Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2025 10:30 Halla forseti ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ríkisstjórnin flýtti reglubundnum föstudagsfundi sínum sem borið hefði upp á kvennafrídaginn og fundaði þess í stað í morgun. Vísir/Viktor Freyr Halla Tómasdóttir forseti Íslands ætlar að taka sér frí á morgun til að standa með systrum sínum og bræðum gegn ofbeldi. Hún segir brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. Þetta segir Halla í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er Kvennafrídagurinn á morgun þar sem konur eru hvattar til að leggja niður hvort sem er launuð eða ólaunuð störf. Dagskrá verður á Arnarhóli eftir hádegið en fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. „Jafnréttismál eru ekki einkamál kvenna. Þau snerta alla. Þau eru forsenda velmegunar, lýðræðis, nýsköpunar og friðar. Hér á landi höfum við gert mikilvægar breytingar á lagaramma jafnréttismála. Við höfum viðurkennt leikskóla sem fyrsta stig menntunar, innleitt foreldraorlof, kynjaða fjárlagagerð, jafnlaunavottun og kynjakvóta. Þetta eru ekki gallalaus úrræði en þau hafa fært okkur fram á við. Þau skipta máli,“ segir Halla í greininni. Baráttunni sé ekki lokið. „Á kvennafrídeginum árið 2023 settu skipuleggjendur fram skýrar kröfur um að útrýma þyrfti kynbundnu ofbeldi, jafna að fullu launamun, bæta stöðu mæðra og vinna gegn mismunun á vinnumarkaði. Tveimur árum síðar eru flestar þessar kröfur enn aðkallandi. Ég vil sérstaklega nefna stöðu kvenna af erlendum uppruna, kvenna með fötlun og hinsegin fólks hér á landi. Þau verða oftar en við hin fyrir misréttinu sem móðir mín og systur hennar neituðu að sætta sig við fyrir hálfri öld.“ Um leið og við minnumst kvennafrídagsins og framfaranna síðustu hálfa öld sé brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. „Karlmanna sem hafna skaðlegum hugmyndum, axla ábyrgð og taka af alvöru þátt í að skapa samfélag byggt á víðtæku jafnrétti og virðingu fyrir fjölbreytileika. Hvergi er þessi þátttaka mikilvægari en í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi – bæði í raunheimum og á netinu. Ný lög gegn stafrænu ofbeldi eru skref í rétta átt en lögin nægja ekki ein og sér. Við þurfum í sameiningu að skapa menningu sem byggð er á virðingu, umburðarlyndi og víðsýni – menningu sem birtist í hversdagslegum samskiptum sem styrkja í stað þess að brjóta niður.“ Tilefni sé til að fagna framtíðarsýn kvennafrídagsins 2025 með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Ekki einhvern tímann, heldur núna. „Sjálf mun ég taka mér frí 24. október og standa með systrum mínum og bræðrum gegn ofbeldi og með friði og framförum sem byggjast á jafnrétti fyrir alla.“ Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þetta segir Halla í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er Kvennafrídagurinn á morgun þar sem konur eru hvattar til að leggja niður hvort sem er launuð eða ólaunuð störf. Dagskrá verður á Arnarhóli eftir hádegið en fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. „Jafnréttismál eru ekki einkamál kvenna. Þau snerta alla. Þau eru forsenda velmegunar, lýðræðis, nýsköpunar og friðar. Hér á landi höfum við gert mikilvægar breytingar á lagaramma jafnréttismála. Við höfum viðurkennt leikskóla sem fyrsta stig menntunar, innleitt foreldraorlof, kynjaða fjárlagagerð, jafnlaunavottun og kynjakvóta. Þetta eru ekki gallalaus úrræði en þau hafa fært okkur fram á við. Þau skipta máli,“ segir Halla í greininni. Baráttunni sé ekki lokið. „Á kvennafrídeginum árið 2023 settu skipuleggjendur fram skýrar kröfur um að útrýma þyrfti kynbundnu ofbeldi, jafna að fullu launamun, bæta stöðu mæðra og vinna gegn mismunun á vinnumarkaði. Tveimur árum síðar eru flestar þessar kröfur enn aðkallandi. Ég vil sérstaklega nefna stöðu kvenna af erlendum uppruna, kvenna með fötlun og hinsegin fólks hér á landi. Þau verða oftar en við hin fyrir misréttinu sem móðir mín og systur hennar neituðu að sætta sig við fyrir hálfri öld.“ Um leið og við minnumst kvennafrídagsins og framfaranna síðustu hálfa öld sé brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. „Karlmanna sem hafna skaðlegum hugmyndum, axla ábyrgð og taka af alvöru þátt í að skapa samfélag byggt á víðtæku jafnrétti og virðingu fyrir fjölbreytileika. Hvergi er þessi þátttaka mikilvægari en í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi – bæði í raunheimum og á netinu. Ný lög gegn stafrænu ofbeldi eru skref í rétta átt en lögin nægja ekki ein og sér. Við þurfum í sameiningu að skapa menningu sem byggð er á virðingu, umburðarlyndi og víðsýni – menningu sem birtist í hversdagslegum samskiptum sem styrkja í stað þess að brjóta niður.“ Tilefni sé til að fagna framtíðarsýn kvennafrídagsins 2025 með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Ekki einhvern tímann, heldur núna. „Sjálf mun ég taka mér frí 24. október og standa með systrum mínum og bræðrum gegn ofbeldi og með friði og framförum sem byggjast á jafnrétti fyrir alla.“
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira