Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 08:30 Karlotta Ósk Óskarsdóttir er ótrúleg hlaupakona sem getur hlaupið mjög langt og í mjög langan tíma. Vísir / Lýður Valberg Karlotta Ósk Óskarsdóttir er stanslaust á hlaupum og notar þau til að gera upp fortíðina. Hún horfir þá líka til framtíðar og ætlar sér að setja fleiri Íslandsmet í framtíðinni. Ágúst Orri Arnarson hitti ofurhlauparann í Elliðaárdalnum. Karlotta Ósk er ótrúleg íþróttakona. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet síðustu fjóra mánuði og varð í sumar fyrsta konan til að hlaupa fimm hundruð kílómetra eða meira. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Síðustu helgi sló Karlotta Íslandsmetið þegar hún hljóp í 48 klukkutíma. Já, klukkutíma, ekki kílómetra. Ágúst Orri vildi fá að vita hvernig þetta er hægt. Fólk að gráta þegar enginn sér til „Það er reyndar góð spurning en ég held að flestir svona ofurhlauparar eigi það líklega sameiginlegt að þeir séu að hlaupa í burtu frá einhverju,“ sagði Karlotta, en það þannig hjá henni líka? „Já, er það ekki bara þannig hjá öllum? Því ég held að allir eigi eitthvað, eitthvað sem þeir pæla í, hugsa um og eru að standa í. Ég er búin að hitta núna svo marga ofurhlaupara og mjög oft er fólk jafnvel að gráta þegar enginn sér til. Þetta er oft svona bara losun líka. Það eiginlega minnkar líka sársaukann að gera upp fortíðina,“ sagði Karlotta. „Þegar þú hleypur mörg hundruð kílómetra, ert þú vakandi í marga sólarhringa mögulega. Fólk hugsar kannski með sér, hún hlýtur nú að vera bara eitthvað rugluð. Hvað, hvað segirðu við því,“ spurði Ágúst. Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont „Það er náttúrulega bara ákveðið rugl í öllum sem standa í þessu. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega erfitt, ógeðslega vont, kostar mikla peninga og ég veit ekki hvað maður er eiginlega að pæla,“ sagði Karlotta en uppskera er góð tilfinning þegar afrekinu er náð. „Að koma í mark einhvern veginn eftir að hafa gert eitthvað svona ógeðslega erfitt. Maður brosir oft bara í heila viku á eftir,“ sagði Karlotta. Meðfram þessum löngu hlaupum og svefnlausu nóttum er Karlotta móðir og í fullu starfi. Til dæmis mætti hún á skrifstofuna á mánudagsmorgun eftir 48 tíma hlaup um helgina. Hún segir mikilvægt að vera alltaf á hreyfingu. Hún æfir helst þrisvar á dag og er með fleiri háleit markmið. Gaman að taka þetta met hingað heim „Mig langar svolítið að reyna að fara aftur og taka kannski sex hundruð kílómetra. Og svo er náttúrulega, ég sá þennan gaur hérna frá Kanada sem að hljóp hérna hringinn í kringum Ísland og var að setja eitthvað heimsmet í því á 14 dögum og eitthvað 13 klukkutímum, held ég. Ég hugsaði bara um leið og ég sá þetta, bara, ég gæti gert þetta og nú langar mig að taka þetta heimsmet. Það væri nú gaman að taka þetta met hingað heim,“ sagði Karlotta en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Hlaup Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Karlotta Ósk er ótrúleg íþróttakona. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet síðustu fjóra mánuði og varð í sumar fyrsta konan til að hlaupa fimm hundruð kílómetra eða meira. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Síðustu helgi sló Karlotta Íslandsmetið þegar hún hljóp í 48 klukkutíma. Já, klukkutíma, ekki kílómetra. Ágúst Orri vildi fá að vita hvernig þetta er hægt. Fólk að gráta þegar enginn sér til „Það er reyndar góð spurning en ég held að flestir svona ofurhlauparar eigi það líklega sameiginlegt að þeir séu að hlaupa í burtu frá einhverju,“ sagði Karlotta, en það þannig hjá henni líka? „Já, er það ekki bara þannig hjá öllum? Því ég held að allir eigi eitthvað, eitthvað sem þeir pæla í, hugsa um og eru að standa í. Ég er búin að hitta núna svo marga ofurhlaupara og mjög oft er fólk jafnvel að gráta þegar enginn sér til. Þetta er oft svona bara losun líka. Það eiginlega minnkar líka sársaukann að gera upp fortíðina,“ sagði Karlotta. „Þegar þú hleypur mörg hundruð kílómetra, ert þú vakandi í marga sólarhringa mögulega. Fólk hugsar kannski með sér, hún hlýtur nú að vera bara eitthvað rugluð. Hvað, hvað segirðu við því,“ spurði Ágúst. Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont „Það er náttúrulega bara ákveðið rugl í öllum sem standa í þessu. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega erfitt, ógeðslega vont, kostar mikla peninga og ég veit ekki hvað maður er eiginlega að pæla,“ sagði Karlotta en uppskera er góð tilfinning þegar afrekinu er náð. „Að koma í mark einhvern veginn eftir að hafa gert eitthvað svona ógeðslega erfitt. Maður brosir oft bara í heila viku á eftir,“ sagði Karlotta. Meðfram þessum löngu hlaupum og svefnlausu nóttum er Karlotta móðir og í fullu starfi. Til dæmis mætti hún á skrifstofuna á mánudagsmorgun eftir 48 tíma hlaup um helgina. Hún segir mikilvægt að vera alltaf á hreyfingu. Hún æfir helst þrisvar á dag og er með fleiri háleit markmið. Gaman að taka þetta met hingað heim „Mig langar svolítið að reyna að fara aftur og taka kannski sex hundruð kílómetra. Og svo er náttúrulega, ég sá þennan gaur hérna frá Kanada sem að hljóp hérna hringinn í kringum Ísland og var að setja eitthvað heimsmet í því á 14 dögum og eitthvað 13 klukkutímum, held ég. Ég hugsaði bara um leið og ég sá þetta, bara, ég gæti gert þetta og nú langar mig að taka þetta heimsmet. Það væri nú gaman að taka þetta met hingað heim,“ sagði Karlotta en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Hlaup Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira