Körfubolti

Annar sigur KR kom í Garða­bæ

Sindri Sverrisson skrifar
Eve Braslis hefur komið öflug inn hjá KR.
Eve Braslis hefur komið öflug inn hjá KR. vísir/Anton

KR-ingar eru komnir með tvo sigra í fyrstu þremur leikjum sínum í Bónus-deild kvenna í körfubolta, eftir öruggan sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, 77-60.

KR hefur þar með unnið báða útileiki sína til þessa eftir sigur gegn Ármanni í fyrstu umferð en liðið tapaði gegn meisturum Hauka í fyrsta heimaleiknum í síðustu umferð. Stjarnan er hins vegar enn í leit að sínum fyrsta sigri.

KR tók fljótt frumkvæðið í Garðabæ í kvöld og var 26-18 yfir eftir fyrsta leikhluta. Munurinn hélst svipaður fram að hálfleik og var KR þá komið í 44-34. Stjörnukonur gerðu sig aldrei líklegar til að éta upp það forskot í seinni hálfleiknum og niðurstaðan sautján stiga sigur gestanna.

Eve Braslis varð stigahæst hjá KR með 21 stig auk þess að taka 10 fráköst. Molly Kaiser skoraði 14 og Anna María Magnúsdóttir 12 á tuttugu mínútum.

Hjá Stjörnunni varð Eva Wium Elíasdóttir langstigahæst með 27 stig og hún tók 8 fráköst. Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×