Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2025 13:03 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segja betur hefði farið á að skipuleggjendur hefðu fagnað deginum án þess að af því hlytist efnahagslegt tjón. Vísir/EinarÁrna Samtök atvinnulífsins gagnrýna breytingu á kvennafrídeginum á morgun þar sem konur og kvár séu nú með nær engum fyrirvara hvött til að leggja niður störf allan daginn. Þá minna þau á að engin skylda hvíli á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum enda í misgóðri aðstöðu til að missa starfsfólk úr vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna en tilefnið er sagt vera fjöldi fyrirspurna vegna kvennafrídagsins á morgun. Þá verða liðin fimmtíu ár frá fyrsta kvennafrídeginum þegar talið er að níu af hverjum tíu konum hafi lagt niður störf til að leggja áherslu á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Samtökin benda á að á seinustu fimmtíu árum hafi margt áunnist hvað varði jafnrétti kynjanna. „Sem dæmi má nefna innleiðingu laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um fæðingar- og foreldraorlof. Aðgengi að umönnun barna hefur aukist til muna og stuðlað að mikilli atvinnuþátttöku kvenna þó enn vanti herslumuninn til að brúa umönnunarbilið að fullu,“ segja samtökin. „Launamunur kynjanna hafi farið sífellt minnkandi og leiðréttur launamunur milli karla og kvenna staðið í 3,6% samkvæmt nýjustu rannsókn Hagstofu Íslands. Konur gegna nú mörgum af helstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Íslensk fyrirtæki hafa jafnframt sett jafnréttismál á oddinn í sinni starfsemi í síauknum mæli. Það er því sannarlega tilefni til að minnast allrar þeirrar framþróunar sem hefur átt sér stað frá kvennafrídeginum 1975 með jákvæðum formerkjum og hátíðardagskrá.“ Samtökin benda á að konur og kvár hafi upphaflega verið hvött til að leggja niður launuð störf á meðan skipulagðri dagskrá stóð frá klukkan 13:30. „Mörg fyrirtæki hyggjast koma til móts við konur og kvár sem hyggjast taka þátt í skipulögðu dagskránni og hafa skipulagt starfsemi sína með góðum fyrirvara að teknu tilliti til þess,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins ítreka að þau leggja áherslu á að starfsfólk sem hyggst taka þátt í skipulagðri dagskrá viðburðarins óski með góðum fyrirvara eftir samtali við sinn atvinnurekanda um hvort hægt sé að koma við fjarvistum þennan dag og þá með hvað hætti. „Samtökin minna jafnframt á að atvinnurekendur eru í misgóðri aðstöðu til að koma slíkum fjarvistum við og að engin skylda hvílir á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum sem þessum.“ Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá breytingu sem hefur átt sér stað með nær engum fyrirvara að konur og kvár séu nú hvött til að leggja niður störf allan daginn. „Samtökin leggja ríka áherslu á jafnrétti en telja að betur færi á því að þeir aðilar sem standi að baki þeim kröfum sem útlistaðar eru í tengslum við kvennafrídaginn veki athygli á þeim án þess að af því hljótist það efnahagslega tjón sem í slíkum aðgerðum felst.“ Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna en tilefnið er sagt vera fjöldi fyrirspurna vegna kvennafrídagsins á morgun. Þá verða liðin fimmtíu ár frá fyrsta kvennafrídeginum þegar talið er að níu af hverjum tíu konum hafi lagt niður störf til að leggja áherslu á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Samtökin benda á að á seinustu fimmtíu árum hafi margt áunnist hvað varði jafnrétti kynjanna. „Sem dæmi má nefna innleiðingu laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um fæðingar- og foreldraorlof. Aðgengi að umönnun barna hefur aukist til muna og stuðlað að mikilli atvinnuþátttöku kvenna þó enn vanti herslumuninn til að brúa umönnunarbilið að fullu,“ segja samtökin. „Launamunur kynjanna hafi farið sífellt minnkandi og leiðréttur launamunur milli karla og kvenna staðið í 3,6% samkvæmt nýjustu rannsókn Hagstofu Íslands. Konur gegna nú mörgum af helstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Íslensk fyrirtæki hafa jafnframt sett jafnréttismál á oddinn í sinni starfsemi í síauknum mæli. Það er því sannarlega tilefni til að minnast allrar þeirrar framþróunar sem hefur átt sér stað frá kvennafrídeginum 1975 með jákvæðum formerkjum og hátíðardagskrá.“ Samtökin benda á að konur og kvár hafi upphaflega verið hvött til að leggja niður launuð störf á meðan skipulagðri dagskrá stóð frá klukkan 13:30. „Mörg fyrirtæki hyggjast koma til móts við konur og kvár sem hyggjast taka þátt í skipulögðu dagskránni og hafa skipulagt starfsemi sína með góðum fyrirvara að teknu tilliti til þess,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins ítreka að þau leggja áherslu á að starfsfólk sem hyggst taka þátt í skipulagðri dagskrá viðburðarins óski með góðum fyrirvara eftir samtali við sinn atvinnurekanda um hvort hægt sé að koma við fjarvistum þennan dag og þá með hvað hætti. „Samtökin minna jafnframt á að atvinnurekendur eru í misgóðri aðstöðu til að koma slíkum fjarvistum við og að engin skylda hvílir á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum sem þessum.“ Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá breytingu sem hefur átt sér stað með nær engum fyrirvara að konur og kvár séu nú hvött til að leggja niður störf allan daginn. „Samtökin leggja ríka áherslu á jafnrétti en telja að betur færi á því að þeir aðilar sem standi að baki þeim kröfum sem útlistaðar eru í tengslum við kvennafrídaginn veki athygli á þeim án þess að af því hljótist það efnahagslega tjón sem í slíkum aðgerðum felst.“
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira