Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2025 23:31 Angel Reese stillti sér upp fyrir ljósmyndara þegar hún mætti til vinnu á tískusýningu Victoria's Secret. Getty/ Arturo Holmes Stjörnur WNBA-deildarinnar í körfubolta nota margar hverjar frítíma sinn eftir tímabilið til að spila í Evrópu til að auka tekjurnar en ein sú öflugasta er aftur á móti upptekin við fyrirsætustörf. Angel Reese varð í vikunni fyrsta atvinnuíþróttakonan til að ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni. Hún færði sig af körfuboltavellinum yfir á tískupallinn og skrifaði söguna í leiðinni. Framherji Chicago Sky bætist þar með í hóp þekktra fyrirsæta í „Wings Reveal“-hluta sýningarinnar í New York. Hin 23 ára gamla Reese bar hina einkennandi englavængi sem hafa verið áberandi á sýningunni í áratugi. Þetta er nýr vettvangur fyrir íþróttakonu sem er þekkt fyrir sjálfstraust sitt, persónutöfra og víðtæka skírskotun. Hún er fyrrverandi meistari með Louisiana State University og var valin mikilvægasti leikmaður NCAA-úrslitakeppninnar árið 2023. Reese hefur líka verið frákastadrottning deildarinnar á fyrstu tveimur tímabilum sínum í WNBA enda með 12,9 fráköst að meðaltali í 64 leikjum í WNBA. Reese er um leið orðin ein af sýnilegustu persónum íþróttaheims kvenna. Stíll hennar, hreinskilni og áhrif á samfélagsmiðlum hafa hjálpað til við að brúa bilið milli íþrótta, tísku og poppmenningar sem forráðamenn Victoria Secret vildu nýta sér. Undirfatasýningin hófst árið 2001 og fór fram árlega í næstum tvo áratugi. Victoria's Secret aflýsti sýningunni árið 2019 en endurvakti hana á síðasta ári, en þá var Reese meðal gesta. Nú er hún ein af fyrirsætunum. „Ég er að stíga inn í sannkallaðan draum: Frá því að vera engill í það að vera Victoria's Secret-engill,“ skrifaði hin 23 ára Reese á Instagram. „Ég fæ loksins vængina mína. Ég mun ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni 2025 í fyrsta sinn og það er eins og örlögin hafi ráðið því. Vængirnir eru komnir á, hælarnir tilbúnir. Finnið mig á tískupallinum,“ skrifaði Reese á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með henni í fullum Victoria's Secret-skrúða. Smella þarf á myndina til að sjá myndbandið. View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret) WNBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Angel Reese varð í vikunni fyrsta atvinnuíþróttakonan til að ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni. Hún færði sig af körfuboltavellinum yfir á tískupallinn og skrifaði söguna í leiðinni. Framherji Chicago Sky bætist þar með í hóp þekktra fyrirsæta í „Wings Reveal“-hluta sýningarinnar í New York. Hin 23 ára gamla Reese bar hina einkennandi englavængi sem hafa verið áberandi á sýningunni í áratugi. Þetta er nýr vettvangur fyrir íþróttakonu sem er þekkt fyrir sjálfstraust sitt, persónutöfra og víðtæka skírskotun. Hún er fyrrverandi meistari með Louisiana State University og var valin mikilvægasti leikmaður NCAA-úrslitakeppninnar árið 2023. Reese hefur líka verið frákastadrottning deildarinnar á fyrstu tveimur tímabilum sínum í WNBA enda með 12,9 fráköst að meðaltali í 64 leikjum í WNBA. Reese er um leið orðin ein af sýnilegustu persónum íþróttaheims kvenna. Stíll hennar, hreinskilni og áhrif á samfélagsmiðlum hafa hjálpað til við að brúa bilið milli íþrótta, tísku og poppmenningar sem forráðamenn Victoria Secret vildu nýta sér. Undirfatasýningin hófst árið 2001 og fór fram árlega í næstum tvo áratugi. Victoria's Secret aflýsti sýningunni árið 2019 en endurvakti hana á síðasta ári, en þá var Reese meðal gesta. Nú er hún ein af fyrirsætunum. „Ég er að stíga inn í sannkallaðan draum: Frá því að vera engill í það að vera Victoria's Secret-engill,“ skrifaði hin 23 ára Reese á Instagram. „Ég fæ loksins vængina mína. Ég mun ganga tískupallinn á Victoria's Secret-tískusýningunni 2025 í fyrsta sinn og það er eins og örlögin hafi ráðið því. Vængirnir eru komnir á, hælarnir tilbúnir. Finnið mig á tískupallinum,“ skrifaði Reese á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með henni í fullum Victoria's Secret-skrúða. Smella þarf á myndina til að sjá myndbandið. View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret)
WNBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira