Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2025 09:57 Það getur reynst einstæðum foreldrum á leigumarkaði afar erfitt að komast í eigið húsnæði. Getty Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að fyrir barnlaust par tæki það tæp tvö ár. Miðað við forsendur greiningar HMS myndi tíminn styttast nokkuð ef séreignarsparnaði væri ráðstafað til kaupanna en þá myndi það taka einstakling sjö ár að safna fyrir útborgun, einstætt foreldri tæp níu ár og barnlaust par eitt og hálft ár. HMS „Líkt og sjá má á myndinni að ofan tekur það allar fjölskyldugerðir lengri tíma að safna fyrir útborgun í dag en það tók þær árin 2017, 2019 og 2021. Þetta skýrist að hluta til af því að hámarksveðsetningarhlutfall fyrstu kaupenda var lækkað úr 90% niður í 85% árið 2022. Fyrstu kaupendur þurfa því að safna hærra hlutfalli af kaupverði íbúða til þess að geta keypt sér íbúð í dag samanborið við fyrir 2022,“ segir í skýrslu HMS. Þá hafði það ekki síður áhrif hversu mikið húsnæðisverð hefur hækkað og að laun hafi ekki náð að halda í við verðhækkanir á fasteignamarkaði. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá þær forsendur sem miðað er við. HMS Útgjöld samanstanda af neysluútgjöldum og húsaleigu og þá er miðað við 40 til 70 fermetra íbúð fyrir einstakling en 60 til 90 fermetra íbúð fyrir einstætt foreldri og barnlaus hjón. Gert er ráð fyrir að einstaklingar fái húsnæðisbætur og einstæð foreldri húsnæðis- og barnabætur. „Miðað við framangreindar forsendur má áætla að einstaklingar geti lagt um 70 þúsund krónur til hliðar á mánuði, barnlaus pör um 467 þúsund krónur og einstæð foreldri einungis 44 þúsund krónur.“ Áætlað verð á fermetrann eru 851 þúsund krónur. Hér má finna skýrslu HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira
Miðað við forsendur greiningar HMS myndi tíminn styttast nokkuð ef séreignarsparnaði væri ráðstafað til kaupanna en þá myndi það taka einstakling sjö ár að safna fyrir útborgun, einstætt foreldri tæp níu ár og barnlaust par eitt og hálft ár. HMS „Líkt og sjá má á myndinni að ofan tekur það allar fjölskyldugerðir lengri tíma að safna fyrir útborgun í dag en það tók þær árin 2017, 2019 og 2021. Þetta skýrist að hluta til af því að hámarksveðsetningarhlutfall fyrstu kaupenda var lækkað úr 90% niður í 85% árið 2022. Fyrstu kaupendur þurfa því að safna hærra hlutfalli af kaupverði íbúða til þess að geta keypt sér íbúð í dag samanborið við fyrir 2022,“ segir í skýrslu HMS. Þá hafði það ekki síður áhrif hversu mikið húsnæðisverð hefur hækkað og að laun hafi ekki náð að halda í við verðhækkanir á fasteignamarkaði. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá þær forsendur sem miðað er við. HMS Útgjöld samanstanda af neysluútgjöldum og húsaleigu og þá er miðað við 40 til 70 fermetra íbúð fyrir einstakling en 60 til 90 fermetra íbúð fyrir einstætt foreldri og barnlaus hjón. Gert er ráð fyrir að einstaklingar fái húsnæðisbætur og einstæð foreldri húsnæðis- og barnabætur. „Miðað við framangreindar forsendur má áætla að einstaklingar geti lagt um 70 þúsund krónur til hliðar á mánuði, barnlaus pör um 467 þúsund krónur og einstæð foreldri einungis 44 þúsund krónur.“ Áætlað verð á fermetrann eru 851 þúsund krónur. Hér má finna skýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira