Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. október 2025 20:00 Arnar Dór, Róbert Arnar, Sandra Sif, Axel Freyr, Védís Vaka, Viktor Guðmundsson, Solveig Nordal, Kári Steinn og Guðmundur B. Brynleifs eru saman í Kenýu. Róbert Arnar „Við höfum meðal annars spilað golf á hrikalega flottum PGA golfvelli, farið í geggjað tveggja daga Safari, hitt ættbálka, farið á ströndina, farið á Jet Ski, borðað út um allt á frábærum veitingastöðum og notið lífsins þess á milli í villunni,“ segir Arnar Dór sem er staddur í sannkölluðu ævintýri í Kenýa um þessar mundir. Arnar Dór er kvikmyndagerðarmaður fæddur árið 1999 og rekur framleiðslufyrirtækið AD Productions. Hann ræddi við blaðamann um þessa ævintýraferð sem hann segir að sé mögulega ein sú besta sem hann hefur farið í hingað til en Arnar Dór hefur verið duglegur að ferðast um heiminn og upplifa nýja hluti. Tveir vinahópar hópuðu sig saman í ferðina og Arnar Dór var að hitta nokkra ferðafélaga í fyrsta sinn á flugvellinum. Það væsir ekki um Arnar Dór í Kenýa.Róbert Arnar Hvar ertu staddur? Ég er staddur í Kenýa, nánar tiltekið á Diani Beach, sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Mombasa. Ég er hér með átta vinum í algjörri paradís á miðbaugnum. Níu vinir í paradís. Róbert Arnar Með hverjum ertu? Með mér eru Róbert Arnar, Sandra Sif, Axel Freyr, Védís Vaka, Viktor Guðmundsson, Solveig Nordal, Kári Steinn og Guðmundur B. Brynleifs en Gummi er sonur Brynleifs sem byggði villuna sem við gistum í. Þetta eru í raun tveir vinahópar og við ætluðum að vera búin að taka saman dinner og kynnast áður en við lögðum af stað en náðum því aldrei. Þannig við hittumst bara á flugvellinum öll í fyrsta skipti á brottfarardeginum sem var bara geggjað því ég elska að kynnast nýju fólki. Hvað varð til þess að þið ákváðuð að fara til Kenýa? Ég kynntist Gumma fyrir ári síðan og það voru hann og Axel sem buðu mér að slást í för með þeim. Ég ákvað að kýla á það og taka upp skemmtilegt myndefni og upplifa um leið nýjan menningarheim. Mér finnst fullkominn tími núna til að fara, lengja sumarið aðeins áður en veturinn skellur á og ég sé sko ekki eftir því. Fólkið hér í Kenýa er ótrúlega vingjarnlegt og gestrisið, hvort sem maður er inni í borg eða í litlu þorpi og krakkarnir hlaupa skælbrosandi til að heilsa manni. Arnar Dór elskar að kynnast menningu og fólkinu úti.Aðsend Hvar gistið þið? Við gistum í glæsilegri 900 fermetra villu sem Brynleifur reisti í Villa Branca á Diani Beach. Hér er allt til alls, við erum með kokk, gestgjafa, þjóna, þernu og garðyrkjumann sem sjá um allar okkar þarfir og líka fullt af afþreyingu, svo sem pool, píla, sundlaug og nudd. Þetta er algjör drauma-paradís. Villa Branca býður upp á algöran lúxus.Aðsend Hvað tók ferðalagið langan tíma? Ferðalagið tók um sólarhring frá því ég lagði af stað að heiman og þar til að ég kom í villuna. Flugið frá Íslandi til Frankfurt tók fjórar klukkustundir, flugið til Mombasa tók níu klukkustundir og með bílferðum og bið á flugvöllum tók ferðalagið sólarhring. Hvað er dýrasti liðurinn í ferðinni? Það eru líklega flugin. Við fengum frábæran díl á gistingu, Gummi og Brynleifur buðu okkur að vera hjá sér, en auðvitað bætast við ýmsir kostnaðarliðir eins og ferðir á milli staða, matur á veitingastöðum og alls konar skemmtilegar upplifanir. En í grunninn er samt allt ódýrt hérna úti. Flugið er dýrasti liðurinn í ferðalaginu en krakkarnir hafa gert ýmislegt spennandi og skemmtilegt úti og segja að það sé almennt ódýrt að vera þarna.Arnar Dór Hvað hafið þið gert skemmtilegt? Við erum búin að vera hér í viku og komum heim næstkomandi fimmtudag. Við erum nú þegar búin að upplifa margt áhugavert og gera margt mjög skemmtilegt en auðvitað er allt hérna gjörólíkt því sem maður á að venjast heima. Hér er stanslaus sól og hiti, um þrjátíu stig alla daga, svakalega fallegt landslag og dásamlegt fólk. Kannski mætti segja að við höfum upplifað í smækkaðri mynd flest það sem Kenýa hefur upp á að bjóða þó við eigum auðvitað eitthvað eftir. Við höfum meðal annars spilað golf á hrikalega flottum PGA golfvelli, farið í geggjað tveggja daga Safari, hitt ættbálka, farið á ströndina, farið á Jet Ski, borðað út um allt á frábærum veitingastöðum og notið lífsins þess á milli í villunni þar sem sundlaugin kemur sterk inn. Golfið var einstaklega eftirminnilegt.Arnar Dór Er eitthvað sem stendur upp úr? Það er erfitt að gera upp á milli allra ævintýrana sem við höfum farið í, því þessi ferð er í raun bara ein stór upplifun sem maður mun aldrei gleyma. Golfið var sturlað, ég hef aldrei spilað golf annars staðar en á Íslandi, hvað þá á PGA velli, manni leið eins og stórstjörnu þar. Svo var frekar súrrealískt að spila golf á braut með sebrahestum og öpum! Safari ferðin var alveg hreint geggjuð þar sem hver einasta mínúta var ný og ný upplifun sem er eiginlega ómögulegt að lýsa í orðum; myndir og myndbönd fanga það miklu betur. Þetta var tveggja daga ferð þar sem við fórum í stærsta þjóðgarðinn í Kenýa sem er um 14.000 km2 þar sem við sáum alls kyns villt dýr; fíla, gíraffa, ljón, sebrahesta, flóðhesta og antilópur svo eitthvað sé nefnt. Safari-ið var algjörlega ógleymanlegt að sögn Arnars.Arnar Dór Við gistum eina nótt í hálf-tjöldum inni í þjóðgarðinum þar sem við vorum umkringd villtum dýrum sem var mjög sterk upplifun og svolítið súrrrealískt að gista á stað þar sem villt dýr eru í garðinum fyrir utan „herbergið“ þitt. Í myrkrinu heyrði maður alls konar hljóð sem gerði upplifunina enn sterkari, það er eiginlega ómögulegt að lýsa tilfinningunum í orðum, maður þarf að upplifa þetta til að skilja það. Arnar Dór segir að ferðalagið hafi verið ólýsanlega magnað í alla staði.Sandra Sif Í lok ferðarinnar á leiðinni til baka í villuna stoppuðum við í þorpi hjá ættbálki þar sem þau sýndu okkur hvernig þau lifðu, húsin úr kúaskít og leir með stráþökum með plasti á milli til að halda húsunum köldum og þurrum. Þau meðal annars veiða sér til matar og eiga kýr sem þau drekka bæði mjólk og blóð úr. Er eitthvað sem þú mælir sérstaklega með? Ég mæli sjúklega með að ferðast til Kenýa, þar er allt öðruvísi menning en Evrópubúar eiga að venjast og það er gjörsamlega sturlað að upplifa allt það sem Kenýa hefur upp á að bjóða. Strákarnir í stuði á ströndinni.Sandra Sif Svo vil ég að sjálfsögðu mæla sérstaklega með Villa Branca sem er einstaklega frábær staður með geggjuðu starfsfólki. Hér er hægt að fylgjast með ævintýrum hópsins á Instagram hjá Arnari Dór. Ferðalög Íslendingar erlendis Suður-Afríka Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Sjá meira
Arnar Dór er kvikmyndagerðarmaður fæddur árið 1999 og rekur framleiðslufyrirtækið AD Productions. Hann ræddi við blaðamann um þessa ævintýraferð sem hann segir að sé mögulega ein sú besta sem hann hefur farið í hingað til en Arnar Dór hefur verið duglegur að ferðast um heiminn og upplifa nýja hluti. Tveir vinahópar hópuðu sig saman í ferðina og Arnar Dór var að hitta nokkra ferðafélaga í fyrsta sinn á flugvellinum. Það væsir ekki um Arnar Dór í Kenýa.Róbert Arnar Hvar ertu staddur? Ég er staddur í Kenýa, nánar tiltekið á Diani Beach, sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Mombasa. Ég er hér með átta vinum í algjörri paradís á miðbaugnum. Níu vinir í paradís. Róbert Arnar Með hverjum ertu? Með mér eru Róbert Arnar, Sandra Sif, Axel Freyr, Védís Vaka, Viktor Guðmundsson, Solveig Nordal, Kári Steinn og Guðmundur B. Brynleifs en Gummi er sonur Brynleifs sem byggði villuna sem við gistum í. Þetta eru í raun tveir vinahópar og við ætluðum að vera búin að taka saman dinner og kynnast áður en við lögðum af stað en náðum því aldrei. Þannig við hittumst bara á flugvellinum öll í fyrsta skipti á brottfarardeginum sem var bara geggjað því ég elska að kynnast nýju fólki. Hvað varð til þess að þið ákváðuð að fara til Kenýa? Ég kynntist Gumma fyrir ári síðan og það voru hann og Axel sem buðu mér að slást í för með þeim. Ég ákvað að kýla á það og taka upp skemmtilegt myndefni og upplifa um leið nýjan menningarheim. Mér finnst fullkominn tími núna til að fara, lengja sumarið aðeins áður en veturinn skellur á og ég sé sko ekki eftir því. Fólkið hér í Kenýa er ótrúlega vingjarnlegt og gestrisið, hvort sem maður er inni í borg eða í litlu þorpi og krakkarnir hlaupa skælbrosandi til að heilsa manni. Arnar Dór elskar að kynnast menningu og fólkinu úti.Aðsend Hvar gistið þið? Við gistum í glæsilegri 900 fermetra villu sem Brynleifur reisti í Villa Branca á Diani Beach. Hér er allt til alls, við erum með kokk, gestgjafa, þjóna, þernu og garðyrkjumann sem sjá um allar okkar þarfir og líka fullt af afþreyingu, svo sem pool, píla, sundlaug og nudd. Þetta er algjör drauma-paradís. Villa Branca býður upp á algöran lúxus.Aðsend Hvað tók ferðalagið langan tíma? Ferðalagið tók um sólarhring frá því ég lagði af stað að heiman og þar til að ég kom í villuna. Flugið frá Íslandi til Frankfurt tók fjórar klukkustundir, flugið til Mombasa tók níu klukkustundir og með bílferðum og bið á flugvöllum tók ferðalagið sólarhring. Hvað er dýrasti liðurinn í ferðinni? Það eru líklega flugin. Við fengum frábæran díl á gistingu, Gummi og Brynleifur buðu okkur að vera hjá sér, en auðvitað bætast við ýmsir kostnaðarliðir eins og ferðir á milli staða, matur á veitingastöðum og alls konar skemmtilegar upplifanir. En í grunninn er samt allt ódýrt hérna úti. Flugið er dýrasti liðurinn í ferðalaginu en krakkarnir hafa gert ýmislegt spennandi og skemmtilegt úti og segja að það sé almennt ódýrt að vera þarna.Arnar Dór Hvað hafið þið gert skemmtilegt? Við erum búin að vera hér í viku og komum heim næstkomandi fimmtudag. Við erum nú þegar búin að upplifa margt áhugavert og gera margt mjög skemmtilegt en auðvitað er allt hérna gjörólíkt því sem maður á að venjast heima. Hér er stanslaus sól og hiti, um þrjátíu stig alla daga, svakalega fallegt landslag og dásamlegt fólk. Kannski mætti segja að við höfum upplifað í smækkaðri mynd flest það sem Kenýa hefur upp á að bjóða þó við eigum auðvitað eitthvað eftir. Við höfum meðal annars spilað golf á hrikalega flottum PGA golfvelli, farið í geggjað tveggja daga Safari, hitt ættbálka, farið á ströndina, farið á Jet Ski, borðað út um allt á frábærum veitingastöðum og notið lífsins þess á milli í villunni þar sem sundlaugin kemur sterk inn. Golfið var einstaklega eftirminnilegt.Arnar Dór Er eitthvað sem stendur upp úr? Það er erfitt að gera upp á milli allra ævintýrana sem við höfum farið í, því þessi ferð er í raun bara ein stór upplifun sem maður mun aldrei gleyma. Golfið var sturlað, ég hef aldrei spilað golf annars staðar en á Íslandi, hvað þá á PGA velli, manni leið eins og stórstjörnu þar. Svo var frekar súrrealískt að spila golf á braut með sebrahestum og öpum! Safari ferðin var alveg hreint geggjuð þar sem hver einasta mínúta var ný og ný upplifun sem er eiginlega ómögulegt að lýsa í orðum; myndir og myndbönd fanga það miklu betur. Þetta var tveggja daga ferð þar sem við fórum í stærsta þjóðgarðinn í Kenýa sem er um 14.000 km2 þar sem við sáum alls kyns villt dýr; fíla, gíraffa, ljón, sebrahesta, flóðhesta og antilópur svo eitthvað sé nefnt. Safari-ið var algjörlega ógleymanlegt að sögn Arnars.Arnar Dór Við gistum eina nótt í hálf-tjöldum inni í þjóðgarðinum þar sem við vorum umkringd villtum dýrum sem var mjög sterk upplifun og svolítið súrrrealískt að gista á stað þar sem villt dýr eru í garðinum fyrir utan „herbergið“ þitt. Í myrkrinu heyrði maður alls konar hljóð sem gerði upplifunina enn sterkari, það er eiginlega ómögulegt að lýsa tilfinningunum í orðum, maður þarf að upplifa þetta til að skilja það. Arnar Dór segir að ferðalagið hafi verið ólýsanlega magnað í alla staði.Sandra Sif Í lok ferðarinnar á leiðinni til baka í villuna stoppuðum við í þorpi hjá ættbálki þar sem þau sýndu okkur hvernig þau lifðu, húsin úr kúaskít og leir með stráþökum með plasti á milli til að halda húsunum köldum og þurrum. Þau meðal annars veiða sér til matar og eiga kýr sem þau drekka bæði mjólk og blóð úr. Er eitthvað sem þú mælir sérstaklega með? Ég mæli sjúklega með að ferðast til Kenýa, þar er allt öðruvísi menning en Evrópubúar eiga að venjast og það er gjörsamlega sturlað að upplifa allt það sem Kenýa hefur upp á að bjóða. Strákarnir í stuði á ströndinni.Sandra Sif Svo vil ég að sjálfsögðu mæla sérstaklega með Villa Branca sem er einstaklega frábær staður með geggjuðu starfsfólki. Hér er hægt að fylgjast með ævintýrum hópsins á Instagram hjá Arnari Dór.
Ferðalög Íslendingar erlendis Suður-Afríka Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Sjá meira