Hvernig er best að byggja upp traust? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. október 2025 13:00 Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur segir traust undirstaða vellíðan og heilsu. Traust er grunnurinn að heilbrigðum og farsælum samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldu, vini eða samstarfsfólk. Það skapar öryggi, dýpri tengsl og auðveldar að leysa ágreining. En hvernig er best að byggja upp traust? Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur og eigandi Auðnast, segir traust meginforsenda í samskiptum. Þegar traust brotnar er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að það mun taka tíma að byggja það upp aftur. „Traust er svo magnað fyrirbæri og verður ekki til á einni nóttu, og það verður ekki til í orðum. Það verður til í síendurteknum athöfnum yfir ákveðinn tíma. Það er þessi stöðugleiki í athöfnum sem byggir upp þráðinn sem kallast traust,“ segir Ragnhildur og bætir við: „Besta leiðin er að við gerum okkur grein fyrir hversu mikils virði traust er, svo við brjótum það ekki. En stundum gerist það óhjákvæmilega, og þá þurfum við að átta okkur á því að þetta er langhlaup að byggja aftur upp traustið.“ Traust beintengt heilsu Að sögn Ragnhildar er traust undirstaða vellíðan og heilsu: „Ég myndi alltaf segja að traust er undirstaða raunverulegrar vellíðunar og heilsu. Við vitum t.d. að í vinnuumhverfi þar sem traust er brotið eykst streita og vanlíðan, og það hefur auðvitað bein áhrif á heilsu. Og við vitum líka að rannsóknir sýna að fólk sem er í sambandi þar sem ekki ríkir traust, er almennt ekki eins heilbrigt og það sem er í nánum samböndum þar sem ríkir fullt traust.“ Þrjár gagnlegar leiðir til að byggja upp traust 1. Sýndu stöðugleika Gerðu það sem þú segist ætla að gera og fylgdu hlutunum eftir. Ekki bara öðru hverju- heldur sem oftast. 2. Tileinkaðu þér heiðarleika Segðu hvernig þér líður, hvaða væntingar þú hefur, hvað þér finnst óþægilegt og ósanngjarnt og hvernig þú vilt hafa hlutina. 3. Sýndu samkennd Með því að hlusta og leggja sig fram við að skilja sjónarhorn annarra, skapast rými fyrir virðing og dýpri tengsl. View this post on Instagram A post shared by Auðnast (@audnast) Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast er í eigu Ragnhildar, og Hrefnu Hugosdóttur. Fyrirtækið byggir á tveimur grunnstoðum: Auðnast vinnuvernd og Auðnast klíník, þar sem þær ásamt starfsfólki sinna ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja. Heilsa Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur og eigandi Auðnast, segir traust meginforsenda í samskiptum. Þegar traust brotnar er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að það mun taka tíma að byggja það upp aftur. „Traust er svo magnað fyrirbæri og verður ekki til á einni nóttu, og það verður ekki til í orðum. Það verður til í síendurteknum athöfnum yfir ákveðinn tíma. Það er þessi stöðugleiki í athöfnum sem byggir upp þráðinn sem kallast traust,“ segir Ragnhildur og bætir við: „Besta leiðin er að við gerum okkur grein fyrir hversu mikils virði traust er, svo við brjótum það ekki. En stundum gerist það óhjákvæmilega, og þá þurfum við að átta okkur á því að þetta er langhlaup að byggja aftur upp traustið.“ Traust beintengt heilsu Að sögn Ragnhildar er traust undirstaða vellíðan og heilsu: „Ég myndi alltaf segja að traust er undirstaða raunverulegrar vellíðunar og heilsu. Við vitum t.d. að í vinnuumhverfi þar sem traust er brotið eykst streita og vanlíðan, og það hefur auðvitað bein áhrif á heilsu. Og við vitum líka að rannsóknir sýna að fólk sem er í sambandi þar sem ekki ríkir traust, er almennt ekki eins heilbrigt og það sem er í nánum samböndum þar sem ríkir fullt traust.“ Þrjár gagnlegar leiðir til að byggja upp traust 1. Sýndu stöðugleika Gerðu það sem þú segist ætla að gera og fylgdu hlutunum eftir. Ekki bara öðru hverju- heldur sem oftast. 2. Tileinkaðu þér heiðarleika Segðu hvernig þér líður, hvaða væntingar þú hefur, hvað þér finnst óþægilegt og ósanngjarnt og hvernig þú vilt hafa hlutina. 3. Sýndu samkennd Með því að hlusta og leggja sig fram við að skilja sjónarhorn annarra, skapast rými fyrir virðing og dýpri tengsl. View this post on Instagram A post shared by Auðnast (@audnast) Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast er í eigu Ragnhildar, og Hrefnu Hugosdóttur. Fyrirtækið byggir á tveimur grunnstoðum: Auðnast vinnuvernd og Auðnast klíník, þar sem þær ásamt starfsfólki sinna ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja.
Heilsa Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira