Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. október 2025 19:11 Ólafur Jóhann Ólafsson er meðal rithöfunda sem hafa fengið tölvupóst frá meintum bókaþjófi. Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson er meðal þeirra sem hafa fengið tölvupóst frá aðila sem girnist óútgefna bók hans. Útgefandi Bjarts & Veraldar segir skilaboðin minna á bókaþjóf sem herjaði á rithöfunda út um allan heim fyrir nokkrum árum. Ólafur Jóhann fékk sendan tölvupóst í dag frá ónefndum aðila sem þóttist vera Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts & Veraldar, þar sem hann óskaði eftir óútgefinni bók Ólafs Jóhanns sem PDF-skjal. Þjófurinn lét sér ekki nægja að senda einn tölvupóst heldur ítrekaði beiðnina eftir að engin svör fengust. „Hann er gamall prófarkalesari hann Ólafur Jóhann að hann tók eftir því að netfangið passaði ekki, það var Vallson, og lét okkur vita undir hádegi af þessu,“ segir Páll Már Ólafsson, útgefandi Bjarts & Veraldar, í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi frá. Skilaboðin voru á íslensku en segir Páll að ef hann hefði lesið þau á hlaupum hefðu málfarsvillurnar ef til vill farið framhjá honum. Til dæmis stóð í tölvupóstinum „ég finn ekki það núna.“ Páll Már segir skeytin minna á skeyti sem Filippo Bernadini, bókaþjófur sem stal yfir þúsund handritum, sendi á hann sjálfan. „Þetta var fyrir þremur, fjórum árum, þá var þessi Bernadini sem herjaði á alla. Ég var í miklum samskiptum við hann,“ segir Páll. Bernadini þóttist þá vera Hallgrímur Helgason en Páll vissi að Hallgrímur lægi inni á sóttvarnarhóteli vegna kórónuveirusmits. Hann sagði í skilaboðum til Bernardini að hann hefði látið senda handritið á hótelið, þrátt fyrir mótmæli Bernardini. „Ég áttaði mig á því hvað klukkan sló.“ Páll Már segist þó ekki átta sig á hvers vegna þjófari líkt og Bernardini girnist óútgefnar bækur, enginn fjárhagslegur ávinningur felist í því heldur sé einungis verið að eyðileggja fyrir þeim. Vara útgefendur við Félag íslenskra bókaútgefanda hefur sent öllum útgefendum tölvupóst þar sem varað er við slíkum þjófum. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að stærri útgefendur líkt og Bjartur & Veröld hafi fengið tölvupósta þar sem reynt er að komast yfir óútgefin handrit. Bryndís segir mikið álag núna þar sem margir séu að senda bækurnar sínar í prent og því séu PDF-skjöl „á ferð og flugi.“ Hún hafi því sent viðvörun á útgefendur til að allir gætu verið á varðbergi. Pétur Már tekur undir að bæði rithöfundar og útgefendur þurfi að hafa varann á. Bókmenntir Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Ólafur Jóhann fékk sendan tölvupóst í dag frá ónefndum aðila sem þóttist vera Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts & Veraldar, þar sem hann óskaði eftir óútgefinni bók Ólafs Jóhanns sem PDF-skjal. Þjófurinn lét sér ekki nægja að senda einn tölvupóst heldur ítrekaði beiðnina eftir að engin svör fengust. „Hann er gamall prófarkalesari hann Ólafur Jóhann að hann tók eftir því að netfangið passaði ekki, það var Vallson, og lét okkur vita undir hádegi af þessu,“ segir Páll Már Ólafsson, útgefandi Bjarts & Veraldar, í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi frá. Skilaboðin voru á íslensku en segir Páll að ef hann hefði lesið þau á hlaupum hefðu málfarsvillurnar ef til vill farið framhjá honum. Til dæmis stóð í tölvupóstinum „ég finn ekki það núna.“ Páll Már segir skeytin minna á skeyti sem Filippo Bernadini, bókaþjófur sem stal yfir þúsund handritum, sendi á hann sjálfan. „Þetta var fyrir þremur, fjórum árum, þá var þessi Bernadini sem herjaði á alla. Ég var í miklum samskiptum við hann,“ segir Páll. Bernadini þóttist þá vera Hallgrímur Helgason en Páll vissi að Hallgrímur lægi inni á sóttvarnarhóteli vegna kórónuveirusmits. Hann sagði í skilaboðum til Bernardini að hann hefði látið senda handritið á hótelið, þrátt fyrir mótmæli Bernardini. „Ég áttaði mig á því hvað klukkan sló.“ Páll Már segist þó ekki átta sig á hvers vegna þjófari líkt og Bernardini girnist óútgefnar bækur, enginn fjárhagslegur ávinningur felist í því heldur sé einungis verið að eyðileggja fyrir þeim. Vara útgefendur við Félag íslenskra bókaútgefanda hefur sent öllum útgefendum tölvupóst þar sem varað er við slíkum þjófum. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að stærri útgefendur líkt og Bjartur & Veröld hafi fengið tölvupósta þar sem reynt er að komast yfir óútgefin handrit. Bryndís segir mikið álag núna þar sem margir séu að senda bækurnar sínar í prent og því séu PDF-skjöl „á ferð og flugi.“ Hún hafi því sent viðvörun á útgefendur til að allir gætu verið á varðbergi. Pétur Már tekur undir að bæði rithöfundar og útgefendur þurfi að hafa varann á.
Bókmenntir Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira