Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2025 13:03 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segja betur hefði farið á að skipuleggjendur hefðu fagnað deginum án þess að af því hlytist efnahagslegt tjón. Vísir/EinarÁrna Samtök atvinnulífsins gagnrýna breytingu á kvennafrídeginum á morgun þar sem konur og kvár séu nú með nær engum fyrirvara hvött til að leggja niður störf allan daginn. Þá minna þau á að engin skylda hvíli á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum enda í misgóðri aðstöðu til að missa starfsfólk úr vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna en tilefnið er sagt vera fjöldi fyrirspurna vegna kvennafrídagsins á morgun. Þá verða liðin fimmtíu ár frá fyrsta kvennafrídeginum þegar talið er að níu af hverjum tíu konum hafi lagt niður störf til að leggja áherslu á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Samtökin benda á að á seinustu fimmtíu árum hafi margt áunnist hvað varði jafnrétti kynjanna. „Sem dæmi má nefna innleiðingu laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um fæðingar- og foreldraorlof. Aðgengi að umönnun barna hefur aukist til muna og stuðlað að mikilli atvinnuþátttöku kvenna þó enn vanti herslumuninn til að brúa umönnunarbilið að fullu,“ segja samtökin. „Launamunur kynjanna hafi farið sífellt minnkandi og leiðréttur launamunur milli karla og kvenna staðið í 3,6% samkvæmt nýjustu rannsókn Hagstofu Íslands. Konur gegna nú mörgum af helstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Íslensk fyrirtæki hafa jafnframt sett jafnréttismál á oddinn í sinni starfsemi í síauknum mæli. Það er því sannarlega tilefni til að minnast allrar þeirrar framþróunar sem hefur átt sér stað frá kvennafrídeginum 1975 með jákvæðum formerkjum og hátíðardagskrá.“ Samtökin benda á að konur og kvár hafi upphaflega verið hvött til að leggja niður launuð störf á meðan skipulagðri dagskrá stóð frá klukkan 13:30. „Mörg fyrirtæki hyggjast koma til móts við konur og kvár sem hyggjast taka þátt í skipulögðu dagskránni og hafa skipulagt starfsemi sína með góðum fyrirvara að teknu tilliti til þess,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins ítreka að þau leggja áherslu á að starfsfólk sem hyggst taka þátt í skipulagðri dagskrá viðburðarins óski með góðum fyrirvara eftir samtali við sinn atvinnurekanda um hvort hægt sé að koma við fjarvistum þennan dag og þá með hvað hætti. „Samtökin minna jafnframt á að atvinnurekendur eru í misgóðri aðstöðu til að koma slíkum fjarvistum við og að engin skylda hvílir á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum sem þessum.“ Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá breytingu sem hefur átt sér stað með nær engum fyrirvara að konur og kvár séu nú hvött til að leggja niður störf allan daginn. „Samtökin leggja ríka áherslu á jafnrétti en telja að betur færi á því að þeir aðilar sem standi að baki þeim kröfum sem útlistaðar eru í tengslum við kvennafrídaginn veki athygli á þeim án þess að af því hljótist það efnahagslega tjón sem í slíkum aðgerðum felst.“ Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna en tilefnið er sagt vera fjöldi fyrirspurna vegna kvennafrídagsins á morgun. Þá verða liðin fimmtíu ár frá fyrsta kvennafrídeginum þegar talið er að níu af hverjum tíu konum hafi lagt niður störf til að leggja áherslu á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Samtökin benda á að á seinustu fimmtíu árum hafi margt áunnist hvað varði jafnrétti kynjanna. „Sem dæmi má nefna innleiðingu laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um fæðingar- og foreldraorlof. Aðgengi að umönnun barna hefur aukist til muna og stuðlað að mikilli atvinnuþátttöku kvenna þó enn vanti herslumuninn til að brúa umönnunarbilið að fullu,“ segja samtökin. „Launamunur kynjanna hafi farið sífellt minnkandi og leiðréttur launamunur milli karla og kvenna staðið í 3,6% samkvæmt nýjustu rannsókn Hagstofu Íslands. Konur gegna nú mörgum af helstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Íslensk fyrirtæki hafa jafnframt sett jafnréttismál á oddinn í sinni starfsemi í síauknum mæli. Það er því sannarlega tilefni til að minnast allrar þeirrar framþróunar sem hefur átt sér stað frá kvennafrídeginum 1975 með jákvæðum formerkjum og hátíðardagskrá.“ Samtökin benda á að konur og kvár hafi upphaflega verið hvött til að leggja niður launuð störf á meðan skipulagðri dagskrá stóð frá klukkan 13:30. „Mörg fyrirtæki hyggjast koma til móts við konur og kvár sem hyggjast taka þátt í skipulögðu dagskránni og hafa skipulagt starfsemi sína með góðum fyrirvara að teknu tilliti til þess,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins ítreka að þau leggja áherslu á að starfsfólk sem hyggst taka þátt í skipulagðri dagskrá viðburðarins óski með góðum fyrirvara eftir samtali við sinn atvinnurekanda um hvort hægt sé að koma við fjarvistum þennan dag og þá með hvað hætti. „Samtökin minna jafnframt á að atvinnurekendur eru í misgóðri aðstöðu til að koma slíkum fjarvistum við og að engin skylda hvílir á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum sem þessum.“ Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá breytingu sem hefur átt sér stað með nær engum fyrirvara að konur og kvár séu nú hvött til að leggja niður störf allan daginn. „Samtökin leggja ríka áherslu á jafnrétti en telja að betur færi á því að þeir aðilar sem standi að baki þeim kröfum sem útlistaðar eru í tengslum við kvennafrídaginn veki athygli á þeim án þess að af því hljótist það efnahagslega tjón sem í slíkum aðgerðum felst.“
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira