Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2025 14:28 Konurnar unnu allar við landamæradeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Einn þriggja starfsmanna landamæradeildar ríkislögreglustjóra sem var sagt upp segir uppsagnirnar hafa komið henni í opna skjöldu. Hún segir engan starfsmann geta tekið yfir sérhæfð verkefni þeirra án þess að sækja sér sérstaka menntun. Skýringin fyrir uppsögninni hafi verið aðhaldskrafa og um væri að ræða uppsagnir þvert á deildir. „Ég er ein af þessum þremur konum sem deildi 10 fermetra rými, sem fékk reisupassann í byrjun vikunnar,“ skrifar Hildur Edda Einarsdóttir í færslu á Facebook. Hún er ein þriggja starfsmanna landamæradeildar embættis ríkislögreglustjóra sem var sagt upp störfum fyrr í vikunni. Samstarfskona Hildar Eddu steig fram í gær og undraðist að konum væri kastað fyrir ljónin. Í samtali við fréttastofu segir Hildur Edda að uppsagnirnar hefðu komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Mér hefði aldrei dottið í hug að ef kæmi til uppsagna að þá yrði landamæradeildin fyrir valinu miðað við hlutverkið og nauðsyn deildarinnar. Ég hefði ekki giskað á það,“ segir hún. Embætti ríkislögreglustjóra hefur verið til umræðu eftir að upp kom um greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru ráðgjöf. Á fimm árum hlaut fyrirtækið, og þar af leiðandi eini starfsmaður þess, Þórunn Óðinsdóttir, greiðslur upp á 160 milljónir króna fyrir störf hennar sem ráðgjafi. Rekstrarhalli embættisins fyrir árin 2024 og 2025 er töluverður. Sjá nánar: Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Að sögn Hildar Eddu eru laun flestra starfsmanna landamæradeildarinnar greidd með utanaðkomandi fjármagni. Laun kvennanna þriggja voru hins vegar greidd af embættinu. Í viðtali á RÚV fyrr í vikunni nefndi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri Entry/Exit kerfið, eða svokölluð snjalllandamæri, sem óvenjulegt verkefni sem hefði áhrif á rekstrarhalla embættisins. Enginn geti tekið að sér verkefni kvennanna Í færslunni gerir Hildur Edda grein fyrir áhrifunum sem uppsagnirnar kunna að hafa á deildina, sem krafist var að yrði stofnuð eftir að Ísland fékk slæma umsögn í Schengen-úttekt árið 2017. Miklar framfarir hafa átt sér stað og var ein af höfuðáherslunum að fjölga þyrfti í deildinni til að hægt væri að sinna öllum verkefnum. „Núna þegar fjárhagur embættisins er í kröggum var samt ákveðið að landamæradeild mætti þola höggið að mestu leyti og stofna áðurgreindum mikilvægum framförum að miklu leyti fyrir róða,“ segir hún. Verkefnin sem Hildur Edda sinnti eru afar sérhæfð og geti enginn sinnt starfi hennar að fullu án menntunar. Á síðustu árum hafi verkefnum einnig fjölgað. „Verkefni landamæradeildar eru einfaldlega svo sérhæfð að það er ekki nóg að vera bara duglegur til að sinna þeim. Til þess að taka við mínum helstu verkefnum þarf til dæmis að fara á námskeið og hljóta markvissa þjálfun í starfi þar á ofan til þess að svo mikið sem geta byrjað að sinna þeim,“ segir hún. „Þær einu sem hefðu getað stokkið í mín verkefni að einhverju leyti, það eru þessar tvær sem var sagt upp með mér.“ Önnur þeirra sem sagt var upp störfum, Eva Sigrún Óskarsdóttir, hefur einnig tjáð sig um uppsagnirnar. Þar bendir hún á að konurnar þrjár sem var sagt upp höfðu nýlega farið og lýst yfir áhyggjum við sviðsstjóra um framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildar. Sagt upp vegna aðhaldskröfu Hildur Edda segir rökstuðning ríkislögreglustjóra fyrir uppsögninni vera að mikil aðhaldskrafa væri á embættið svo að slíkar aðgerðir væru óumflýjanlegar. Hún segir ríkislögreglustjóra hafi talað um tugi uppsagna þvert yfir deildir. Í raun var fimm starfsmönnum sagt upp. „Í fréttum hefur ríkislögreglustjóri gjarnan nefnt að ófyrirsjáanleg verkefni hafi oftar en ekki komið til kasta og nefndi Grindavík sem dæmi, Evrópuráðsfundinn og fleira. Hún sagði að þau hefðu ekki alltaf verið fjármögnuð aukalega, heldur bara stundum, og vissulega hefðu stundum komið til aukafjárveitingar úr afmörkuðum sjóðum, til dæmis landamærasjóðum,“ segir Hildur Edda. Í samtali við fréttastofu segist Hildur Edda sjálf hafa aðstoðað við verkefni tengd Evrópuráðsfundinum og henni leiðbeint að merkja tímana sem fór í það sérstaklega þar sem til stæði að rukka ríkið fyrir tímana. Hún segist þó ekki vita hvort ríkið eða embættið hafi greitt fyrir unna tíma. Það sé eðlilegt að starfsmenn aðstoði hver annan þegar stór verkefni komi upp og aðstoðaði hún til að mynda við flutninga embættisins. Í nýrri úttekt sem dómsmálaráðuneytið lét framkvæma á fjármálum embættis ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið hlaut fjárveitingar fyrir stóru og ófyrirsjáanlegu verkefnunum. „Nú er komið á daginn að ekki bara þau verkefni, heldur öll óvænt verkefni embættisins, voru fjármögnuð að fullu, svo skýringuna á hallarekstri er ekki að finna þar. En ákvörðun var tekin um að málefni landamæraöryggis skyldu að stórum hluta mega missa sín, en þetta er lítil deild fyrir,“ segir Hildur Edda. „Ef ekki verður fljótlega ráðið í stöður okkar sem vorum látnar víkja strax af sakramentinu - sem mun gera okkar uppsagnir kolólöglegar- þá er að bíða og sjá hvaða afleiðingar þetta mun hafa í allra nánustu framtíð. Hvað mína framtíð varðar þá er hún í algerri óvissu enda nú í atvinnuleit.“ Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Lögreglan Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona Sjá meira
„Ég er ein af þessum þremur konum sem deildi 10 fermetra rými, sem fékk reisupassann í byrjun vikunnar,“ skrifar Hildur Edda Einarsdóttir í færslu á Facebook. Hún er ein þriggja starfsmanna landamæradeildar embættis ríkislögreglustjóra sem var sagt upp störfum fyrr í vikunni. Samstarfskona Hildar Eddu steig fram í gær og undraðist að konum væri kastað fyrir ljónin. Í samtali við fréttastofu segir Hildur Edda að uppsagnirnar hefðu komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Mér hefði aldrei dottið í hug að ef kæmi til uppsagna að þá yrði landamæradeildin fyrir valinu miðað við hlutverkið og nauðsyn deildarinnar. Ég hefði ekki giskað á það,“ segir hún. Embætti ríkislögreglustjóra hefur verið til umræðu eftir að upp kom um greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru ráðgjöf. Á fimm árum hlaut fyrirtækið, og þar af leiðandi eini starfsmaður þess, Þórunn Óðinsdóttir, greiðslur upp á 160 milljónir króna fyrir störf hennar sem ráðgjafi. Rekstrarhalli embættisins fyrir árin 2024 og 2025 er töluverður. Sjá nánar: Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Að sögn Hildar Eddu eru laun flestra starfsmanna landamæradeildarinnar greidd með utanaðkomandi fjármagni. Laun kvennanna þriggja voru hins vegar greidd af embættinu. Í viðtali á RÚV fyrr í vikunni nefndi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri Entry/Exit kerfið, eða svokölluð snjalllandamæri, sem óvenjulegt verkefni sem hefði áhrif á rekstrarhalla embættisins. Enginn geti tekið að sér verkefni kvennanna Í færslunni gerir Hildur Edda grein fyrir áhrifunum sem uppsagnirnar kunna að hafa á deildina, sem krafist var að yrði stofnuð eftir að Ísland fékk slæma umsögn í Schengen-úttekt árið 2017. Miklar framfarir hafa átt sér stað og var ein af höfuðáherslunum að fjölga þyrfti í deildinni til að hægt væri að sinna öllum verkefnum. „Núna þegar fjárhagur embættisins er í kröggum var samt ákveðið að landamæradeild mætti þola höggið að mestu leyti og stofna áðurgreindum mikilvægum framförum að miklu leyti fyrir róða,“ segir hún. Verkefnin sem Hildur Edda sinnti eru afar sérhæfð og geti enginn sinnt starfi hennar að fullu án menntunar. Á síðustu árum hafi verkefnum einnig fjölgað. „Verkefni landamæradeildar eru einfaldlega svo sérhæfð að það er ekki nóg að vera bara duglegur til að sinna þeim. Til þess að taka við mínum helstu verkefnum þarf til dæmis að fara á námskeið og hljóta markvissa þjálfun í starfi þar á ofan til þess að svo mikið sem geta byrjað að sinna þeim,“ segir hún. „Þær einu sem hefðu getað stokkið í mín verkefni að einhverju leyti, það eru þessar tvær sem var sagt upp með mér.“ Önnur þeirra sem sagt var upp störfum, Eva Sigrún Óskarsdóttir, hefur einnig tjáð sig um uppsagnirnar. Þar bendir hún á að konurnar þrjár sem var sagt upp höfðu nýlega farið og lýst yfir áhyggjum við sviðsstjóra um framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildar. Sagt upp vegna aðhaldskröfu Hildur Edda segir rökstuðning ríkislögreglustjóra fyrir uppsögninni vera að mikil aðhaldskrafa væri á embættið svo að slíkar aðgerðir væru óumflýjanlegar. Hún segir ríkislögreglustjóra hafi talað um tugi uppsagna þvert yfir deildir. Í raun var fimm starfsmönnum sagt upp. „Í fréttum hefur ríkislögreglustjóri gjarnan nefnt að ófyrirsjáanleg verkefni hafi oftar en ekki komið til kasta og nefndi Grindavík sem dæmi, Evrópuráðsfundinn og fleira. Hún sagði að þau hefðu ekki alltaf verið fjármögnuð aukalega, heldur bara stundum, og vissulega hefðu stundum komið til aukafjárveitingar úr afmörkuðum sjóðum, til dæmis landamærasjóðum,“ segir Hildur Edda. Í samtali við fréttastofu segist Hildur Edda sjálf hafa aðstoðað við verkefni tengd Evrópuráðsfundinum og henni leiðbeint að merkja tímana sem fór í það sérstaklega þar sem til stæði að rukka ríkið fyrir tímana. Hún segist þó ekki vita hvort ríkið eða embættið hafi greitt fyrir unna tíma. Það sé eðlilegt að starfsmenn aðstoði hver annan þegar stór verkefni komi upp og aðstoðaði hún til að mynda við flutninga embættisins. Í nýrri úttekt sem dómsmálaráðuneytið lét framkvæma á fjármálum embættis ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið hlaut fjárveitingar fyrir stóru og ófyrirsjáanlegu verkefnunum. „Nú er komið á daginn að ekki bara þau verkefni, heldur öll óvænt verkefni embættisins, voru fjármögnuð að fullu, svo skýringuna á hallarekstri er ekki að finna þar. En ákvörðun var tekin um að málefni landamæraöryggis skyldu að stórum hluta mega missa sín, en þetta er lítil deild fyrir,“ segir Hildur Edda. „Ef ekki verður fljótlega ráðið í stöður okkar sem vorum látnar víkja strax af sakramentinu - sem mun gera okkar uppsagnir kolólöglegar- þá er að bíða og sjá hvaða afleiðingar þetta mun hafa í allra nánustu framtíð. Hvað mína framtíð varðar þá er hún í algerri óvissu enda nú í atvinnuleit.“
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Lögreglan Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona Sjá meira