Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2025 07:00 vísir Ísland gæti orðið fyrir miklum áhrifum af veikingu lykilhringrásar í hafinu af völdum hnattrænnar hlýnunar jafnvel þó að nyrsti hluti hennar héldist stöðugur líkt og ný rannsókn gefur vísbendingar um. Misvísandi fréttir hafa verið sagðar af niðurstöðum rannsóknar og þýðingu hennar á undanförnum dögum. Mikið hefur verið rætt um áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á svonefnda Veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) og mögulega veikingu eða jafnvel hrun hennar undanfarin ár. Hringrásin flytur hlýjan sjó sunnan úr höfum norður á bóginn og gerir aðstæður við norðanvert Atlantshaf þannig mun vistlegri en ella. Golfstraumurinn utan við Ísland er einn angi þessarar hringrásar. Hrun hringrásarinnar hefur verið talið ólíklegt þótt beinar athuganir hafi gefið vísbendingar um að hún hafi veikst. Þekkt er úr jarðsögunni að hringrásin getur hrunið með hlýnandi loftslagi. Leiðandi hafeðlisfræðingar hafa undanfarið varað við þeim möguleika að líkur á hruni eða veikingu kunni að vera vanmetnar. Í ljósi þess hve alvarleg áhrif þess væru, gríðarleg kólnun við norðanvert Atlantshaf, yrði að hraða aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nýleg rannsókn á hluta hringrásarinnar sem benti til þess að hann styrkist vakti því athygli í íslenskum fjölmiðlum í vikunni. Þar hefur því hins vegar verið slegið upp ranglega að rannsóknin sýni að veltihringrásin sjálf sé að styrkjast en ekki veikjast. Djúpsjávarmyndun færist nær pólnum Rannsóknin sem Marius Årthun, norskur haffræðingur við Háskólann í Björgvin, stýrði fjallar um áhrif hnattrænar hlýnunar á djúpsjávarmyndun í Norður-Íshafinu. Djúpsjávarmyndun norður í höfum er lykilþáttur sem heldur AMOC-hringrásinni gangandi. Niðurstöður Årthun eru þær að hlýnun Norður-Íshafsins og hop hafíss geti hliðrað djúpsjávarmyndun til norðurs. Styrking hennar í Norður-Íshafinu geti vegið upp á móti veikingu á öðrum norðlægum hafsvæðum. Þetta sé vísbending um að hringrásin í norðurhöfum sé stöðug jafnvel við hlýnandi loftslag. Höfundar greinar um rannsóknin sem birtist í vísindaritinu Science í júlí segja í umræðukafla hennar að mögulegt sé að stöðugleikaáhrif Norður-Íshafsins á AMOC kunni að vera vanmetin. Því þurfi að afla betri skilnings í djúpsjávarmynduninni þar og hvernig tekið sé tillit til hennar í hermilíkönum til þess að meta styrkleika og uppbyggingu AMOC í framtíðinni. Skaðinn yrði þegar skeður á Íslandi Djúpsjávarmyndun í Norður-Íshafinu er þó ekki það sama og AMOC þótt hún sé hluti af hringrásinni, að sögn Halldórs Björnssonar, fagstjóra loftslagsmála hjá Veðurstofu Íslands og eins tuga vísindamanna sem skrifaði undir opið bréf til norrænna ráðherra um að þeir tækju möguleikann á hruni AMOC alvarlega í fyrra. Slík myndun eigi sér einnig stað í Labradorhafi og Irmingerhafi vestan við Ísland og hún stöðvaðist líklega fyrr. Djúpsjávarmyndunin í Norður-Íshafinu, sem rannsóknin fjallar um, yrði líklega það síðasta sem færi í hringrásinni. Þá væri skaðinn þegar skeður fyrir Ísland. „Menn hafa í sjálfu sér enga greiningu á því hversu mikið lengur þetta heldur sér stöðugu. Það myndi til dæmis ekki breyta neitt voðalega miklu fyrir okkur. Það er þá þegar búið að kólna hjá okkur því hinir þættirnir eru farnir,“ segir Halldór sem var staddur á ráðstefnu um AMOC í Finnlandi þegar hann ræddi við blaðamann Vísis. Eina þekkta lausnin að draga úr losun Nýleg rannsókn sem byggði á hermilíkönum benti til þess að allt að fjórðungslíkur væru á hruni hringrásarinnar jafnvel þótt menn drægju hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á þessari öld. Halldór segir það vitað mál að hringrásin geti stöðvast tímabundið þótt ekki sé vitað hvernig það gerist nákvæmlega. Líkurnar á því kunni að vera óþægilega miklar. Þá sé vitað að afleiðingarnar séu afar slæmar þótt þær séu ekki þekktar í smáatriðum. „Þær eru nógu slæmar til þess að áhættan verði raunveruleg og fari yfir eðlileg viðmiðunarmörk. Þá er eðlilegt að stýra áhættunni og það er bara ein leið, hingað til, sem við þekkjum til að draga úr áhættunni og það er að draga úr losun,“ segir Halldór. Veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) er hluti af þeim meginhafstraumum sem dreifa varma um jörðina frá miðbaugi og í átt að pólunum. Hlýr og saltur yfirborðssjór streymir frá hitabeltinu norður Atlantshaf þar sem hann kólnar og sekkur og myndar svonefndan djúpsjó. Hann streymir svo í hyldýpinu suður á bóginn þar sem hann vellur upp og hringrásin heldur áfram. Áhyggjur af veikingu AMOC snúast meðal annars um gríðarlegt innflæði ferskvatns vegna bráðnunar Grænlandsjökul og aukinnar úrkomu. Bráðnunarvatnið gerir sjóinn minna saltan og eðlisléttari þannig að hann sekkur síður. Þannig hægist á hringrásinni. Dæmi eru úr jarðsögunni um að hringrásin stöðvist alveg á hlýskeiðum. Veiking og mögulegt hrun AMOC gæti tekið langan tíma að spilast út. Nóg sé til af rannsóknum þar sem farið sé fram og aftur með líkurnar á því. „Ef við ætlum að bíða eftir því að þetta verði algerlega geirneglt þá erum við einfaldlega að segja að við ætlum að bíða eftir að þetta hrynji. Það er í sjálfu sér kannski ekkert sérstaklega gáfulegt. Það er betra að gera sér grein fyrir hvort áhættan sé til staðar. Ef áhættan er til staðar er eðlilegt að bregðast við henni,“ segir hann. Loftslagsmál Vísindi Hafið Norðurslóðir Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á svonefnda Veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) og mögulega veikingu eða jafnvel hrun hennar undanfarin ár. Hringrásin flytur hlýjan sjó sunnan úr höfum norður á bóginn og gerir aðstæður við norðanvert Atlantshaf þannig mun vistlegri en ella. Golfstraumurinn utan við Ísland er einn angi þessarar hringrásar. Hrun hringrásarinnar hefur verið talið ólíklegt þótt beinar athuganir hafi gefið vísbendingar um að hún hafi veikst. Þekkt er úr jarðsögunni að hringrásin getur hrunið með hlýnandi loftslagi. Leiðandi hafeðlisfræðingar hafa undanfarið varað við þeim möguleika að líkur á hruni eða veikingu kunni að vera vanmetnar. Í ljósi þess hve alvarleg áhrif þess væru, gríðarleg kólnun við norðanvert Atlantshaf, yrði að hraða aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nýleg rannsókn á hluta hringrásarinnar sem benti til þess að hann styrkist vakti því athygli í íslenskum fjölmiðlum í vikunni. Þar hefur því hins vegar verið slegið upp ranglega að rannsóknin sýni að veltihringrásin sjálf sé að styrkjast en ekki veikjast. Djúpsjávarmyndun færist nær pólnum Rannsóknin sem Marius Årthun, norskur haffræðingur við Háskólann í Björgvin, stýrði fjallar um áhrif hnattrænar hlýnunar á djúpsjávarmyndun í Norður-Íshafinu. Djúpsjávarmyndun norður í höfum er lykilþáttur sem heldur AMOC-hringrásinni gangandi. Niðurstöður Årthun eru þær að hlýnun Norður-Íshafsins og hop hafíss geti hliðrað djúpsjávarmyndun til norðurs. Styrking hennar í Norður-Íshafinu geti vegið upp á móti veikingu á öðrum norðlægum hafsvæðum. Þetta sé vísbending um að hringrásin í norðurhöfum sé stöðug jafnvel við hlýnandi loftslag. Höfundar greinar um rannsóknin sem birtist í vísindaritinu Science í júlí segja í umræðukafla hennar að mögulegt sé að stöðugleikaáhrif Norður-Íshafsins á AMOC kunni að vera vanmetin. Því þurfi að afla betri skilnings í djúpsjávarmynduninni þar og hvernig tekið sé tillit til hennar í hermilíkönum til þess að meta styrkleika og uppbyggingu AMOC í framtíðinni. Skaðinn yrði þegar skeður á Íslandi Djúpsjávarmyndun í Norður-Íshafinu er þó ekki það sama og AMOC þótt hún sé hluti af hringrásinni, að sögn Halldórs Björnssonar, fagstjóra loftslagsmála hjá Veðurstofu Íslands og eins tuga vísindamanna sem skrifaði undir opið bréf til norrænna ráðherra um að þeir tækju möguleikann á hruni AMOC alvarlega í fyrra. Slík myndun eigi sér einnig stað í Labradorhafi og Irmingerhafi vestan við Ísland og hún stöðvaðist líklega fyrr. Djúpsjávarmyndunin í Norður-Íshafinu, sem rannsóknin fjallar um, yrði líklega það síðasta sem færi í hringrásinni. Þá væri skaðinn þegar skeður fyrir Ísland. „Menn hafa í sjálfu sér enga greiningu á því hversu mikið lengur þetta heldur sér stöðugu. Það myndi til dæmis ekki breyta neitt voðalega miklu fyrir okkur. Það er þá þegar búið að kólna hjá okkur því hinir þættirnir eru farnir,“ segir Halldór sem var staddur á ráðstefnu um AMOC í Finnlandi þegar hann ræddi við blaðamann Vísis. Eina þekkta lausnin að draga úr losun Nýleg rannsókn sem byggði á hermilíkönum benti til þess að allt að fjórðungslíkur væru á hruni hringrásarinnar jafnvel þótt menn drægju hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á þessari öld. Halldór segir það vitað mál að hringrásin geti stöðvast tímabundið þótt ekki sé vitað hvernig það gerist nákvæmlega. Líkurnar á því kunni að vera óþægilega miklar. Þá sé vitað að afleiðingarnar séu afar slæmar þótt þær séu ekki þekktar í smáatriðum. „Þær eru nógu slæmar til þess að áhættan verði raunveruleg og fari yfir eðlileg viðmiðunarmörk. Þá er eðlilegt að stýra áhættunni og það er bara ein leið, hingað til, sem við þekkjum til að draga úr áhættunni og það er að draga úr losun,“ segir Halldór. Veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) er hluti af þeim meginhafstraumum sem dreifa varma um jörðina frá miðbaugi og í átt að pólunum. Hlýr og saltur yfirborðssjór streymir frá hitabeltinu norður Atlantshaf þar sem hann kólnar og sekkur og myndar svonefndan djúpsjó. Hann streymir svo í hyldýpinu suður á bóginn þar sem hann vellur upp og hringrásin heldur áfram. Áhyggjur af veikingu AMOC snúast meðal annars um gríðarlegt innflæði ferskvatns vegna bráðnunar Grænlandsjökul og aukinnar úrkomu. Bráðnunarvatnið gerir sjóinn minna saltan og eðlisléttari þannig að hann sekkur síður. Þannig hægist á hringrásinni. Dæmi eru úr jarðsögunni um að hringrásin stöðvist alveg á hlýskeiðum. Veiking og mögulegt hrun AMOC gæti tekið langan tíma að spilast út. Nóg sé til af rannsóknum þar sem farið sé fram og aftur með líkurnar á því. „Ef við ætlum að bíða eftir því að þetta verði algerlega geirneglt þá erum við einfaldlega að segja að við ætlum að bíða eftir að þetta hrynji. Það er í sjálfu sér kannski ekkert sérstaklega gáfulegt. Það er betra að gera sér grein fyrir hvort áhættan sé til staðar. Ef áhættan er til staðar er eðlilegt að bregðast við henni,“ segir hann.
Veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) er hluti af þeim meginhafstraumum sem dreifa varma um jörðina frá miðbaugi og í átt að pólunum. Hlýr og saltur yfirborðssjór streymir frá hitabeltinu norður Atlantshaf þar sem hann kólnar og sekkur og myndar svonefndan djúpsjó. Hann streymir svo í hyldýpinu suður á bóginn þar sem hann vellur upp og hringrásin heldur áfram. Áhyggjur af veikingu AMOC snúast meðal annars um gríðarlegt innflæði ferskvatns vegna bráðnunar Grænlandsjökul og aukinnar úrkomu. Bráðnunarvatnið gerir sjóinn minna saltan og eðlisléttari þannig að hann sekkur síður. Þannig hægist á hringrásinni. Dæmi eru úr jarðsögunni um að hringrásin stöðvist alveg á hlýskeiðum.
Loftslagsmál Vísindi Hafið Norðurslóðir Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira