Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar 24. október 2025 08:32 Frá unga aldri hefur mér verið innrætt að við getum öll gert það sem við viljum og við getum öll látið draumana okkar rætast. Konur geta verið hvað sem þær vilja, meira að segja forsetar, sagði mamma. Sjálf hef ég lagt talsvert á mig til þess að láta mína drauma rætast. Ég var talsvert feimin þegar ég var yngri, átti t.d. erfitt með að mæta í skóla og hvað þá fara með glærukynningu í skólanum, en hef núna talað á sviði fyrir framan þúsundir. Leiðin að því var talsvert ströng en svo ótrúlega gefandi. Ég hef fengið tækifæri til þess að æfa framkomu og kynnast stórkostlegum konum sem hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir. Það er dásamlegt að tilheyra sterkum hópi kvenna sem trúa á sig og hverja aðra og standa við bakið á hver annarri í sönnu systraþeli. Vinkonur eru dýrmætar. Það er dýrmætt að tilheyra og það er dýrmætt að fá að láta ljós sitt skína. Allt þetta sameinast í Ungfrú Ísland, og aðeins eftir nokkra daga held ég til Tælands, þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe og fæ að spreyta mig á einum stærsta vettvangi veraldar á þessu sviði. Sumum kann að finnast svokallaðar fegurðarsamkeppnir barn síns tíma, og það voru þær svo sannarlega áður fyrr. En tímarnir breytast og mennirnir með. Í nútímanum, eru allt aðrar áherslur en áður fyrr í svona keppnum. Það er auðvitað einhver munur á milli keppna og milli landa, en eftir að hafa sökkt mér í þennan keppnisheim get ég fyrir mitt leyti sagt að ég sé ekki eftir því eina mínútu. Mitt Ungfrú Ísland ævintýri hefur verið geysimikill lærdómur og stórkostlegt ferðalag. Tími minn sem titilhafi Ungfrú Ísland hefur ekki bara verið mér dýrmætur, heldur líka gefandi. Eitt af því mest gefandi hefur verið að fylgja eftir dásamlegu stúlkunum sem kepptu í Ungfrú Ísland Teen. Þær hafa svo sannarlega sýnt sig og sannað og blómstrað í ferlinu. Margar hafa lýst ávinningnum og vináttunni sem skapast, en líka sjálfstraust og öryggi. Ein sagði nýlega að sér hefði gengið betur í atvinnuviðtali en nokkru sinni fyrr, og landað starfinu. Önnur sagði að það hefði verið dýrmætast að eignast nýjar vinkonur með sömu áhugamál. Samkenndin innan hópsins og stemmingin var yndisleg. Það er mikilvægt að ungt fólk finni sinn vettvang þar sem það getur blómstrað. Ungfrú Ísland Teen hentar ekki fyrir öll, en að sjálfsögðu sum. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála, hvort sem við erum fagurkerar eða ekki. Þessi fyrsta Ungfrú Ísland Teen stóð svo sannarlega fyrir sínu og ég hlakka til samstarfsins með nýkrýndri Ungfrú Ísland Teen. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að eignast vinkonur á þessum vettvangi og veit að við erum tengdar fyrir lífstíð. Í tilefni dagsins bið ég öll vel að njóta og hvet fólk til þess að elta draumana sína og finna sinn draumavettvang. Það er aldrei of seint. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála og við eigum svo sannarlega öll skilið að tilheyra. Við erum öll í þessu saman. Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi. Höfundur er Ungfrú Ísland 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hefur mér verið innrætt að við getum öll gert það sem við viljum og við getum öll látið draumana okkar rætast. Konur geta verið hvað sem þær vilja, meira að segja forsetar, sagði mamma. Sjálf hef ég lagt talsvert á mig til þess að láta mína drauma rætast. Ég var talsvert feimin þegar ég var yngri, átti t.d. erfitt með að mæta í skóla og hvað þá fara með glærukynningu í skólanum, en hef núna talað á sviði fyrir framan þúsundir. Leiðin að því var talsvert ströng en svo ótrúlega gefandi. Ég hef fengið tækifæri til þess að æfa framkomu og kynnast stórkostlegum konum sem hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir. Það er dásamlegt að tilheyra sterkum hópi kvenna sem trúa á sig og hverja aðra og standa við bakið á hver annarri í sönnu systraþeli. Vinkonur eru dýrmætar. Það er dýrmætt að tilheyra og það er dýrmætt að fá að láta ljós sitt skína. Allt þetta sameinast í Ungfrú Ísland, og aðeins eftir nokkra daga held ég til Tælands, þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe og fæ að spreyta mig á einum stærsta vettvangi veraldar á þessu sviði. Sumum kann að finnast svokallaðar fegurðarsamkeppnir barn síns tíma, og það voru þær svo sannarlega áður fyrr. En tímarnir breytast og mennirnir með. Í nútímanum, eru allt aðrar áherslur en áður fyrr í svona keppnum. Það er auðvitað einhver munur á milli keppna og milli landa, en eftir að hafa sökkt mér í þennan keppnisheim get ég fyrir mitt leyti sagt að ég sé ekki eftir því eina mínútu. Mitt Ungfrú Ísland ævintýri hefur verið geysimikill lærdómur og stórkostlegt ferðalag. Tími minn sem titilhafi Ungfrú Ísland hefur ekki bara verið mér dýrmætur, heldur líka gefandi. Eitt af því mest gefandi hefur verið að fylgja eftir dásamlegu stúlkunum sem kepptu í Ungfrú Ísland Teen. Þær hafa svo sannarlega sýnt sig og sannað og blómstrað í ferlinu. Margar hafa lýst ávinningnum og vináttunni sem skapast, en líka sjálfstraust og öryggi. Ein sagði nýlega að sér hefði gengið betur í atvinnuviðtali en nokkru sinni fyrr, og landað starfinu. Önnur sagði að það hefði verið dýrmætast að eignast nýjar vinkonur með sömu áhugamál. Samkenndin innan hópsins og stemmingin var yndisleg. Það er mikilvægt að ungt fólk finni sinn vettvang þar sem það getur blómstrað. Ungfrú Ísland Teen hentar ekki fyrir öll, en að sjálfsögðu sum. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála, hvort sem við erum fagurkerar eða ekki. Þessi fyrsta Ungfrú Ísland Teen stóð svo sannarlega fyrir sínu og ég hlakka til samstarfsins með nýkrýndri Ungfrú Ísland Teen. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að eignast vinkonur á þessum vettvangi og veit að við erum tengdar fyrir lífstíð. Í tilefni dagsins bið ég öll vel að njóta og hvet fólk til þess að elta draumana sína og finna sinn draumavettvang. Það er aldrei of seint. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála og við eigum svo sannarlega öll skilið að tilheyra. Við erum öll í þessu saman. Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi. Höfundur er Ungfrú Ísland 2025.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun