Körfubolti

Þjálfari og leik­maður í NBA hand­teknir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chauncey Billups, þjálfari Portland.
Chauncey Billups, þjálfari Portland. vísir/getty

FBI handtók tvo menn úr NBA-deildinni í dag. Tengsl við mafíuna eru á meðal sakargifta.

Terry Rozier, leikmaður Miami Heat, var fyrst handtekinn og síðan var greint frá því að Chauncey Billups, þjálfari Portland Trail Blazers, hefði sömuleiðis verið handtekinn af FBI.

Í tilfelli Billups þá er um ólöglega pókerstarfsemi að ræða sem er sögð vera á vegum mafíunnar.

Rozier er aftur á móti grunaður um að hafa tekið þátt í ólöglegum veðmálum. Hann fékk ekki að spila með Miami Heat í gærkvöldi er NBA-deildin hófst. Hann var svo handtekinn í morgun.

Rozier er grunaður um að hafa tekið beinan þátt í að hagræða veðmálum inn á vellinum. Leikur með honum í mars árið 2023 er sérstaklega undir smásjánni. Það mál var rannsakað á sínum tíma en ekkert aðhafst.

Beðið er eftir frekari upplýsingum í máli Billups sem hefur verið þjálfari Trail Blazers síðan árið 2021.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×