Fótbolti

De Bruyne verður lengi frá

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
De Bruyne spilar ekki fótbolta á næstunni.
De Bruyne spilar ekki fótbolta á næstunni. Image Photo Agency/Getty Images

Ítalíumeistarar Napoli urðu fyrir áfalli um helgina er Belginn Kevin de Bruyne meiddist illa.

Hann meiddist illa á læri er hann var að taka vítaspyrnu. Hann skoraði reyndar úr spyrnunni sem var vel gert.

Markið hans hjálpaði Napoli að vinna Inter 3-1 og þar með komst Napoli aftur í toppsæti deildarinnar.

De Bruyne kom til félagsins í sumar frá Man. City á frjálsri sölu. Hann hafði byrjað leiktíðina með nýja liðinu vel og hafði skorað fjögur mörk í átta leikjum.

Napoli hefur ekki gefið út hvenær hann snúi til baka en ljóst er að það verða margar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×