Körfubolti

Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar

Sindri Sverrisson skrifar
Pablo Bertone virðist hafa stuðlað að reglubreytingum hjá KKÍ.
Pablo Bertone virðist hafa stuðlað að reglubreytingum hjá KKÍ. Vísir/Bára Dröfn

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur nú breytt reglum sambandsins um félagaskipti og taka breytingarnar nú þegar gildi. Ætla má að þær séu gerðar í tilefni þess hvernig Stjarnan losaði Pablo Bertone úr fimm leikja banni sínu í upphafi tímabils.

Valsmenn sökuðu Stjörnuna um skort á háttvísi með því að losa Bertone úr löngu banni með því að láta hann í raun taka bannið út með tveimur liðum.

Bertone tók út tvo leiki sem leikmaður Stjörnunnar en þrjá sem leikmaður KFG, án þess að spila einn einasta leik fyrir KFG, og var svo mættur til leiks gegn Val 11. október í annarri umferð Bónus-deildarinnar. Hann hafði þá fyrst verið leikmaður KFG, svo leikmaður Stjörnunnar, aftur leikmaður KFG og svo á ný leikmaður Stjörnunnar.

Nýsamþykktar reglur koma í veg fyrir slíkt flakk á milli sömu liða og þær koma einnig í veg fyrir að menn spili með fleiri en einu liði í VÍS-bikarnum. Eða eins og lýst er á vef KKÍ:

  • Leikmanni í tveimur efstu deildum karla og kvenna er óheimilt að skipta yfir í sama félagslið og viðkomandi hefur áður spilað með innan sama keppnistímabils. Viðkomandi getur skipt í það félag eftir 31. maí.
  • Eingöngu er hægt að spila með einu félagsliði í bikarkeppni meistaraflokka á sama keppnistímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×