Lífið

Fasteignasalar og ofurskvísur í Októ­ber­fest stemningu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hátíðin verður stærri með hverju árinu en um þúsund manns mættu og söfnuðu um þrjátíu milljónum til góðgerðarmála. 
Hátíðin verður stærri með hverju árinu en um þúsund manns mættu og söfnuðu um þrjátíu milljónum til góðgerðarmála.  Eyþór Jónsson

Það var líf og fjör í reiðhöll Hestamannafélagsins Mána í Keflavík á dögunum þegar Góðgerðarfest Blue Car var haldin í sjötta sinn. Kvöldið var fjölmennasta til þessa en um þúsund manns tóku þátt í að safna um þrjátíu milljónum króna til góðgerðamála.

Þema hátíðarinnar var í anda hinnar þýsku Oktoberfest og mættu gestir klæddir í lederhosen- og dirndl-búninga sem gerði kvöldið enn eftirminnilegra.

Dagskrá kvöldsins var glæsileg og þéttskipuð þar sem einvalalið tónlistarmanna steig á svið og skemmti gestum fram á nótt. Þar á meðal voru Bubbi Morthens, Jón Jónsson, Birnir og Flóni.

Meðal þeirra sem mættu voru Hildur Sif Hauksdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna og kærasti hennar, Páll Orri Pálsson, Heimir Fannar Hallgrímsson, fasteignasali og einn af eigendum Lind fasteignasölu, og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun. Með þeim voru kærustur þeirra, Anný Rós Guðmundsdóttir, öldrunarlæknir, og Dagmar Silja Kristjönu Svavarsdóttir.

Hildur sif og Páll Orri glæsileg.Eyþór Jónsson
Þessar mættu í flottum og litríkum dirndl.Eyþór Jónsson
Guðlaugur, Anný Rós, Sigurbjörg og Þórir.Eyþór Jónsson
Bræðurnir á bakvið Blue Car, Magnús Sverrir og Þorsteinn Þorsteinssynir.Eyþór Jónsson
Flottir vinir í góðum gír.Eyþór Jónsson
Eyþór Jónsson
Fasteignasalarnir Guðmundur og Heimir í góðum félagsskap.Eyþór Jónsson
Stemningin var í hámarki!Eyþór Jónsson
Dirndl og stór bjór á þessar skvísur!Eyþór Jónsson
Bubbi Morthens steig á svið.Eyþór Jónsson
Jón Jónsson fékk salinn með sér eins og honum einum er lagið.Eyþór Jónsson
Birnir og Flóni keyrðu stemninguna upp.Eyþór Jónsson
Hressar vinkonur.Eyþór Jónsson
Eigendur Blue Car kunna að skemmta sér.Eyþór Jónsson
Þessar virtust hafa skemmt sér konunglega.Eyþór Jónsson
Hátíðin var sú fjölmennasta hingað til.Eyþór Jónsson

Rúmlega hundrað fyrirtæki og einstaklingar lögðu sitt af mörkum, og safnaðist yfir þrjátíu milljónir króna sem renna beint til góðra mála. Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni fyrir einstaklinga með auknar stuðningsþarfir og félög sem vinna í þágu barna.

Eyþór Jónsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.