Fundinum lokið án niðurstöðu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. október 2025 12:16 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Ívar/Vilhelm Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra klukkan átta í morgun vegna samstarfs og greiðslna embættis ríkislögreglustjóra til Þórunnar Óðinsdóttur, eiganda og eina starfsmanns Intru. Þórunn, sem er sérfræðingur í straumlínulögun, sinnti ýmsum störfum í þágu embættisins en þar á meðal voru búðarferðir, skipuritsgerð og myglurannsóknir. Hún þáði um 130 milljónir í greiðslu án virðisaukaskatts frá embættinu á þeim fimm árum síðan að Sigríður tók við sem ríkislögreglustjóri. Það gerir um 160 milljónir með virðisaukaskatti. Þórunn var ráðin til starfa tímabundið hjá embættinu tveimur dögum eftir að fyrirspurn barst frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um reikninga til Intru. Fundi ráðherra með Sigríði Björk lauk upp úr klukkan níu í morgun án nokkurrar niðurstöðu eða ákvörðunar en málið verður til frekari skoðunar innan ráðuneytisins á næstu dögum. Bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri neituðu að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar viðtalsbeiðnir fréttastofu að fundi loknum. Dómsmálaráðherra sagði það blasa við í gær að verklagi væri ábótavant í málinu. Landssamband lögreglumanna tekur undir það og fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra rétt fyrir hádegi en um 20 starfsmönnum hefur annaðhvort verið sagt upp eða tímabundnir ráðningasamningar við þá ekki endurnýjaðir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í bítinu í morgun að málið skjóti skökku við innan um niðurskurð og aðhald hjá lögreglunni. „Eins og kom fram í fréttum þá báðu þau um auka fjárveitingu til að halda sérsveitarnámskeið og eru búin að vera í ráðningarbanni í hálft ár. Svo segja þau upp starfsfólki núna svo það hefur greinilega verið þröngt um hjá embættinu en samt var þessi verktaki ráðinn í vinnu.“ Embættið hlaut um 80 milljóna króna viðbótarframlag frá Alþingi til að geta haldið umrætt námskeið. Fjölnir segir mikinn skort á fjármagni í almenn löggæslustörf. „Það hefur alveg skapað gremju hjá lögreglumönnum hvað er verið að ráða mikið af sérfræðingum og ekki lögreglumönnum hjá ríkislögreglustjóra í ýmis störf og embættið búið að stækka mjög mikið síðustu ár.“ Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Sigríði Björk vegna málsins í gær. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að hún væri í fríi. Beiðnum fréttastofu um viðtal við Sigríði Björk í dag hefur fram að þessu verið hafnað. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:32 með ábendingu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra að framlagið til að halda námskeið hefði komið frá Alþingi. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Lögreglan Stjórnsýsla Mygla Rekstur hins opinbera Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra klukkan átta í morgun vegna samstarfs og greiðslna embættis ríkislögreglustjóra til Þórunnar Óðinsdóttur, eiganda og eina starfsmanns Intru. Þórunn, sem er sérfræðingur í straumlínulögun, sinnti ýmsum störfum í þágu embættisins en þar á meðal voru búðarferðir, skipuritsgerð og myglurannsóknir. Hún þáði um 130 milljónir í greiðslu án virðisaukaskatts frá embættinu á þeim fimm árum síðan að Sigríður tók við sem ríkislögreglustjóri. Það gerir um 160 milljónir með virðisaukaskatti. Þórunn var ráðin til starfa tímabundið hjá embættinu tveimur dögum eftir að fyrirspurn barst frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um reikninga til Intru. Fundi ráðherra með Sigríði Björk lauk upp úr klukkan níu í morgun án nokkurrar niðurstöðu eða ákvörðunar en málið verður til frekari skoðunar innan ráðuneytisins á næstu dögum. Bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri neituðu að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar viðtalsbeiðnir fréttastofu að fundi loknum. Dómsmálaráðherra sagði það blasa við í gær að verklagi væri ábótavant í málinu. Landssamband lögreglumanna tekur undir það og fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra rétt fyrir hádegi en um 20 starfsmönnum hefur annaðhvort verið sagt upp eða tímabundnir ráðningasamningar við þá ekki endurnýjaðir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í bítinu í morgun að málið skjóti skökku við innan um niðurskurð og aðhald hjá lögreglunni. „Eins og kom fram í fréttum þá báðu þau um auka fjárveitingu til að halda sérsveitarnámskeið og eru búin að vera í ráðningarbanni í hálft ár. Svo segja þau upp starfsfólki núna svo það hefur greinilega verið þröngt um hjá embættinu en samt var þessi verktaki ráðinn í vinnu.“ Embættið hlaut um 80 milljóna króna viðbótarframlag frá Alþingi til að geta haldið umrætt námskeið. Fjölnir segir mikinn skort á fjármagni í almenn löggæslustörf. „Það hefur alveg skapað gremju hjá lögreglumönnum hvað er verið að ráða mikið af sérfræðingum og ekki lögreglumönnum hjá ríkislögreglustjóra í ýmis störf og embættið búið að stækka mjög mikið síðustu ár.“ Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Sigríði Björk vegna málsins í gær. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að hún væri í fríi. Beiðnum fréttastofu um viðtal við Sigríði Björk í dag hefur fram að þessu verið hafnað. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:32 með ábendingu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra að framlagið til að halda námskeið hefði komið frá Alþingi. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Lögreglan Stjórnsýsla Mygla Rekstur hins opinbera Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira