„Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. október 2025 15:16 Einar Árni segir Valsliðið vel geta barist við toppinn með Njarðvíkurliðinu sem hann þjálfar. vísir Njarðvík sækir Val heim að Hlíðarenda í annarri Bónus deildar kvenna í kvöld. Einar Árni Jóhannsson á von á hörkuleik gegn Valsliði sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna og vill sjá betri frammistöðu frá Njarðvíkurliðinu en í síðustu umferð. Margt sem hefði mátt betur fara í fyrsta leik Njarðvík þykir vera með besta lið deildarinnar og er spáð efsta sætinu. Sautján stiga sigur vannst gegn Stjörnunni í fyrsta leik tímabilsins en frammistaðan hefði mátt vera meira sannfærandi. „Ég er alveg heiðarlegur með það, það er margt sem hefði mátt betur fara en við vorum í svolítið erfiðri aðstöðu, það vantaði í Stjörnuliðið og það vill stundum fara öfugt í fólk. Ég held að það hafi verið einhver vísir að því, en við vitum sem er, við erum að fara í erfitt verkefni í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi. Styrkleikamerki að sigra á slæmum degi Tvær stærstu stjörnur liðsins, Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez, skiluðu sínu en aðrir leikmenn hefðu þurft að leggja meira í púkkið. Einar segir það þó styrkleikamerki að vinna leikinn þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta dag. „Já, við hefðum klárlega viljað frá meira frá öðrum, en það var eiginlega enginn á sínum leik, þó þær hafi átt sína spretti báðar tvær. Það er kannski vísir að styrkleika, að geta náð góðum sigri þó það séu ekki allir á deginum sínum. Svo er mikið kapp og mikill metnaður í stelpunum, ég veit að þær eru með fullan hug á því að stíga upp í kvöld“ sagði Einar Árni. Brittany Dinkins var mikilvægust í bikarsigri Njarðvíkur á síðasta ári og valin besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar. Alvöru miðherjar í báðum liðum Valskonur byrjuðu tímabilið á því að sækja sigur til Keflavíkur og mun væntanlega veita Njarðvík kröftuga samkeppni í kvöld. Þar verður barátta miðherjanna í algleymingi. „Bæði lið hafa alvöru miðherja, með Ástu Júlíu [Grímsdóttur] annars vegar og Paulinu Hersler hins vegar, og mikinn hreyfanleika í kringum þær. Valur er með nýja bandaríska stelpu [Re‘Shawna Stone] og Þórönnu Kika, sem er nýkomin heim og styrkir þær mikið. Það er góður kjarni í þessu liði og Alyssa Cerino er að koma inn á sitt annað tímabil. Þær eru öflugar, lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna að mínu mati“ sagði Einar Árni. Einar á von á erfiðum leik í kvöld.vísir Leikur Vals og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland frá klukkan 19:00. Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Margt sem hefði mátt betur fara í fyrsta leik Njarðvík þykir vera með besta lið deildarinnar og er spáð efsta sætinu. Sautján stiga sigur vannst gegn Stjörnunni í fyrsta leik tímabilsins en frammistaðan hefði mátt vera meira sannfærandi. „Ég er alveg heiðarlegur með það, það er margt sem hefði mátt betur fara en við vorum í svolítið erfiðri aðstöðu, það vantaði í Stjörnuliðið og það vill stundum fara öfugt í fólk. Ég held að það hafi verið einhver vísir að því, en við vitum sem er, við erum að fara í erfitt verkefni í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi. Styrkleikamerki að sigra á slæmum degi Tvær stærstu stjörnur liðsins, Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez, skiluðu sínu en aðrir leikmenn hefðu þurft að leggja meira í púkkið. Einar segir það þó styrkleikamerki að vinna leikinn þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta dag. „Já, við hefðum klárlega viljað frá meira frá öðrum, en það var eiginlega enginn á sínum leik, þó þær hafi átt sína spretti báðar tvær. Það er kannski vísir að styrkleika, að geta náð góðum sigri þó það séu ekki allir á deginum sínum. Svo er mikið kapp og mikill metnaður í stelpunum, ég veit að þær eru með fullan hug á því að stíga upp í kvöld“ sagði Einar Árni. Brittany Dinkins var mikilvægust í bikarsigri Njarðvíkur á síðasta ári og valin besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar. Alvöru miðherjar í báðum liðum Valskonur byrjuðu tímabilið á því að sækja sigur til Keflavíkur og mun væntanlega veita Njarðvík kröftuga samkeppni í kvöld. Þar verður barátta miðherjanna í algleymingi. „Bæði lið hafa alvöru miðherja, með Ástu Júlíu [Grímsdóttur] annars vegar og Paulinu Hersler hins vegar, og mikinn hreyfanleika í kringum þær. Valur er með nýja bandaríska stelpu [Re‘Shawna Stone] og Þórönnu Kika, sem er nýkomin heim og styrkir þær mikið. Það er góður kjarni í þessu liði og Alyssa Cerino er að koma inn á sitt annað tímabil. Þær eru öflugar, lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna að mínu mati“ sagði Einar Árni. Einar á von á erfiðum leik í kvöld.vísir Leikur Vals og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland frá klukkan 19:00. Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari.
Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira