Bíó og sjónvarp

Inbetweeners snúa aftur

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Fjórmenningarnir Will MacKenzie, Simon Cooper, Neil Sutherland og Jay Cartwright hafa glatt marga.
Fjórmenningarnir Will MacKenzie, Simon Cooper, Neil Sutherland og Jay Cartwright hafa glatt marga.

Höfundar költseríunnar The Inbetweeners hafa staðfest að breski unglingahópurinn muni snúa aftur. Fjórmenningarnir slógu fyrst í gegn í þremur seríum á Channel 4 og fylgdu tvær kvikmyndir í kjölfarið.

Damon Beesley og Iain Morris, höfundar The Inbetweeners, greindu frá því að framleiðslufyrirtæki þeirra, Fudge Park, hefði skrifað undir samning við kvikmyndarisann Banijay UK sem „ryður brautina fyrir endurkomu“ fjórmenninganna.

„Ótrúlega spennandi að leggja á ráðin fleiri ævintýri okkar fjögurra uppáhalds vina (úú vinir),“ sagði í tilkynningu þeirra.

Engar nákvæmar upplýsingar um útfærsluna fylgja tilkynningunni en samningurinn „tryggir réttinn og möguleikann á að endurvekja The Inbetweeners þvert á vettvanga, þar á meðal kvikmyndaskjáinn, sjónvarp og leiksvið,“ segir í tilkynningu frá Banijay.

Sjónvarpsþættirnir The Inbetweeners hófu göngu sína 2008 á sjónvarpsstöðinni E4, ungmennastöð Channel 4, en þeir fjölluðu um félagslega heftu vinina Will MacKenzie, Simon Cooper, Neil Sutherland og Jay Cartwright. 

Alls komu út þrjár þáttaraðir sem fengu í fyrstu sæmilegar viðtökur en hafa síðan fest sig í sessi sem költklassík. Tvær myndir um félagana, The Inbetweeners Movie og The Inbetweeners Movie 2, komu út 2011 og 2014.


Tengdar fréttir

Breskt eðalgrín til landsins

Breska gamanmyndin The Inbetweeners verður frumsýnd um helgina, en hún hefur slegið rækilega í gegn heimafyrir og fengið lofsamlega dóma. Myndin er byggð á samnefndum þáttum sem sýndir voru á áskriftarstöðinni E4, en þeir segja frá lífi Will og félaga hans í bresku úthverfi. Þættirnir eru margverðlaunaðir og voru tvívegis tilnefndir til Bafta-verðlauna sem bestu gamanþættirnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.