Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. október 2025 15:48 Norskir kafarar leituðu að löxum í Haukadalsá í ágúst. Vísir/Anton Brink Erfðagreining á 34 löxum hefur leitt í ljós að tólf þeirra reyndust eldislaxar. Eldislaxarnir veiddust í Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun. Í ágúst sögðu stofnanirnar þrjár frá því að erfðagreining hefði leitt í ljós að sjö eldislaxar hafi fundist í fjórum ám. Auk laxanna sjö hefðu tilkynningar borist um sex laxa til viðbótar með einkenni eldisfisks. Fram kemur í tilkynningu að 23 laxar hafi borist Hafrannsóknarstofnun til rannsóknar og erfðagreiningar og níu þeirra hafi reynst eldislaxar. Ellefu laxar hafi ekki verið sendir til Hafrannsóknarstofnunar en þrír þeirra hafi verið staðfestir við erfðagreiningu. Til viðbótar sé eitt sýni af laxi sem veiddist í byrjun október í Ytri-Rangá, í upprunagreiningu. Tölur á vef Matvælastofnunar um fjölda fiska sem veiðst hafa, uppruna þeirra og fjölda þeirra sem skilað hefði verið til Hafrannsóknarstofnunar til rannsóknar. Matvælastofnun Matvælastofnun vinni að rannsókn á uppruna eldislaxa þar sem erfðagreining gefur upplýsingar um hvar hrogn voru tekin inn í seiðastöð og svo er eldisferill laxanna rakinn út í sjókvíar. Matvælastofnun muni birta niðurstöðu rannsóknar sinnar þegar stjórnsýslulegu ferli er lokið og eftirlitsskýrslur birtar á mælaborði fiskeldis. Þá er áréttað að þrír eldislaxar séu útilokaðir frá rannsókninni vegna þess að Matvælastofnun geti ekki byggt rannsókn sína á löxum sem ekki berast til Hafrannsóknastofnunar þar sem ekki sé hægt að rannsaka þá laxa með fullnægjandi hætti. Stofnanirnar hvetja veiðimenn og veiðiréttarhafa til að skila fiskum til rannsókna bendi útlit þeirra til að um eldislaxa geti verið að ræða. Útlitseinkenni eldislaxa geti meðal annars verið stutt og aflöguð trjóna, tálknbörð slitin, eyr- og bakuggar slitnir eða eyddir, og brot eða uggageislar samgrónir auk þess sem sporður er oft slitinn eða eyddur. Sé lax með eldiseinkenni er þess óskað að veiðiaðili skili fisknum í heilu lagi til Hafrannsóknastofnunar til rannsókna og erfðagreiningar. Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun. Í ágúst sögðu stofnanirnar þrjár frá því að erfðagreining hefði leitt í ljós að sjö eldislaxar hafi fundist í fjórum ám. Auk laxanna sjö hefðu tilkynningar borist um sex laxa til viðbótar með einkenni eldisfisks. Fram kemur í tilkynningu að 23 laxar hafi borist Hafrannsóknarstofnun til rannsóknar og erfðagreiningar og níu þeirra hafi reynst eldislaxar. Ellefu laxar hafi ekki verið sendir til Hafrannsóknarstofnunar en þrír þeirra hafi verið staðfestir við erfðagreiningu. Til viðbótar sé eitt sýni af laxi sem veiddist í byrjun október í Ytri-Rangá, í upprunagreiningu. Tölur á vef Matvælastofnunar um fjölda fiska sem veiðst hafa, uppruna þeirra og fjölda þeirra sem skilað hefði verið til Hafrannsóknarstofnunar til rannsóknar. Matvælastofnun Matvælastofnun vinni að rannsókn á uppruna eldislaxa þar sem erfðagreining gefur upplýsingar um hvar hrogn voru tekin inn í seiðastöð og svo er eldisferill laxanna rakinn út í sjókvíar. Matvælastofnun muni birta niðurstöðu rannsóknar sinnar þegar stjórnsýslulegu ferli er lokið og eftirlitsskýrslur birtar á mælaborði fiskeldis. Þá er áréttað að þrír eldislaxar séu útilokaðir frá rannsókninni vegna þess að Matvælastofnun geti ekki byggt rannsókn sína á löxum sem ekki berast til Hafrannsóknastofnunar þar sem ekki sé hægt að rannsaka þá laxa með fullnægjandi hætti. Stofnanirnar hvetja veiðimenn og veiðiréttarhafa til að skila fiskum til rannsókna bendi útlit þeirra til að um eldislaxa geti verið að ræða. Útlitseinkenni eldislaxa geti meðal annars verið stutt og aflöguð trjóna, tálknbörð slitin, eyr- og bakuggar slitnir eða eyddir, og brot eða uggageislar samgrónir auk þess sem sporður er oft slitinn eða eyddur. Sé lax með eldiseinkenni er þess óskað að veiðiaðili skili fisknum í heilu lagi til Hafrannsóknastofnunar til rannsókna og erfðagreiningar.
Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira