Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. október 2025 12:25 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Aukin jaðarsetning innflytjenda getur haft áhrif á afbrotahegðun þeirra segir afbrotafræðingur. Ungir innflytjendur hérlendis upplifi almennt minni jaðarsetningu heldur en í öðrum höfuðborgum á Norðurlöndunum. Í nýrri rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur afbrotafræðings kemur fram að innflytjendur á Íslandi á aldrinum þrettán til sautján ára upplifi minni jaðarsetningu heldur en ungmenni í höfuðborgum Svíþjóðar og Finnlands. Rannsókn hennar sýnir fram á að aukin jaðarsetning ungmennanna getur haft áhrif á hvort þau brjóti af sér síðar meir. „Eins og er nokkuð vel þekkt hefur umræða um innflytjendur aukist töluvert á síðustu árum og líkt og víða annars staðar snýst umræðan hér á landi að hluta til um ógn við öryggi landsmanna sem einn fylgisfisk fjölmenningar, að með auknum fjölda innflytjenda muni afbrotum og ofbeldi fjölga, “ segir Margrét. Hún hyggst kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn á morgun. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis um hvort tengsl séu til staðar á milli fjölda innflytjenda og afbrota. Margrét segir slík tengsl vera háð samfélagslegu samhengi, til að mynda innflytjendastöðu. „Mínar niðurstöður eru meðal annars að það er mjög mismunandi hvort að ungt fólk upplifi jaðarsetningu á milli þessara þriggja landa-borga, hún er mest í Stokkhólmi eins og ég átti von á. En minnst á Íslandi og hérna og hvað varðar afbrot og ofbeldi að þá hefur jaðarsetning áhrif á það.“ „Þegar ég er að skoða stóran hóp af þrettán til sautján ára ungmennum og er að gera þetta í samstarfi við afbrotafræðinga á öðrum Norðurlöndum þá er enginn munur eftir innflytjendastöðu hjá þessum hópi þegar við erum að skoða hvort að ungmennin hafi brotið af sér eða beitt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. En ég er að sjá mun á mörgum öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að þau séu jaðarsett í samfélaginu og svo framvegis. Ég set þetta svona í samhengi og fer yfir þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum á morgun,“ segir Margrét. Innflytjendur á Íslandi séu samt auðvitað afskaplega fjölbreyttur hópur. „Af því að það er auðvitað mjög mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram í umræðuna því að það er stundum talað um þetta eins og þetta sé frekar einfalt, annaðhvort stafi okkur einhver sérstök ógn af innflytjendum af því að þeir séu líklegri til að brjóta af sér eða ekki.“ Innflytjendamál Vísindi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Í nýrri rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur afbrotafræðings kemur fram að innflytjendur á Íslandi á aldrinum þrettán til sautján ára upplifi minni jaðarsetningu heldur en ungmenni í höfuðborgum Svíþjóðar og Finnlands. Rannsókn hennar sýnir fram á að aukin jaðarsetning ungmennanna getur haft áhrif á hvort þau brjóti af sér síðar meir. „Eins og er nokkuð vel þekkt hefur umræða um innflytjendur aukist töluvert á síðustu árum og líkt og víða annars staðar snýst umræðan hér á landi að hluta til um ógn við öryggi landsmanna sem einn fylgisfisk fjölmenningar, að með auknum fjölda innflytjenda muni afbrotum og ofbeldi fjölga, “ segir Margrét. Hún hyggst kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn á morgun. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis um hvort tengsl séu til staðar á milli fjölda innflytjenda og afbrota. Margrét segir slík tengsl vera háð samfélagslegu samhengi, til að mynda innflytjendastöðu. „Mínar niðurstöður eru meðal annars að það er mjög mismunandi hvort að ungt fólk upplifi jaðarsetningu á milli þessara þriggja landa-borga, hún er mest í Stokkhólmi eins og ég átti von á. En minnst á Íslandi og hérna og hvað varðar afbrot og ofbeldi að þá hefur jaðarsetning áhrif á það.“ „Þegar ég er að skoða stóran hóp af þrettán til sautján ára ungmennum og er að gera þetta í samstarfi við afbrotafræðinga á öðrum Norðurlöndum þá er enginn munur eftir innflytjendastöðu hjá þessum hópi þegar við erum að skoða hvort að ungmennin hafi brotið af sér eða beitt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. En ég er að sjá mun á mörgum öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að þau séu jaðarsett í samfélaginu og svo framvegis. Ég set þetta svona í samhengi og fer yfir þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum á morgun,“ segir Margrét. Innflytjendur á Íslandi séu samt auðvitað afskaplega fjölbreyttur hópur. „Af því að það er auðvitað mjög mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram í umræðuna því að það er stundum talað um þetta eins og þetta sé frekar einfalt, annaðhvort stafi okkur einhver sérstök ógn af innflytjendum af því að þeir séu líklegri til að brjóta af sér eða ekki.“
Innflytjendamál Vísindi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira