Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 16:15 Jóhannes Már Pétursson er formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs HA. Samsett Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. Drögin að frumvarpinu um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnurétt útlendinga voru birt af dómsmálaráðuneytinu í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Samdægurs birtust umsagnir um frumvarpið þar sem erlendir nemendur mótmæltu fyriráætlununum. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að erlendir námsmenn þurfi að sýna fram á fullnægjandi námsárangur við hverja endurnýjun dvalarleyfis í stað þess að gefa upp einingafjölda líkt og venjan hefur verið. Þá fá nemendurnir einungis atvinnuleyfi til eins árs að lokinni útskrift í stað þriggja ára líkt og venjan hefur verið. Með ráðuneytinu fullyrðir ráðherrann að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Á móti kemur mega nemendurnir núna starfa í sextíu prósenta starfi meðan á námsdvölinni stendur, en hundrað prósent í viðurkenndum leyfum skólans. Þar er um jóla- og sumarfrí að ræða. Jóhannes Már Pétursson, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri, segir skiptar skoðanir meðal erlendra nema skólans á drögunum. „Margir hafa áhyggjur af því að ef þetta færi í gegn þá myndu margir erlendir nemendur hætta við að koma í nám til Akureyrar, eða til Íslands yfirhöfuð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. „Við HA er til dæmis meistaranám í Heimskautarétti sem er mjög vel sótt af erlendum nemendum. Margir hafa áhyggjur af því að aðsóknin muni minnka töluvert.“ Hann tekur undir að möguleiki sé á að ef verður af frumvarpinu geti námsbrautin verið undir. Af fjörutíu nemendum sem hófu námið í haust var einn þeirra íslenskur. Þá veldur krafan um að uppfylla vissan árangur nemendum áhyggjum. „Margir halda því fram að þetta muni stressa nemendur mun meira ef þeir þurfa að sýna fram á vissan árangur og eins og staðan er myndi þetta draga úr aðsókn. Á sama tíma finnst öðrum alveg skiljanlegt að þurfa sýna fram á velgengni og að sýna fram á að þau séu virk í því námi sem þau koma til að stunda hérlendis. Þetta er mjög umdeilt, meðal nemenda sem ég ræddi við,“ segir Jóhannes. Margir þeirra, líkt og íslenskir háskólanemar, starfa meðfram náminu auk þess sem þau taka námskeið í íslensku. Jóhannes óttast áhrifin sem fækkun erlendra nemenda kann að hafa. Stór hópur erlendra nema stundar nám við skólann og fjölgar þeim einungis með árunum. „Þetta væri meira óöryggi fyrir þessa nema og mögulega leiða til þess að þau hætti að koma í nám sem til lengri tíma séð gæti lækkað gæði náms.“ Háskólar Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Drögin að frumvarpinu um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnurétt útlendinga voru birt af dómsmálaráðuneytinu í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Samdægurs birtust umsagnir um frumvarpið þar sem erlendir nemendur mótmæltu fyriráætlununum. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að erlendir námsmenn þurfi að sýna fram á fullnægjandi námsárangur við hverja endurnýjun dvalarleyfis í stað þess að gefa upp einingafjölda líkt og venjan hefur verið. Þá fá nemendurnir einungis atvinnuleyfi til eins árs að lokinni útskrift í stað þriggja ára líkt og venjan hefur verið. Með ráðuneytinu fullyrðir ráðherrann að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Á móti kemur mega nemendurnir núna starfa í sextíu prósenta starfi meðan á námsdvölinni stendur, en hundrað prósent í viðurkenndum leyfum skólans. Þar er um jóla- og sumarfrí að ræða. Jóhannes Már Pétursson, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri, segir skiptar skoðanir meðal erlendra nema skólans á drögunum. „Margir hafa áhyggjur af því að ef þetta færi í gegn þá myndu margir erlendir nemendur hætta við að koma í nám til Akureyrar, eða til Íslands yfirhöfuð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. „Við HA er til dæmis meistaranám í Heimskautarétti sem er mjög vel sótt af erlendum nemendum. Margir hafa áhyggjur af því að aðsóknin muni minnka töluvert.“ Hann tekur undir að möguleiki sé á að ef verður af frumvarpinu geti námsbrautin verið undir. Af fjörutíu nemendum sem hófu námið í haust var einn þeirra íslenskur. Þá veldur krafan um að uppfylla vissan árangur nemendum áhyggjum. „Margir halda því fram að þetta muni stressa nemendur mun meira ef þeir þurfa að sýna fram á vissan árangur og eins og staðan er myndi þetta draga úr aðsókn. Á sama tíma finnst öðrum alveg skiljanlegt að þurfa sýna fram á velgengni og að sýna fram á að þau séu virk í því námi sem þau koma til að stunda hérlendis. Þetta er mjög umdeilt, meðal nemenda sem ég ræddi við,“ segir Jóhannes. Margir þeirra, líkt og íslenskir háskólanemar, starfa meðfram náminu auk þess sem þau taka námskeið í íslensku. Jóhannes óttast áhrifin sem fækkun erlendra nemenda kann að hafa. Stór hópur erlendra nema stundar nám við skólann og fjölgar þeim einungis með árunum. „Þetta væri meira óöryggi fyrir þessa nema og mögulega leiða til þess að þau hætti að koma í nám sem til lengri tíma séð gæti lækkað gæði náms.“
Háskólar Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira