sé vissulega betri,“ sagði Bjarni. Klippa: Stúkan fór yfir viðtalið við Tufegdzic eftir Valsleikinn „Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið að vera ekki nær því að vinna deildina í ár eða er þetta búið núna?“ spurði Bjarni. Albert Brynjar Ingason lítur svo á að Valsmenn hafi misst af gullnu tækifæri á því að vinna titilinn. Toppbaráttan aldrei verið jafn slök „Við töluðum um það fyrr á tímabilinu að þetta gæti orðið dauðafæri. Arnar [Gunnlaugsson] hætti með Víkinga, Blikar að verja titil. Við höfum séð það áður, það gengur ekki vel. Og toppbaráttan núna hefur bara aldrei verið jafn slök,“ sagði Albert. Valsmenn fóru vissulega í bikarúrslitaleikinn og voru þar nálægt titli. „Þeir tapa gegn mögulega fallliði Vestra. Þú veist, þetta er Valur. Það er ekki nóg að vera þarna í kring. Þeir eiga að vinna hluti og það er búið að leggja þannig í þetta lið. Þetta er vinna núna lið,“ sagði Albert. Hann segir Valsliðið hafa verið hörmulegt í Evrópuleikjunum og er hneykslaður á því að þjálfarinn sé að tala um árangur liðsins í Lengjubikarnum. Þá ertu orðinn örvæntingarfullur „Lengjubikar. Án gríns. Hver er að tala um Lengjubikar? Þá ertu orðinn örvæntingarfullur. Svo er hann að tala um að það sé talað eins mikið um aðra þjálfara,“ sagði Albert og fór yfir þjálfarana sem voru í toppbaráttunni í sumar. „Það er ekki rétt. Það er búið að tala mjög mikið um KR og Óskar [Hrafn Þorvaldsson]. Það er búið að tala mjög mikið um Jökul [Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar] og það er búið að tala endalaust um Dóra [Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks]. Það er búið að vaða í Sölva [Geir Ottesen, þjálfara Vikings] á tímapunkti,“ sagði Albert. Þetta tímabil var bara lagt upp fyrir Val „Auðvitað vilja Valsmenn meira, sérstaklega því að þetta tímabil var bara lagt upp fyrir Val. Að núna eftir öll þessi ár eða síðustu ár þar sem þeir eru búnir að sækja Hólmar [Örn Eyjólfsson], að sækja Aron [Jóhannsson], að sækja Gylfa [Sigurðsson], að vera með besta framherjann [Patrick Pedersen], Tryggva Hrafn er þarna [Marius] Lundemo kostar, [Markus Lund] Nakkim kostar. Hann eyddi miklum peningum í [Albin] Skoglund,“ sagði Albert. „Þetta eru fjögur töp, eitt jafntefli og tveir sigrar í síðustu sjö leikjum. Þetta er bara lélegt. Það þýðir ekki að koma loksins eftir einhvern leik þarna sem var ekki einu sinni góður og koma með eitthvað svona bull. Punktur,“ sagði Albert.
Besta deild karla Stúkan Valur Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Sjá meira