„Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2025 10:27 Hannes Sigurjónsson, lýtalæknir, framkvæmir kynfærauppbyggingu á bæði körlum og konum. Vísir/Egill Lýtalæknir sem sérhæfir sig í kynfærauppbyggingu framkvæmir eina til tvær typpastækkanir á mánuði. Litlum eða gröfnum typpum geta fylgt vandamál tengd hreinlæti, þvagláti og kynlífi. Margir upplifi lítið typpi sem fötlun. Hannes Sigurjónsson, lýtalæknir hjá Læknahúsinu DeaMedica í Glæsibæ, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða typpastækkanir. Hannes hefur mikla reynslu af slíkum aðgerðum, hann var um árabil yfirlæknir yfir sviði kynfærauppbygginga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. „En þá erum við að tala um að langmestu leyti uppbyggingar eftir til dæmis slys, kynfæralimlestingu á konum, bílslys, krabbamein eða uppbyggingu vegna meðfæddra galla,“ segir hann. Einnig séu framkvæmdar slíkar aðgerðir í fegrunarskyni. Starfrænt geti það verið „fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi og getur valdið mikilli sálarangist,“ segir Hannes. En þetta er líffæri sem þú mátt ekki eiga mikið við þannig það virki áfram? „Það er númer eitt, tvö og þrjú að maður geri engan skaða þegar maður gerir svona aðgerðir og maður þarf að fara mjög varlega með þetta viðkvæma líffæri,“ segir Hannes. Lenging, fitusog og þykking Ýmsar aðgerðir hafa verið reyndar við stækkun á getnaðarlimum en Hannes segir helst beita lengingu og þykkingu. „Það sem mér og mínum helstu kollegum finnst virka best og er öruggast, er að gera lengingu og klippa á liðband sem hengir typpið upp við lífbeinið þannig maður nái svolítilli lengingu í slöku ástandi. Það hefur engin áhrif á lenginguna í reisn, í slöku ástandi fyrst og fremst. Svo að gera þykkingu með fitu frá sjúklingnum sjálfum,“ segir Hannes. Skurðlæknar framkvæma aðgerð á kynfærum.Getty Fitusog er þá framkvæmt á völdum stöðum og því sprautað inn í typpið. „Maður gerir fitusog og nær í fitu á einhverjum stöðum þar sem viðkomandi vill losna við hana, kviðnum eða hliðunum. Svo er fitan tekin út úr líkamanum, hún er hreinsuð og brotin niður þannig hún er meira fljótandi og svo er henni komið fyrir undir húðinni á typpinu,“ segir hann. Og þar er hún um ókomna tíð? „Maður er ánægður ef svona 50/60/70 prósent af þessum fitufrumum, sem maður flytur, lifir þennan flutning af. Það eru ekki allar fitufrumurnar sem lifa þetta af og mjög oft þarf að endurtaka aðgerðina til að fá betri árangur,“ segir Hannes. Endurtaka hana þá einhverjum árum seinna? „Hægt að fara af stað eftir sex til tólf mánuði, leyfa öllu að jafna sig og gera svo aðra umferð,“ segir hann. Hversu mikil aðgerð er þetta? „Ég segi körlum að þeir þurfi að vera góða tíu daga í rólegheitum og að jafna sig. En það eru ekki miklir verkir og flestir eru frekar hressir en aumir eftir þetta.“ Einn til tveir í mánuði Liðbandið sem er klippt við lenginguna hefur þá virkni að veita stöðugleika í kynlífi. „Þess vegna vara ég alla við því sem eru að koma í þessa aðgerð að það geti verið meiri óstöðugleiki í kynlífi. Það hefur samt ekki verið stórt vandamál, ég man ekki eftir því að hafa fengið kvörtun þess efnis að það hafi verið óstöðugleiki,“ segir Hannes. Aðgerðin sé ekki mjög algeng. „Ég er kannski að gera einn til tvo í mánuði, að hjálpa körlum sem eru með lítið typpi eða nánast grafið typpi. Það er vandamál hjá körlum sem eru of feitir eða hafa verið of feitir og það er mikil auka húð. Typpið getur þá nánast verið grafið inn, sem veldur miklum vandamálum með hreinlæti og þvaglát, gerir kynlíf mjög erfitt og því getur fylgt mikil skömm og jafnvel bara fötlun, þú vilt ekki fara í sund.“ Stundum hafi menn komið til Hannesar í von um lengingu en hann vísað þeim á brott því þörfin er ekki til staðar. Uppbyggingar eftir umskurð og fæðingarskaða Hannes framkvæmir einnig aðgerðir á konum og ástæðurnar fyrir þeim eru ýmsar „Ég er að gera skapabarmaaðgerðir hjá konum sem eru með mjög langa skapabarma sem valda óþægindum og uppbyggingu á konum sem hafa fengið einhvern fæðingarskaða, rifnað og jafnvel þurft að sauma,“ segir hann. Einnig geri hann uppbyggingar á konum sem hafa verið limlestar og umskornar. Slíkur umskurður er enn stórt vandamál og áætlar Alþjóða heilbrigðisstofnunin að það séu tvær til þrjár milljónir stúlkna sem séu umskornar árlega. „Það er ennþá venja úti í heimi, sérstaklega í Afríku, þar sem ungar stúlkur eru umskornar. Ég hef verið að hjálpa þeim, bæði hérna á Íslandi og svo fer ég reglulega út, fer í næstu viku til Svíþjóðar,“ segir hann. Er mikið um það hér? „Það er ekki mikið um það, nei. Ætli ég sé ekki búinn að gera þrjár eða fjórar aðgerðir hérna heima á konum sem hafa komið hingað sem flóttamenn,“ segir Hannes. Geturðu hjálpað þeim? „Já, það er hægt að hjálpa þeim. Þær eru oft með verki, mikinn örvef og það geta verið vandamál tengd því að fá fullnægingu. Yfirleitt er fremsti hluti snípsins skorinn af,“ segir hann. Ertu með lítið typpi? Hvernig hefur það áhrif á þitt daglega líf? Við viljum heyra frá þér. Sendu okkur skilaboð hér. Heilbrigðismál Kynlíf Lýtalækningar Bítið Bylgjan Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
Hannes Sigurjónsson, lýtalæknir hjá Læknahúsinu DeaMedica í Glæsibæ, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða typpastækkanir. Hannes hefur mikla reynslu af slíkum aðgerðum, hann var um árabil yfirlæknir yfir sviði kynfærauppbygginga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. „En þá erum við að tala um að langmestu leyti uppbyggingar eftir til dæmis slys, kynfæralimlestingu á konum, bílslys, krabbamein eða uppbyggingu vegna meðfæddra galla,“ segir hann. Einnig séu framkvæmdar slíkar aðgerðir í fegrunarskyni. Starfrænt geti það verið „fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi og getur valdið mikilli sálarangist,“ segir Hannes. En þetta er líffæri sem þú mátt ekki eiga mikið við þannig það virki áfram? „Það er númer eitt, tvö og þrjú að maður geri engan skaða þegar maður gerir svona aðgerðir og maður þarf að fara mjög varlega með þetta viðkvæma líffæri,“ segir Hannes. Lenging, fitusog og þykking Ýmsar aðgerðir hafa verið reyndar við stækkun á getnaðarlimum en Hannes segir helst beita lengingu og þykkingu. „Það sem mér og mínum helstu kollegum finnst virka best og er öruggast, er að gera lengingu og klippa á liðband sem hengir typpið upp við lífbeinið þannig maður nái svolítilli lengingu í slöku ástandi. Það hefur engin áhrif á lenginguna í reisn, í slöku ástandi fyrst og fremst. Svo að gera þykkingu með fitu frá sjúklingnum sjálfum,“ segir Hannes. Skurðlæknar framkvæma aðgerð á kynfærum.Getty Fitusog er þá framkvæmt á völdum stöðum og því sprautað inn í typpið. „Maður gerir fitusog og nær í fitu á einhverjum stöðum þar sem viðkomandi vill losna við hana, kviðnum eða hliðunum. Svo er fitan tekin út úr líkamanum, hún er hreinsuð og brotin niður þannig hún er meira fljótandi og svo er henni komið fyrir undir húðinni á typpinu,“ segir hann. Og þar er hún um ókomna tíð? „Maður er ánægður ef svona 50/60/70 prósent af þessum fitufrumum, sem maður flytur, lifir þennan flutning af. Það eru ekki allar fitufrumurnar sem lifa þetta af og mjög oft þarf að endurtaka aðgerðina til að fá betri árangur,“ segir Hannes. Endurtaka hana þá einhverjum árum seinna? „Hægt að fara af stað eftir sex til tólf mánuði, leyfa öllu að jafna sig og gera svo aðra umferð,“ segir hann. Hversu mikil aðgerð er þetta? „Ég segi körlum að þeir þurfi að vera góða tíu daga í rólegheitum og að jafna sig. En það eru ekki miklir verkir og flestir eru frekar hressir en aumir eftir þetta.“ Einn til tveir í mánuði Liðbandið sem er klippt við lenginguna hefur þá virkni að veita stöðugleika í kynlífi. „Þess vegna vara ég alla við því sem eru að koma í þessa aðgerð að það geti verið meiri óstöðugleiki í kynlífi. Það hefur samt ekki verið stórt vandamál, ég man ekki eftir því að hafa fengið kvörtun þess efnis að það hafi verið óstöðugleiki,“ segir Hannes. Aðgerðin sé ekki mjög algeng. „Ég er kannski að gera einn til tvo í mánuði, að hjálpa körlum sem eru með lítið typpi eða nánast grafið typpi. Það er vandamál hjá körlum sem eru of feitir eða hafa verið of feitir og það er mikil auka húð. Typpið getur þá nánast verið grafið inn, sem veldur miklum vandamálum með hreinlæti og þvaglát, gerir kynlíf mjög erfitt og því getur fylgt mikil skömm og jafnvel bara fötlun, þú vilt ekki fara í sund.“ Stundum hafi menn komið til Hannesar í von um lengingu en hann vísað þeim á brott því þörfin er ekki til staðar. Uppbyggingar eftir umskurð og fæðingarskaða Hannes framkvæmir einnig aðgerðir á konum og ástæðurnar fyrir þeim eru ýmsar „Ég er að gera skapabarmaaðgerðir hjá konum sem eru með mjög langa skapabarma sem valda óþægindum og uppbyggingu á konum sem hafa fengið einhvern fæðingarskaða, rifnað og jafnvel þurft að sauma,“ segir hann. Einnig geri hann uppbyggingar á konum sem hafa verið limlestar og umskornar. Slíkur umskurður er enn stórt vandamál og áætlar Alþjóða heilbrigðisstofnunin að það séu tvær til þrjár milljónir stúlkna sem séu umskornar árlega. „Það er ennþá venja úti í heimi, sérstaklega í Afríku, þar sem ungar stúlkur eru umskornar. Ég hef verið að hjálpa þeim, bæði hérna á Íslandi og svo fer ég reglulega út, fer í næstu viku til Svíþjóðar,“ segir hann. Er mikið um það hér? „Það er ekki mikið um það, nei. Ætli ég sé ekki búinn að gera þrjár eða fjórar aðgerðir hérna heima á konum sem hafa komið hingað sem flóttamenn,“ segir Hannes. Geturðu hjálpað þeim? „Já, það er hægt að hjálpa þeim. Þær eru oft með verki, mikinn örvef og það geta verið vandamál tengd því að fá fullnægingu. Yfirleitt er fremsti hluti snípsins skorinn af,“ segir hann. Ertu með lítið typpi? Hvernig hefur það áhrif á þitt daglega líf? Við viljum heyra frá þér. Sendu okkur skilaboð hér.
Ertu með lítið typpi? Hvernig hefur það áhrif á þitt daglega líf? Við viljum heyra frá þér. Sendu okkur skilaboð hér.
Heilbrigðismál Kynlíf Lýtalækningar Bítið Bylgjan Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira