Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 9. október 2025 13:45 Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Öll þessi mál skipta sköpum fyrir vellíðan og námsárangur barnanna minna, en á sama tíma staldrar maður sjaldan við og fer yfir það sem maður getur verið þakklátur fyrir í íslensku menntakerfi. Á Íslandi hafa börn aðgang að framúrskarandi gjaldfrjálsri menntun þar sem börn óháð stöðu og stétt fá aðgang að faglegri kennslu, námsgögnum, tölvum og mat án þess að greiða fyrir það. Í skólum landsins er öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning; námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, skólasálfræðingar og frístundastarfsfólk vinnur sem ein heild með kennurunum að því að tryggja að börnin okkar nái árangri í skólanum og taki með sér gott nesti út í lífið. Á Íslandi vinna kennarar, sveitarfélög og menntamálaráðuneytið markvisst að öflugri skólaþróun með það að markmiði að bæta skólastarf og bregðast við nýjum áskorunum í samfélagi barnanna okkar. Aukin skjánotkun þar sem börn dvelja í ensku málumhverfi, fjölbreyttari nemendahópur, aukin einsemd, minni hreyfing og minnkandi áhugi á lestri og verkefnum sem að reyna á líkama og hugann eru allt áskoranir sem íslenska skólakerfið er að glíma við. Samhliða skólanum bjóða sveitarfélögin upp á tónlistarskóla og frístundastarf og frjáls félagasamtök bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eflir félagsfærni, hreyfiþroska og heilbrigði barnanna okkar. Fyrir þetta kerfi sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp er ég afar þakklátur. En þakklæti dugar ekki eitt og sér. Við foreldrar verðum að standa með menntakerfinu og þar með börnunum okkar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar fái nægilegan svefn, holla og góða næringu, lágmarka skjátíma og ýta undir hreyfingu og útiveru. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar lesi og læri heima og þurfum að ýta undir jákvæð samskipti og góða hegðun. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að styðja við menntakerfið og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Starfsaðstæður og menntun fagfólks skiptir þar lykilmáli. Kennarastéttin er að eldast og nauðsynlegt er að stuðla að nýliðun á öllum skólastigum. Nám á menntavísindasviði þarf að vera í sífelldri þróun og laða að sér öfluga einstaklinga sem fá góðan undirbúning fyrir störf sín á vettvangi. Sveitarfélögin þurfa að tryggja að starfsaðstæður og kjör séu góð til að laða að sér starfsfólk og tryggja að það haldist í starfi og fái tækifæri til starfsþróunar. Menntamálaráðuneytið þarf svo að halda áfram að styðja við menntakerfið með verkfærum og stuðningi sem tryggir að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur í öllum skólum landsins. Þar skipta kröfur, mælingar og stuðningur lykilmáli. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að búa við menntakerfi í fremstu röð. Á sama tíma og við getum verið þakklát fyrir það öfluga fagstarf sem býðst börnunum okkar þá megum við aldrei taka því sem sjálfgefnum hlut. Tökum höndum saman, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld, við að efla íslenskt menntakerfi og tryggja að það verði áfram í fremstu röð. Höfundur er foreldri og þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Sjá meira
Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Öll þessi mál skipta sköpum fyrir vellíðan og námsárangur barnanna minna, en á sama tíma staldrar maður sjaldan við og fer yfir það sem maður getur verið þakklátur fyrir í íslensku menntakerfi. Á Íslandi hafa börn aðgang að framúrskarandi gjaldfrjálsri menntun þar sem börn óháð stöðu og stétt fá aðgang að faglegri kennslu, námsgögnum, tölvum og mat án þess að greiða fyrir það. Í skólum landsins er öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning; námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, skólasálfræðingar og frístundastarfsfólk vinnur sem ein heild með kennurunum að því að tryggja að börnin okkar nái árangri í skólanum og taki með sér gott nesti út í lífið. Á Íslandi vinna kennarar, sveitarfélög og menntamálaráðuneytið markvisst að öflugri skólaþróun með það að markmiði að bæta skólastarf og bregðast við nýjum áskorunum í samfélagi barnanna okkar. Aukin skjánotkun þar sem börn dvelja í ensku málumhverfi, fjölbreyttari nemendahópur, aukin einsemd, minni hreyfing og minnkandi áhugi á lestri og verkefnum sem að reyna á líkama og hugann eru allt áskoranir sem íslenska skólakerfið er að glíma við. Samhliða skólanum bjóða sveitarfélögin upp á tónlistarskóla og frístundastarf og frjáls félagasamtök bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eflir félagsfærni, hreyfiþroska og heilbrigði barnanna okkar. Fyrir þetta kerfi sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp er ég afar þakklátur. En þakklæti dugar ekki eitt og sér. Við foreldrar verðum að standa með menntakerfinu og þar með börnunum okkar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar fái nægilegan svefn, holla og góða næringu, lágmarka skjátíma og ýta undir hreyfingu og útiveru. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar lesi og læri heima og þurfum að ýta undir jákvæð samskipti og góða hegðun. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að styðja við menntakerfið og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Starfsaðstæður og menntun fagfólks skiptir þar lykilmáli. Kennarastéttin er að eldast og nauðsynlegt er að stuðla að nýliðun á öllum skólastigum. Nám á menntavísindasviði þarf að vera í sífelldri þróun og laða að sér öfluga einstaklinga sem fá góðan undirbúning fyrir störf sín á vettvangi. Sveitarfélögin þurfa að tryggja að starfsaðstæður og kjör séu góð til að laða að sér starfsfólk og tryggja að það haldist í starfi og fái tækifæri til starfsþróunar. Menntamálaráðuneytið þarf svo að halda áfram að styðja við menntakerfið með verkfærum og stuðningi sem tryggir að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur í öllum skólum landsins. Þar skipta kröfur, mælingar og stuðningur lykilmáli. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að búa við menntakerfi í fremstu röð. Á sama tíma og við getum verið þakklát fyrir það öfluga fagstarf sem býðst börnunum okkar þá megum við aldrei taka því sem sjálfgefnum hlut. Tökum höndum saman, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld, við að efla íslenskt menntakerfi og tryggja að það verði áfram í fremstu röð. Höfundur er foreldri og þingmaður Samfylkingarinnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun