Körfubolti

Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson er algjör lykilmaður hjá Alba Berlín.
Martin Hermannsson er algjör lykilmaður hjá Alba Berlín. Getty/Jan-Philipp Burmann

Martin Hermannsson var í stóru hlutverki í kvöld þegar Alba Berlín vann frábæran sigur gegn meisturum Bayern München í þýsku 1. deildinni í körfubolta, fyrir framan 12.189 áhorfendur í Berlín.

Martin var einn af stigahæstu leikmönnum Alba með 12 stig, tók einnig þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar, í algjörum spennuleik.

Berlínarbúar unnu að lokum þriggja stiga sigur, 67-61, eftir að hafa unnið lokafjórðunginn 23-9.

Heimamenn náðu að jafna metin í 58-58 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og einu stig gestanna eftir það voru þriggja stiga karfa þegar þeir minnkuðu muninn í 63-61, 24 sekúndum fyrir leikslok.

Þetta var fyrsta tap Bayern á tímabilinu, eftir þrjá sigra, en Alba hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×