Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. október 2025 07:02 Júlía Guðný flutti til New York í haust. Aðsend „Ég fattaði hvað lífið getur verið stutt og að maður ætti ekki að bíða með að elta draumana sína,“ segir tískuneminn Júlía Guðný sem er búsett í New York um þessar mundir. Júlía er nítján ára gömul, í draumanáminu sínu og hver dagur úti er ævintýri og áskorun. Eftir mikið áfall í vor þurfti hún að breyta um umhverfi og nýta þau tækifæri sem lífið býður upp á. Blaðamaður ræddi við Júlíu um lífið og tilveruna úti en hún stundar nám við Fashion Institute of Technology eða FIT. Júlía upplifir ævintýri á degi hverjum í New York borg.Aðsend Hvað varð til þess að þú fluttir til New York? Ég flutti því ég vissi nákvæmlega hvað mig langaði að gera í lífinu og hvað mig langaði að læra. Ég sótti um í FIT að læra viðskiptahliðar tískunnar eða fashion business management án mikilla væntinga, en svo komst ég inn. Eftir menntaskólann langaði mig að læra eitthvað strax, því ég vissi að ef ég færi beint út í vinnulífið myndi ég festast þar og missa metnaðinn til að fara aftur í nám. Júlía vissi að hana langaði strax í nám og ákvað að kýla á þetta stóra ævintýri.Aðsend Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Nei, það var í raun mjög erfið ákvörðun. Flestir vinir mínir tóku sér pásu eftir menntaskólann, þannig það var mjög freistandi að gera það sama. Ég er líka mjög heimakær, þannig að það var stórt skref fyrir mig að flytja út. Það sem ýtti mér virkilega áfram var þegar besti vinur minn, Jón Breki, var bráðkvaddur. Ég fékk tilfinninguna að ég þyrfti að breyta um umhverfi og nýta tækifærin sem lífið býður upp á, ég fattaði hvað lífið getur verið stutt og að maður ætti ekki að bíða með að elta draumana sína. View this post on Instagram A post shared by Júlía Guðný Sae Jung (@juliagudny) Hvað hefurðu búið þar lengi? Ég flutti út rétt eftir Þjóðhátíð. Ég gat auðvitað ekki sleppt henni! Síðan þá hef ég verið hér í námi og að aðlagast lífinu hér úti. View this post on Instagram A post shared by Júlía Guðný Sae Jung (@juliagudny) Hvað ertu að gera þar? Aðal ástæða þess að ég er hér er námið. Fyrir utan það hef ég eignast marga vini og ég legg mikla áherslu á að eyða tíma með þeim. Mér finnst það svo mikilvægt fyrir andlega heilsu, sérstaklega þegar maður flytur einn út í annað land því það getur stundum orðið mjög einmanalegt. Annars er ég líka að fara að byrja að vinna bráðum, sem er mjög spennandi. Júlía er búin að vera dugleg að kynnast fólki úti og eignast vini. Hún og Saga eru mikið saman. Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já, ég hef reyndar búið hér í New York áður. Þegar ég var fimm ára bjó mamma mín hér með þáverandi eiginmanni sínum. Ég bjó í new York í fimm ár og flutti aftur til Íslands þegar ég var tíu ára. Námið sem mig langaði að læra var ekki í boði á Íslandi, svo þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti að fara erlendis í nám var ákvörðunin ekki svo erfið, það var alltaf augljóst að það yrði New York. Eins og ég sagði þá er ég mjög heimakær og þetta var eini staðurinn sem fannst mér meika sens, staður sem ég kannast við og kallaði einu sinni heima. View this post on Instagram A post shared by Júlía Guðný Sae Jung (@juliagudny) Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? New York er svo ótrúlega stór borg og full af endalausum tækifærum, þannig að enginn dagur er eins. Eitt af því sem ég þoldi ekki á Íslandi var að ganga, ég keyrði allt sem ég fór, jafnvel þótt að það væri bara tveggja mínútna keyrsla. Hér er það hins vegar það sem ég nýt hvað mest að gera, ég geng oft yfir fimmtán þúsund skref á dag án þess að taka eftir því. Það er líka svo áhugavert að fylgjast með fólkinu hérna úti, people watching. Ég fæ endalausar nýjar hugmyndir um hvað hægt er að gera og skoða, ég er að uppgötva eitthvað nýtt á hverjum degi. En auðvitað eru líka dagar þar sem mig langar bara að slaka á. Þessi borg getur líka verið mjög þreytandi og það er mikilvægt að taka sér rólegan dag. Júlía er dugleg að gera skemmtilega hluti og fór meðal annars á Sam Smith tónleika á dögunum.Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Það skemmtilegasta við að búa hér finnst mér vera að kynnast nýju fólki. Bandaríkjamenn eru svo opnir, ég get setið á kaffihúsi og allt í einu kemur einhver að tala við mig og við endum í þriggja tíma spjalli. Eitt annað sem ég elska er hversu stór þessi borg er, þú getur bókstaflega gert hvað sem er hér og það er ómögulegt að leiðast í New York. Það er líka mjög skemmtilegt að vera bara ein. Ég hef alltaf verið svo ótrúlega félagslynd og það var mjög mikilvægt fyrir mig að læra vera ein og gera hluti upp á eigin spýtur. Hingað til hefur mér fundist það æði. Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Ó já, ég hef fundið mikið fyrir heimþrá. Ég bókaði meira að segja helgarferð til Íslands bara til að fara á Gusgus tónleikana, því mig langaði svo mikið að hitta vini mína. Það er líka ekkert sem jafnast á við djammlífið á Íslandi. Þar labbarðu inn á stað og þekkir alla. Það er stór hluti af því sem ég elska við djammlífið á Íslandi. Hér úti er það allt öðruvísi. Maður fer út og þekkir engan, sem tekur smá tíma að venjast. View this post on Instagram A post shared by Júlía Guðný Sae Jung (@juliagudny) Annars sakna ég fjölskyldunnar minnar ótrúlega mikið og hundsins míns Lissa. Það er svo góð tilfinning að koma heim eftir langan dag, finna heimilislyktina og borða heimagerðan mat frá pabba. Hér í New York hef ég bókstaflega ekki eldað eina máltíð. Take away er bara partur af menningunni. Svo elska ég þegar vinkonur mínar koma í heimsókn. Mér finnst svo gaman að sýna þeim borgina og fá smá „heima“ tilfinningu. Vinkona mín Jóhanna kom til mín í heimsókn og núna er ég með helgarnar uppbókaðar af vinum sem vilja koma að heimsækja mig, sem er bara geggjað. Hvað er framundan? Mig langar virkilega að byrja að vinna. Það hljómar kannski smá spes en ég elska að vinna. Það heldur mér metnaðarfullri og mér finnst vinnustaðamenning svo skemmtileg. Vinirnir sem ég hef eignast í fyrri vinnum eru núna vinir mínir að eilífu. Annars er ég bara að taka lífið einn dag í einu. Ég hef alltaf verið sú sem skipuleggur of langt fram í tímann en hér úti er ég að læra að sleppa takinu aðeins og leyfa lífinu að gerast. Júlía og Jóhanna vinkona hennar sem kom í heimsókn. Júlía er að læra aðeins að sleppa tökum og leyfa hlutunum að gerast í stórborginni.Aðsend Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað borgin er ótrúlega misjöfn, ein gata getur verið full af fólki, ljósum og lífi, en svo beygir maður niður næstu og hún er dimm, alveg tóm og frekar sketchy. Annað sem hefur líka komið á óvart er hvað það var auðvelt að venjast lífinu hér úti. Ég hélt að það yrði miklu erfiðara, en á endanum verður þetta bara daglegt líf. Ég hef líka áttað mig á því hvað ég er orðin miklu sjálfstæðari. Maður lærir að redda sér í öllu þegar maður býr einn í svona stórri borg. Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Úff, það er svo margt skrítið sem hefur gerst hér, þessi borg er bókstaflega full af smá klikkuðu liði. Eitt af því skrítnasta var þegar ég var á leiðinni heim frá lestinni sem ég tek á hverjum degi og einhver maður greip símann minn úr bakvasanum og neitaði að gefa hann aftur nema ég myndi gefa honum símanúmerið mitt. Sem betur fer voru lögreglumenn þarna nálægt og sáu hvað var að gerast. Annað sem var meira fyndið gerðist þegar vinkona mín Jóhanna kom í heimsókn. Ég er svo vön að vera kurteis og brosandi við alla eins og maður er heima á Íslandi, en það er eitthvað sem þú gerir alls ekki hér. Ég gerði þau „mistök“ að brosa til heimilislauss manns og hann elti okkur í svona fimm mínútur og öskraði: „Vertu vinkona mín! Af hverju viltu ekki vera vinkona mín?“ Júlía og Jóhanna lentu í miklum ævintýrum úti.Aðsend Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Ísland mun alltaf eiga hjarta mitt. Það er líka ein ástæða þess að ég flutti út svona ung. Unglingslífið hér úti er æðislegt, fullt af spennandi og nýrri upplifun. Þegar kemur að því að byrja alvöru lífið eins og fjölskyldu og framtíð þá sé ég það alltaf fyrir mér á Íslandi. Draumurinn minn er að opna eitthvað mitt eigið heima á Íslandi, nýta reynsluna sem ég er að safna hér í New York og að koma með það til Íslands. View this post on Instagram A post shared by Júlía Guðný Sae Jung (@juliagudny) Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Það sem stendur mest upp úr er líklega að ég áttaði mig ekki á því hversu erfitt það er að tala ensku á hverjum einasta degi. Enskan mín er fullkomin en samt er svo erfitt að vera með sinn eigin persónuleika í öðru tungumáli. Ég veit að margir sem búa erlendis tengja við þetta. Saga vinkona mín flutti líka hingað frá Íslandi á svipuðum tíma og ég og það hefur hjálpað mér ótrúlega mikið að hafa hana hér. Við deilum sömu tilfinningunni um heimþrána, en á sama tíma finnum við líka fyrir ótrúlegri gleði að búa í þessari æðislegu borg. Við erum báðar svo þakklátar fyrir þessa reynslu og ég veit að við verðum vinkonur að eilífu eftir allt sem við erum að upplifa saman hér. Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Sjá meira
Eftir mikið áfall í vor þurfti hún að breyta um umhverfi og nýta þau tækifæri sem lífið býður upp á. Blaðamaður ræddi við Júlíu um lífið og tilveruna úti en hún stundar nám við Fashion Institute of Technology eða FIT. Júlía upplifir ævintýri á degi hverjum í New York borg.Aðsend Hvað varð til þess að þú fluttir til New York? Ég flutti því ég vissi nákvæmlega hvað mig langaði að gera í lífinu og hvað mig langaði að læra. Ég sótti um í FIT að læra viðskiptahliðar tískunnar eða fashion business management án mikilla væntinga, en svo komst ég inn. Eftir menntaskólann langaði mig að læra eitthvað strax, því ég vissi að ef ég færi beint út í vinnulífið myndi ég festast þar og missa metnaðinn til að fara aftur í nám. Júlía vissi að hana langaði strax í nám og ákvað að kýla á þetta stóra ævintýri.Aðsend Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Nei, það var í raun mjög erfið ákvörðun. Flestir vinir mínir tóku sér pásu eftir menntaskólann, þannig það var mjög freistandi að gera það sama. Ég er líka mjög heimakær, þannig að það var stórt skref fyrir mig að flytja út. Það sem ýtti mér virkilega áfram var þegar besti vinur minn, Jón Breki, var bráðkvaddur. Ég fékk tilfinninguna að ég þyrfti að breyta um umhverfi og nýta tækifærin sem lífið býður upp á, ég fattaði hvað lífið getur verið stutt og að maður ætti ekki að bíða með að elta draumana sína. View this post on Instagram A post shared by Júlía Guðný Sae Jung (@juliagudny) Hvað hefurðu búið þar lengi? Ég flutti út rétt eftir Þjóðhátíð. Ég gat auðvitað ekki sleppt henni! Síðan þá hef ég verið hér í námi og að aðlagast lífinu hér úti. View this post on Instagram A post shared by Júlía Guðný Sae Jung (@juliagudny) Hvað ertu að gera þar? Aðal ástæða þess að ég er hér er námið. Fyrir utan það hef ég eignast marga vini og ég legg mikla áherslu á að eyða tíma með þeim. Mér finnst það svo mikilvægt fyrir andlega heilsu, sérstaklega þegar maður flytur einn út í annað land því það getur stundum orðið mjög einmanalegt. Annars er ég líka að fara að byrja að vinna bráðum, sem er mjög spennandi. Júlía er búin að vera dugleg að kynnast fólki úti og eignast vini. Hún og Saga eru mikið saman. Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já, ég hef reyndar búið hér í New York áður. Þegar ég var fimm ára bjó mamma mín hér með þáverandi eiginmanni sínum. Ég bjó í new York í fimm ár og flutti aftur til Íslands þegar ég var tíu ára. Námið sem mig langaði að læra var ekki í boði á Íslandi, svo þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti að fara erlendis í nám var ákvörðunin ekki svo erfið, það var alltaf augljóst að það yrði New York. Eins og ég sagði þá er ég mjög heimakær og þetta var eini staðurinn sem fannst mér meika sens, staður sem ég kannast við og kallaði einu sinni heima. View this post on Instagram A post shared by Júlía Guðný Sae Jung (@juliagudny) Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? New York er svo ótrúlega stór borg og full af endalausum tækifærum, þannig að enginn dagur er eins. Eitt af því sem ég þoldi ekki á Íslandi var að ganga, ég keyrði allt sem ég fór, jafnvel þótt að það væri bara tveggja mínútna keyrsla. Hér er það hins vegar það sem ég nýt hvað mest að gera, ég geng oft yfir fimmtán þúsund skref á dag án þess að taka eftir því. Það er líka svo áhugavert að fylgjast með fólkinu hérna úti, people watching. Ég fæ endalausar nýjar hugmyndir um hvað hægt er að gera og skoða, ég er að uppgötva eitthvað nýtt á hverjum degi. En auðvitað eru líka dagar þar sem mig langar bara að slaka á. Þessi borg getur líka verið mjög þreytandi og það er mikilvægt að taka sér rólegan dag. Júlía er dugleg að gera skemmtilega hluti og fór meðal annars á Sam Smith tónleika á dögunum.Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Það skemmtilegasta við að búa hér finnst mér vera að kynnast nýju fólki. Bandaríkjamenn eru svo opnir, ég get setið á kaffihúsi og allt í einu kemur einhver að tala við mig og við endum í þriggja tíma spjalli. Eitt annað sem ég elska er hversu stór þessi borg er, þú getur bókstaflega gert hvað sem er hér og það er ómögulegt að leiðast í New York. Það er líka mjög skemmtilegt að vera bara ein. Ég hef alltaf verið svo ótrúlega félagslynd og það var mjög mikilvægt fyrir mig að læra vera ein og gera hluti upp á eigin spýtur. Hingað til hefur mér fundist það æði. Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Ó já, ég hef fundið mikið fyrir heimþrá. Ég bókaði meira að segja helgarferð til Íslands bara til að fara á Gusgus tónleikana, því mig langaði svo mikið að hitta vini mína. Það er líka ekkert sem jafnast á við djammlífið á Íslandi. Þar labbarðu inn á stað og þekkir alla. Það er stór hluti af því sem ég elska við djammlífið á Íslandi. Hér úti er það allt öðruvísi. Maður fer út og þekkir engan, sem tekur smá tíma að venjast. View this post on Instagram A post shared by Júlía Guðný Sae Jung (@juliagudny) Annars sakna ég fjölskyldunnar minnar ótrúlega mikið og hundsins míns Lissa. Það er svo góð tilfinning að koma heim eftir langan dag, finna heimilislyktina og borða heimagerðan mat frá pabba. Hér í New York hef ég bókstaflega ekki eldað eina máltíð. Take away er bara partur af menningunni. Svo elska ég þegar vinkonur mínar koma í heimsókn. Mér finnst svo gaman að sýna þeim borgina og fá smá „heima“ tilfinningu. Vinkona mín Jóhanna kom til mín í heimsókn og núna er ég með helgarnar uppbókaðar af vinum sem vilja koma að heimsækja mig, sem er bara geggjað. Hvað er framundan? Mig langar virkilega að byrja að vinna. Það hljómar kannski smá spes en ég elska að vinna. Það heldur mér metnaðarfullri og mér finnst vinnustaðamenning svo skemmtileg. Vinirnir sem ég hef eignast í fyrri vinnum eru núna vinir mínir að eilífu. Annars er ég bara að taka lífið einn dag í einu. Ég hef alltaf verið sú sem skipuleggur of langt fram í tímann en hér úti er ég að læra að sleppa takinu aðeins og leyfa lífinu að gerast. Júlía og Jóhanna vinkona hennar sem kom í heimsókn. Júlía er að læra aðeins að sleppa tökum og leyfa hlutunum að gerast í stórborginni.Aðsend Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað borgin er ótrúlega misjöfn, ein gata getur verið full af fólki, ljósum og lífi, en svo beygir maður niður næstu og hún er dimm, alveg tóm og frekar sketchy. Annað sem hefur líka komið á óvart er hvað það var auðvelt að venjast lífinu hér úti. Ég hélt að það yrði miklu erfiðara, en á endanum verður þetta bara daglegt líf. Ég hef líka áttað mig á því hvað ég er orðin miklu sjálfstæðari. Maður lærir að redda sér í öllu þegar maður býr einn í svona stórri borg. Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Úff, það er svo margt skrítið sem hefur gerst hér, þessi borg er bókstaflega full af smá klikkuðu liði. Eitt af því skrítnasta var þegar ég var á leiðinni heim frá lestinni sem ég tek á hverjum degi og einhver maður greip símann minn úr bakvasanum og neitaði að gefa hann aftur nema ég myndi gefa honum símanúmerið mitt. Sem betur fer voru lögreglumenn þarna nálægt og sáu hvað var að gerast. Annað sem var meira fyndið gerðist þegar vinkona mín Jóhanna kom í heimsókn. Ég er svo vön að vera kurteis og brosandi við alla eins og maður er heima á Íslandi, en það er eitthvað sem þú gerir alls ekki hér. Ég gerði þau „mistök“ að brosa til heimilislauss manns og hann elti okkur í svona fimm mínútur og öskraði: „Vertu vinkona mín! Af hverju viltu ekki vera vinkona mín?“ Júlía og Jóhanna lentu í miklum ævintýrum úti.Aðsend Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Ísland mun alltaf eiga hjarta mitt. Það er líka ein ástæða þess að ég flutti út svona ung. Unglingslífið hér úti er æðislegt, fullt af spennandi og nýrri upplifun. Þegar kemur að því að byrja alvöru lífið eins og fjölskyldu og framtíð þá sé ég það alltaf fyrir mér á Íslandi. Draumurinn minn er að opna eitthvað mitt eigið heima á Íslandi, nýta reynsluna sem ég er að safna hér í New York og að koma með það til Íslands. View this post on Instagram A post shared by Júlía Guðný Sae Jung (@juliagudny) Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Það sem stendur mest upp úr er líklega að ég áttaði mig ekki á því hversu erfitt það er að tala ensku á hverjum einasta degi. Enskan mín er fullkomin en samt er svo erfitt að vera með sinn eigin persónuleika í öðru tungumáli. Ég veit að margir sem búa erlendis tengja við þetta. Saga vinkona mín flutti líka hingað frá Íslandi á svipuðum tíma og ég og það hefur hjálpað mér ótrúlega mikið að hafa hana hér. Við deilum sömu tilfinningunni um heimþrána, en á sama tíma finnum við líka fyrir ótrúlegri gleði að búa í þessari æðislegu borg. Við erum báðar svo þakklátar fyrir þessa reynslu og ég veit að við verðum vinkonur að eilífu eftir allt sem við erum að upplifa saman hér.
Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Sjá meira