Viðskipti innlent

Greiðir sér út allt að fimm­tíu milljónir

Árni Sæberg skrifar
Aron Can virðist gera það gott á tónleikahaldi.
Aron Can virðist gera það gott á tónleikahaldi. Vísir/Lýður

Stjórn Trúpí ehf. hefur samþykkt að greiða út fimmtíu milljónir króna í arð. Eini eigandi félagsins er tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin. Tekjur félagsins námu 78 milljónum króna í fyrra, samanborið við 30 milljónir árið áður.

Þetta segir í ársreikningi fyrir árið 2024, sem birtur var nýverið. Þar kemur fram að rekstrargjöld hafi numið 38,5 milljónum króna og hagnaður fyrir vaxtagreiðslur, vaxtatekjur, skattgreiðslur og afskriftir, EBITDA, hafi numið 39,5 milljónum.

Þá segir að stjórn félagsins samþykki að greiða út arð til eiganda allt að 50.000.000 á árinu. Félagið hafi séð um tónleikahald og vörusölu tengda því ásamt útleigu fasteignar, sem keypt hafi verið á árinu.

Í efnahagsreikningum kemur fram að eigið fé félagsins hafi numið 53 milljónum króna í lok síðasta árs og skuldir 42 milljónum. Handbært fé hafi numið 31 milljón.


Tengdar fréttir

Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys

Tónlistarmennirnir í karlakvintettnum Iceguys juku flestir mánaðartekjur sínar milli ára samkvæmt Tekjublaðinu sem kom út í dag. Líklega þéna þeir þó meira í gegnum fyrirtæki sín en það sem fram kemur í blaðinu, en samkvæmt því mun Herra Hnetusmjör hafa verið tekjuhæstur í hópnum.

Fegurð er glæpur kom út í mínus

Fegurð er glæpur ehf., félag stofnað í kringum strákasveitina Iceguys, tapaði rúmum tveimur milljónum í fyrra.

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna

Kópbois ehf., félag í eigu Árna Páls Árnasonar, Herra Hnetusmjörs, hagnaðist um 66 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrartekjur námu tæplega 150 milljónum króna.

Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can

Aron Can Gültekin, tónlistar- og athafnarmaður, varð fyrir barðinu á svikahröppum þegar hann millifærði fjórar milljónir króna á reikning sem hann taldi vera í eigu erlends viðskiptaaðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×