„Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2025 14:31 Þetta er í annað sinn sem hjónin berjast saman við krabbamein. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir eiginkonu sína hafa reynst algjör klettur í óvæntri og erfiðri baráttu við krabbamein. Eftir erfið veikindi er hann snúinn aftur til starfa, syndir með Húnunum og spilar á fiðlu. Magnús Hlynur tók hús á Kjartani Má sem greindist nýlega með blöðruhálskirtilskrabbamein sem hélt honum frá vinnu um tíma. Eiginkona hans greindist með eitilfrumukrabbamein á sínum tíma en þau hjónin hafa verið saman í 48 ár. Þau byrjuðu heimsóknina í Reykjanesbæ í sundlauginni í Keflavík en þá laug hefur Kjartan Már bæjarstjóri stundað eldsnemma á morgnana til fjölda ára. Hópur fólks, sem kallar sig Húnana, mætir þar alltaf saman og byrjar daginn þannig. „Ég kem hingað klukkan hálf átta á morgnana og syndi hérna fimm hundruð metra og er búinn að gera eins og leigubílstjórinn í Spaugstofunni í 25 ár. Ég hitti hérna þetta elskulega fólk á hverjum morgni og fæ hérna upplýsingar og fréttir af kappleikjum og öllu slíku og við tölum lítið og sjaldan um pólitík. Það er bara fínt að fá frí frá því,“ segir Kjartan í pottinum í lauginni. Páll Ketilsson er partur af hópnum sem hittist alla morgna í pottinum. Næsti viðkomustaður var á Ásbrú þar sem Reykjanesbær er tímabundið með skrifstofur sínar en bæjarstjórinn er nú að mæta á fund bæjarráðs umvafinn fullt af flottum konum sem sitja í ráðinu. Kjartan hefur verið í veikindaleyfi síðustu mánuði en mætti aftur til starfa 1. september. Það er ótrúlega mikil uppbygging í Reykjanesbæ, byggt og byggt enda stöðug íbúafjölgun. Í dag eru um 35 prósent íbúa af erlendu bergi brotin. Menningin blómstrar líka í sveitarfélaginu en þar er Hljómahöllin miðpunkturinn með sína fjölbreyttu starfsemi í húsinu. Kjartan bauð Magnúsi heim til sín en hann og Jónína kona hans búa í glæsilegri íbúð í blokk á sjöundu hæð í Keflavík þar sem útsýnið yfir hafið er stórkostlegt og öll íbúðin er svo snyrtileg og fín. Kjartan greindist með illkynja blöðruhálskirtilskrabbamein sumarið 2024, á afmælisdegi móður sinnar þann 12. júlí. Blessuð sé minning hennar en Kjartan Már er 64 ára í dag. Mikið áfall „Þetta var náttúrlega áfall eins og ég held að þetta hljóti að vera hjá öllum. En ég ákvað strax að leggja málin í hendurnar á þeim sérfræðingum og læknum sem ég hef verið hjá og þetta hefur gengið mjög vel. Ég verð á lyfjum alla ævi en ég þakka vinum, fjölskyldu og vinnufélögum fyrir jákvætt hugarfar. Það skiptir miklu máli,“ segir Kjartan sem hefur einnig verið duglegur að sækja ráðgjöf hjá Ljósinu við Langholtsveg. Hann segir að þar hafi hann fengið frábæra aðstoð. Hann segir að eiginkonan hafi verið eins klettur við hlið hans í gegnum baráttuna. Jónína Guðjónsdóttir, eiginkona Kjartans Más, greindist líka með krabbamein en það var 2002 þannig að þau vita bæði manna best hvernig er að greinast og ganga í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Ég þurfti að fara í lyfjameðferð og allt það sem því fylgir þannig að við erum með reynslu í þessu og höfum fengið ákveðinn pakka í fangið. Það var erfitt að upplifa þetta aftur og það er öðruvísi að vera þarna megin við borðið,“ segir Jónína. Hér að ofan má horfa á innslagið í heild sinni. Ísland í dag Krabbamein Reykjanesbær Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Magnús Hlynur tók hús á Kjartani Má sem greindist nýlega með blöðruhálskirtilskrabbamein sem hélt honum frá vinnu um tíma. Eiginkona hans greindist með eitilfrumukrabbamein á sínum tíma en þau hjónin hafa verið saman í 48 ár. Þau byrjuðu heimsóknina í Reykjanesbæ í sundlauginni í Keflavík en þá laug hefur Kjartan Már bæjarstjóri stundað eldsnemma á morgnana til fjölda ára. Hópur fólks, sem kallar sig Húnana, mætir þar alltaf saman og byrjar daginn þannig. „Ég kem hingað klukkan hálf átta á morgnana og syndi hérna fimm hundruð metra og er búinn að gera eins og leigubílstjórinn í Spaugstofunni í 25 ár. Ég hitti hérna þetta elskulega fólk á hverjum morgni og fæ hérna upplýsingar og fréttir af kappleikjum og öllu slíku og við tölum lítið og sjaldan um pólitík. Það er bara fínt að fá frí frá því,“ segir Kjartan í pottinum í lauginni. Páll Ketilsson er partur af hópnum sem hittist alla morgna í pottinum. Næsti viðkomustaður var á Ásbrú þar sem Reykjanesbær er tímabundið með skrifstofur sínar en bæjarstjórinn er nú að mæta á fund bæjarráðs umvafinn fullt af flottum konum sem sitja í ráðinu. Kjartan hefur verið í veikindaleyfi síðustu mánuði en mætti aftur til starfa 1. september. Það er ótrúlega mikil uppbygging í Reykjanesbæ, byggt og byggt enda stöðug íbúafjölgun. Í dag eru um 35 prósent íbúa af erlendu bergi brotin. Menningin blómstrar líka í sveitarfélaginu en þar er Hljómahöllin miðpunkturinn með sína fjölbreyttu starfsemi í húsinu. Kjartan bauð Magnúsi heim til sín en hann og Jónína kona hans búa í glæsilegri íbúð í blokk á sjöundu hæð í Keflavík þar sem útsýnið yfir hafið er stórkostlegt og öll íbúðin er svo snyrtileg og fín. Kjartan greindist með illkynja blöðruhálskirtilskrabbamein sumarið 2024, á afmælisdegi móður sinnar þann 12. júlí. Blessuð sé minning hennar en Kjartan Már er 64 ára í dag. Mikið áfall „Þetta var náttúrlega áfall eins og ég held að þetta hljóti að vera hjá öllum. En ég ákvað strax að leggja málin í hendurnar á þeim sérfræðingum og læknum sem ég hef verið hjá og þetta hefur gengið mjög vel. Ég verð á lyfjum alla ævi en ég þakka vinum, fjölskyldu og vinnufélögum fyrir jákvætt hugarfar. Það skiptir miklu máli,“ segir Kjartan sem hefur einnig verið duglegur að sækja ráðgjöf hjá Ljósinu við Langholtsveg. Hann segir að þar hafi hann fengið frábæra aðstoð. Hann segir að eiginkonan hafi verið eins klettur við hlið hans í gegnum baráttuna. Jónína Guðjónsdóttir, eiginkona Kjartans Más, greindist líka með krabbamein en það var 2002 þannig að þau vita bæði manna best hvernig er að greinast og ganga í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Ég þurfti að fara í lyfjameðferð og allt það sem því fylgir þannig að við erum með reynslu í þessu og höfum fengið ákveðinn pakka í fangið. Það var erfitt að upplifa þetta aftur og það er öðruvísi að vera þarna megin við borðið,“ segir Jónína. Hér að ofan má horfa á innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Krabbamein Reykjanesbær Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein