Sport

Dag­skráin: Körfu­bolta­kvöld, sprett­keppni í For­múlu 1 og enski boltinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistarar Stjörnunnar fara til Keflavíkur í kvöld.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar fara til Keflavíkur í kvöld. vísir/guðmundur

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Þriðju umferð Bónus-deildar karla í körfubolta lýkur með tveimur leikjum í beinni og eftir leikina mun Bónus Körfuboltakvöld síðan gera upp alla umferðina á sinn einstaka hátt.

ÍR tekur á móti Tindastól í Mjóddinni og Keflavík fær Íslandsmeistara Stjörnunnar í heimsókn í leikjum kvöldsins.

Formúlu 1-tímabilið er á lokasprettinum og nú eru menn komnir til Bandaríkjanna. Í kvöld verður sprettkeppni í beinni frá Texas.

Middlesbrough tekur á móti Ipswich Town í ensku B-deildinni í fótbolta.'

Það verður sýnt frá tveimur golfmótum og úrslitakeppninni í bandaríska hafnaboltanum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.15 hefst bein útsending frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Bónus-deild karla í körfubolta.

Klukkan 21.25 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla leiki þriðju umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik ÍR og Tindastóls í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport 3

Klukkan 06.00 hefst bein útsending frá BMW Ladies-meistaramótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi.

Klukkan 03.00 hefst bein útsending frá BMW Ladies-meistaramótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi.

SÝN Sport 4

Klukkan 07.00 hefst bein útsending frá DP World India Championship í golfi.

Klukkan 09.55 hefst bein útsending frá DP World India Championship í golfi.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 17.25 hefst bein útsending frá fyrstu æfingu fyrir Texas-kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 18.55 hefst bein útsending frá leik Middlesbrough og Ipswich Town í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 20.25 hefst bein útsending frá sprettkeppninni í tengslum við Texas-kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 00.00 hefst bein útsending frá leik í úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×