Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. október 2025 17:21 Ólöf Ásta Farestveit er forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. Tvær mæður lýstu algjöru úrræðaleysi frammi fyrir fíknivanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtan ára syni þeirra sögðu þær hafa farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei náð árangri. Aðstæðurnar sem mæðurnar lýstu voru síst vænlegar til bata. Þær sögðu að allt hefði verið fljótandi í fíkniefnum inni á Stuðlum þar sem synir þeirra voru í meðferð vegna húsnæðisskorts. Sjá einnig: Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Inga Sæland félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins segir mál mæðra sem hyggjast fara með syni sína í meðferð við alvarlegum fíknivanda til Suður-Afríku vegna úrræðaleysis hér heima algjöran áfellisdóm yfir meðferðarkerfinu hér á landi. Orð hennar ganga í berhögg við öndverð ummæli Guðmunds Inga Kristinssonar samráðherra og flokksbróður hennar. Kerfið hafi algjörlega brugðist Inga Sæland félagsmálaráðherra og Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu ræddu málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Inga Sæland sagði fátt annað hægt að segja en að kerfið hafi algjörlega brugðist. Inga segir það hafa verið áfall fyrir sig að hlusta á viðtal mæðranna í morgun. Hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að þau „væru bara á Playstation-tölvum þarna inni á Stuðlum að versla sér fíkniefni og skryppu svo bara niður í Egilshöll eða eitthvað að sækja þau.“ „Mér finnst þetta algjör áfellisdómur yfir kerfinu. við berum alla ábyrgð á því hvernig kerfið hefur verið að þróast. Við berum algjörlega ábyrgð á því hvernig við höfum teiknað upp samfélagið þegar kemur á börnum. Leikskóli, yfir í grunnskóla og þaðan af ofar. Áfellisdómur má svo sannarlega segja þegar upp undir helmingur af drengjunum okkar er að útskrifast ólæsir eða með lélegan lesskilning eftir tíu ára grunnskólagöngu,“ segir Inga. Hún segir nauðsynlegt að koma upp langtímaúrræði sem virki. Það verði að gera hratt og örugglega. „Það verður gjörsamlega að taka til höndinni fyrir og átti að vera búið að því fyrir langalöngu síðan. Við erum að sjá vaxandi sjálfsvíg, vaxandi dauðsföll ungmenna. Við erum að sjá í rauninni þróun í samfélaginu ssem maður hefði ekki getað látið sér óra fyrir fyrir tíu árum síðan. En við höfum sofið á verðinum og ekki bara tekist á við hlutina jafnóðum og þeir eru að gerast,“ segir hún. Efst á verkefnalistanum sé að opna Gunnarsholt, nýtt langtímaúrræði, sem opnar að óbreyttu í desember. Meðvituð um umferð fíkniefna í meðferðarúrræðum Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir heimildir starfsmanna meðferðarheimila til að takmarka aðgengi barna að fíkniefnum takmarkað, sérstaklega þar sem dæmi séu um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í vistun. Barnasáttmálinn tryggi börnum rétt til útivistar og afþreyingar og erfitt hefur reynst að tryggja það að börn hafi ekki aðgang að fíkniefnum vegna skorts á húsnæði á landsbyggðinni. Hún segir meðferðarkerfi Barna- og fjölskyldustofu þannig að börn í vistun séu í skóla á morgnana og síðan í meðferðarhópavinnu eftir hádegi. Síðdegis og á kvöldin fari börnin svo í afþreyingu sem getur verið alls konar, útivist, líkamsrækt og bíó til dæmis. Sökum húsnæðiseklu segir Ólöf að erfiðlega hafi gengið að fá langtímaúrræði fyrir drengi á landsbyggðinni líkt og Bjargey í Eyjafirði sem þjónustar aðeins stúlkur. Aðspurð hvort að lýsingar mæðranna á Stuðlum, þar sem börnin væru í tölvuleikjum allan daginn og allt væri fljótandi í fíknefnum, kæmu heim og saman við raunveruleikann sagðist hún ekki geta tjáð sig um einstök mál. Þegar hún var frekar innt svars svaraði hún neitandi en að hún hefði þó vitneskju um að fíkniefni væru í umferð inni í úrræðinu á Stuðlum. „Við vitum að þegar þeir fara í útivist er oft verið að bera í þau alls konar efni inni á salerni á líkamsræktarstöðvum, salerni í bíói, aðstandendur hafa komið með fíkniefni til barna inn á Stuðla. Það er óskaplega erfitt að eiga við það,“ sagði Ólöf. Þarf ekki að reyna að stöðva þetta flæði? „Jú, auðvitað reynum við það. Við fáum fíkniefnahund annað slagið inn til okkar og það er leitað á börnum en við þrufum að hafa rökstuddan grun fyrir því að telja að það séu fíkniefni til staðar. Það eru ákveðnar lagareglur sem við þurfum að fara eftir til þess að mega. Heimildir okkar til að leita á börnum eru takmarkaðar,“ sagði hún. Réttindi barna þurfi að hafa í hávegum Ólöf segir það vel geta verið að rýmka þurfi þessar heimildir en segir að tryggja þurfi að ekki yrði gengið á réttindi barna í leiðinni. Börn eigi rétt á útivist og afþreyingu þó þau séu í meðferð. „Við viljum ekki fara aftur eins og í gamladaga með Breiðvíkurmálin, þegar börn voru send lengst í burtu og lokuð af,“ sagði Ólöf. „Við erum með neyðarástand núna eins og öllum er ljóst. við erum að reyna að koma Gunnarsholti á laggirnar sem er þá langtímameðferðarheimili fyrir drengi þar sem þeir geta verið í sex, átta mánuði, jafnvel lengur. Það er á lokametrunum en það er ekki komið og á meðan það er höfum við verið að notast við meðferðardeild Stuðla. Við finnum verulega fyrir því að hafa misst okkar langtímaúrræði út í rúmt ár og því miður lendir ákveðinn hópur barna inni á milli,“ sagði hún. Í dag eru um 60 börn í meðferð í svokölluðu MST-úrræði, opið úrræði sem miðar að því að mæta vanda barna í nærumhverfi þeirra. Sex stúlkur eru á Bjargeyju, framhaldsmeðferðarúrræði í Eyjafirði, fjögur pláss eru í langtímameðferð inni á Stuðlum og þar af eru tvö laus. Sex börn eru í greiningu og meðferð inni á Blönduhlíð hverju sinni og svo eru barnahúsin þar sem tugir barna eru í meðferð. Fíkn Málefni Stuðla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Tvær mæður lýstu algjöru úrræðaleysi frammi fyrir fíknivanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtan ára syni þeirra sögðu þær hafa farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei náð árangri. Aðstæðurnar sem mæðurnar lýstu voru síst vænlegar til bata. Þær sögðu að allt hefði verið fljótandi í fíkniefnum inni á Stuðlum þar sem synir þeirra voru í meðferð vegna húsnæðisskorts. Sjá einnig: Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Inga Sæland félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins segir mál mæðra sem hyggjast fara með syni sína í meðferð við alvarlegum fíknivanda til Suður-Afríku vegna úrræðaleysis hér heima algjöran áfellisdóm yfir meðferðarkerfinu hér á landi. Orð hennar ganga í berhögg við öndverð ummæli Guðmunds Inga Kristinssonar samráðherra og flokksbróður hennar. Kerfið hafi algjörlega brugðist Inga Sæland félagsmálaráðherra og Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu ræddu málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Inga Sæland sagði fátt annað hægt að segja en að kerfið hafi algjörlega brugðist. Inga segir það hafa verið áfall fyrir sig að hlusta á viðtal mæðranna í morgun. Hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að þau „væru bara á Playstation-tölvum þarna inni á Stuðlum að versla sér fíkniefni og skryppu svo bara niður í Egilshöll eða eitthvað að sækja þau.“ „Mér finnst þetta algjör áfellisdómur yfir kerfinu. við berum alla ábyrgð á því hvernig kerfið hefur verið að þróast. Við berum algjörlega ábyrgð á því hvernig við höfum teiknað upp samfélagið þegar kemur á börnum. Leikskóli, yfir í grunnskóla og þaðan af ofar. Áfellisdómur má svo sannarlega segja þegar upp undir helmingur af drengjunum okkar er að útskrifast ólæsir eða með lélegan lesskilning eftir tíu ára grunnskólagöngu,“ segir Inga. Hún segir nauðsynlegt að koma upp langtímaúrræði sem virki. Það verði að gera hratt og örugglega. „Það verður gjörsamlega að taka til höndinni fyrir og átti að vera búið að því fyrir langalöngu síðan. Við erum að sjá vaxandi sjálfsvíg, vaxandi dauðsföll ungmenna. Við erum að sjá í rauninni þróun í samfélaginu ssem maður hefði ekki getað látið sér óra fyrir fyrir tíu árum síðan. En við höfum sofið á verðinum og ekki bara tekist á við hlutina jafnóðum og þeir eru að gerast,“ segir hún. Efst á verkefnalistanum sé að opna Gunnarsholt, nýtt langtímaúrræði, sem opnar að óbreyttu í desember. Meðvituð um umferð fíkniefna í meðferðarúrræðum Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir heimildir starfsmanna meðferðarheimila til að takmarka aðgengi barna að fíkniefnum takmarkað, sérstaklega þar sem dæmi séu um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í vistun. Barnasáttmálinn tryggi börnum rétt til útivistar og afþreyingar og erfitt hefur reynst að tryggja það að börn hafi ekki aðgang að fíkniefnum vegna skorts á húsnæði á landsbyggðinni. Hún segir meðferðarkerfi Barna- og fjölskyldustofu þannig að börn í vistun séu í skóla á morgnana og síðan í meðferðarhópavinnu eftir hádegi. Síðdegis og á kvöldin fari börnin svo í afþreyingu sem getur verið alls konar, útivist, líkamsrækt og bíó til dæmis. Sökum húsnæðiseklu segir Ólöf að erfiðlega hafi gengið að fá langtímaúrræði fyrir drengi á landsbyggðinni líkt og Bjargey í Eyjafirði sem þjónustar aðeins stúlkur. Aðspurð hvort að lýsingar mæðranna á Stuðlum, þar sem börnin væru í tölvuleikjum allan daginn og allt væri fljótandi í fíknefnum, kæmu heim og saman við raunveruleikann sagðist hún ekki geta tjáð sig um einstök mál. Þegar hún var frekar innt svars svaraði hún neitandi en að hún hefði þó vitneskju um að fíkniefni væru í umferð inni í úrræðinu á Stuðlum. „Við vitum að þegar þeir fara í útivist er oft verið að bera í þau alls konar efni inni á salerni á líkamsræktarstöðvum, salerni í bíói, aðstandendur hafa komið með fíkniefni til barna inn á Stuðla. Það er óskaplega erfitt að eiga við það,“ sagði Ólöf. Þarf ekki að reyna að stöðva þetta flæði? „Jú, auðvitað reynum við það. Við fáum fíkniefnahund annað slagið inn til okkar og það er leitað á börnum en við þrufum að hafa rökstuddan grun fyrir því að telja að það séu fíkniefni til staðar. Það eru ákveðnar lagareglur sem við þurfum að fara eftir til þess að mega. Heimildir okkar til að leita á börnum eru takmarkaðar,“ sagði hún. Réttindi barna þurfi að hafa í hávegum Ólöf segir það vel geta verið að rýmka þurfi þessar heimildir en segir að tryggja þurfi að ekki yrði gengið á réttindi barna í leiðinni. Börn eigi rétt á útivist og afþreyingu þó þau séu í meðferð. „Við viljum ekki fara aftur eins og í gamladaga með Breiðvíkurmálin, þegar börn voru send lengst í burtu og lokuð af,“ sagði Ólöf. „Við erum með neyðarástand núna eins og öllum er ljóst. við erum að reyna að koma Gunnarsholti á laggirnar sem er þá langtímameðferðarheimili fyrir drengi þar sem þeir geta verið í sex, átta mánuði, jafnvel lengur. Það er á lokametrunum en það er ekki komið og á meðan það er höfum við verið að notast við meðferðardeild Stuðla. Við finnum verulega fyrir því að hafa misst okkar langtímaúrræði út í rúmt ár og því miður lendir ákveðinn hópur barna inni á milli,“ sagði hún. Í dag eru um 60 börn í meðferð í svokölluðu MST-úrræði, opið úrræði sem miðar að því að mæta vanda barna í nærumhverfi þeirra. Sex stúlkur eru á Bjargeyju, framhaldsmeðferðarúrræði í Eyjafirði, fjögur pláss eru í langtímameðferð inni á Stuðlum og þar af eru tvö laus. Sex börn eru í greiningu og meðferð inni á Blönduhlíð hverju sinni og svo eru barnahúsin þar sem tugir barna eru í meðferð.
Fíkn Málefni Stuðla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira