Lífið

„Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með google maps“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórleikur í Kviss síðasta laugardag.
Stórleikur í Kviss síðasta laugardag.

Í síðasta þætti af Kviss mættust Reykjarvíkurstórveldin KR og Víkingur. Í liði Víkinga mættu þau Tómas Þór Þórðarson og Birta Björnsdóttir.

Gegn þeim í liði KR voru mættar þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir. Í byrjun þáttarins skapaðist skemmtileg umræða um keppendur. Þar kom meðal annars í ljós að Kristín þolir ekki spil og hvað þá íþróttir og var í raun neydd af Ólöfu til að mæta.

Tómas var sáttur með að það væru loksins mættir keppendur fyrir Víkinga sem halda í raun með félaginu.

Þetta hafði Tómas um fyrri keppendur Víkinga í Kviss að segja: „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með google maps.“

Hér að neðan má sjá upphafsspjallið í síðasta þætti af Kviss en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á streymisveitunni Sýn+.

Klippa: Þolir ekki spil né íþróttir en mætti í Kviss





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.