Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. október 2025 09:31 Linda segir að það sé tilvalið að gera tvöfalda uppskrift og setja helminginn í frysti. Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og uppskriftahöfundur, deilir hér uppskrift að dúnmjúkum og bragðgóðum skinkuhornum. Þetta er uppskrift sem þú munt vilja gera aftur og aftur – því fyllingin er einfaldlega ómótstæðileg! Linda segir að það sé tilvalið að gera tvöfalda uppskrift og setja helminginn í frysti. Þá er hægt að taka nokkur horn út þegar þarf að eiga í nesti, með kaffinu eða við önnur tilefn. Deigið sjálft er það sama og í frægu kanilsnúðunum hennar, sem eru þekktir fyrir að vera einstaklega mjúkir og ljúffengir. Ljúffeng skinkuhorn Hráefni: 120 ml volgt vatn 120 ml volg mjólk 12 g þurrger ½ dl sykur 80 g brætt smjör 1 egg 500 g hveiti 1 tsk salt Skinkufylling: 300 g smurostur með papriku 300 g skinka úr lærvöðva - silkiskorin - 95% kjöt 100 g rifinn ostur Toppur: 100 g rifinn ostur 1 egg Aðferð: Deigið: Setjið volgt vatn, volga mjólk, þurrger og sykur í frekar stóra skál og hrærið saman. Leyfið blöndunni að standa í um 2–3 mínútur þar til gerið byrjar að virkjast. Bætið smjöri, eggi, hveiti og salti út í skálina og hrærið þar til deigið verður nokkuð þétt en enn aðeins klístrað. Leggið hreint viskastykki yfir skálina og látið hefast við stofuhita í um það bil 1 klukkustund (eða setjið skálina inn í ofn stilltan á 30°C). Fyllingin: Setjið smurost í skál. Skerið skinkuna í litla bita og hrærið saman við smurostinn. Undirbúningur: Kveikið á ofninum og stillið á 200°C (undir- og yfirhiti). Skiptið deiginu í fjóra jafna hluta. Fletjið hvern hluta út í hring og skerið hann í 8 jafna þríhyrninga – eins og pizzu. (Pizzahnífur hentar vel í þetta.) Skiptið fyllingunni í fjóra jafna hluta. Dreifið einum hluta af fyllingunni á þríhyrningana, setjið fyllinguna á breiðasta endann. Stráið smá rifnum osti yfir og rúllið hverjum þríhyrningi upp frá breiðari endanum. Endurtakið með restina af deiginu. Raðið hornunum á ofnplötu klædda smjörpappír. Þeytið eitt egg og penslið yfir hornin. Dreifið síðan rifnum osti yfir. Bakið í um 10 mínútur, eða þar til hornin hafa fengið fallegan gylltan lit. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Uppskriftir Matur Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Linda segir að það sé tilvalið að gera tvöfalda uppskrift og setja helminginn í frysti. Þá er hægt að taka nokkur horn út þegar þarf að eiga í nesti, með kaffinu eða við önnur tilefn. Deigið sjálft er það sama og í frægu kanilsnúðunum hennar, sem eru þekktir fyrir að vera einstaklega mjúkir og ljúffengir. Ljúffeng skinkuhorn Hráefni: 120 ml volgt vatn 120 ml volg mjólk 12 g þurrger ½ dl sykur 80 g brætt smjör 1 egg 500 g hveiti 1 tsk salt Skinkufylling: 300 g smurostur með papriku 300 g skinka úr lærvöðva - silkiskorin - 95% kjöt 100 g rifinn ostur Toppur: 100 g rifinn ostur 1 egg Aðferð: Deigið: Setjið volgt vatn, volga mjólk, þurrger og sykur í frekar stóra skál og hrærið saman. Leyfið blöndunni að standa í um 2–3 mínútur þar til gerið byrjar að virkjast. Bætið smjöri, eggi, hveiti og salti út í skálina og hrærið þar til deigið verður nokkuð þétt en enn aðeins klístrað. Leggið hreint viskastykki yfir skálina og látið hefast við stofuhita í um það bil 1 klukkustund (eða setjið skálina inn í ofn stilltan á 30°C). Fyllingin: Setjið smurost í skál. Skerið skinkuna í litla bita og hrærið saman við smurostinn. Undirbúningur: Kveikið á ofninum og stillið á 200°C (undir- og yfirhiti). Skiptið deiginu í fjóra jafna hluta. Fletjið hvern hluta út í hring og skerið hann í 8 jafna þríhyrninga – eins og pizzu. (Pizzahnífur hentar vel í þetta.) Skiptið fyllingunni í fjóra jafna hluta. Dreifið einum hluta af fyllingunni á þríhyrningana, setjið fyllinguna á breiðasta endann. Stráið smá rifnum osti yfir og rúllið hverjum þríhyrningi upp frá breiðari endanum. Endurtakið með restina af deiginu. Raðið hornunum á ofnplötu klædda smjörpappír. Þeytið eitt egg og penslið yfir hornin. Dreifið síðan rifnum osti yfir. Bakið í um 10 mínútur, eða þar til hornin hafa fengið fallegan gylltan lit. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Uppskriftir Matur Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira