Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 19:15 Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. vísir/ívar Gervigreindarsmjaður er raunverulegt vandamál að mati vísindamanna. Forrit eigi það til að taka undir ranghugmyndir notenda en dósent í tölvunarfræði segir of snemmt að segja til um hvort það geti leitt til svokallaðs gervigreindargeðrofs. Vísindamenn hafa varað við svokölluðu gervigreindarsmjaðri eða „AI sycophancy“ sem geti brenglað skynjun og tilfinningu notenda fyrir raunveruleikanum. Smjaðrið felst í því að gervigreindin tekur undir allt það sem notandinn veltir upp án gagnrýni. Open AI sem á og rekur ChatGPT hefur viðurkennt að um vandamál sé að ræða. Dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands segir óvíst hvaða áhrif umræddur undirlægjuháttur hefur á notendur. „Það var til dæmis einn notandi sem sagði við Chat gpt, ég er með hugmynd, mig langar að selja skít á priki. Chat gpt sagði bara: Frábær hugmynd! Þú ættir að byrja að fjárfesta í þessu og fara lengra með þessa hugmynd og þetta er svona dæmi um þessa yfirdrifnu undirgefni þar sem gervigreindin bara staðfestir allt sem að þú segir við hana.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þessi skortur á ögrun getur orðið til þess að gervigreindin taki jafnvel undir ranghugmyndir. Hannes segir erfitt að segja til um hvort þetta geti valdið svokölluðu gervigreindargeðrofi. Mögulega geti þetta ýtt þeim sem eru þegar andlega veikir fram af brúninni. „Þá fer hún kannski að staðfesta meira það sem notandinn er að segja óháð því hvort það sé rétt eða ekki og þetta getur verið mjög hættulegt fyrir þá sem eru með ranghugmyndir eða eru að stefna í einhvers konar geðrof. Þá er gervigreindin farin að staðfesta ranghugmyndir þeirra og að auki er gervigreind núna komin með þannig minni að hún getur flett upp fyrri samræðum og þá getur fólk jafnvel haldið að það sé verið að ásækja þau.“ Getur þetta líka leitt til þess að fólk dragis enn frekar inn í þessa bergmálshella? „Það er alveg hægt að láta sér detta í hug að það gæti verið raunin.“ Frekari rannsókna er þörf. „Það er fólk með ranghugmyndir og kannski í geðrofi sem er að nota þessa tækni í dag og við bara vitum ekki hvort þessi tækni sé raunverulega að valda einhverjum skaða og í hvaða máli og hvað eigi að gera í því. Þá er bara spurningin hverjar verða afleiðingarnar?“ Nýlega birti Open AI tölur yfir hve margir ræða viðkvæm málefni við Chat GPT sem ættu mögulega betur heima hjá sérfræðingi. Hlutfall þeirra er undir einu prósenti. „Milljón af þessum notendum eru að ræða til dæmis sjálfssvíg og um það bil helmingur af þeim eru að ræða við gervigreindina á þann hátt að það er merki um að þau séu í geðrofsástand eða maníu eða þess háttar.“ Gervigreind Tækni Geðheilbrigði Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Vísindamenn hafa varað við svokölluðu gervigreindarsmjaðri eða „AI sycophancy“ sem geti brenglað skynjun og tilfinningu notenda fyrir raunveruleikanum. Smjaðrið felst í því að gervigreindin tekur undir allt það sem notandinn veltir upp án gagnrýni. Open AI sem á og rekur ChatGPT hefur viðurkennt að um vandamál sé að ræða. Dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands segir óvíst hvaða áhrif umræddur undirlægjuháttur hefur á notendur. „Það var til dæmis einn notandi sem sagði við Chat gpt, ég er með hugmynd, mig langar að selja skít á priki. Chat gpt sagði bara: Frábær hugmynd! Þú ættir að byrja að fjárfesta í þessu og fara lengra með þessa hugmynd og þetta er svona dæmi um þessa yfirdrifnu undirgefni þar sem gervigreindin bara staðfestir allt sem að þú segir við hana.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þessi skortur á ögrun getur orðið til þess að gervigreindin taki jafnvel undir ranghugmyndir. Hannes segir erfitt að segja til um hvort þetta geti valdið svokölluðu gervigreindargeðrofi. Mögulega geti þetta ýtt þeim sem eru þegar andlega veikir fram af brúninni. „Þá fer hún kannski að staðfesta meira það sem notandinn er að segja óháð því hvort það sé rétt eða ekki og þetta getur verið mjög hættulegt fyrir þá sem eru með ranghugmyndir eða eru að stefna í einhvers konar geðrof. Þá er gervigreindin farin að staðfesta ranghugmyndir þeirra og að auki er gervigreind núna komin með þannig minni að hún getur flett upp fyrri samræðum og þá getur fólk jafnvel haldið að það sé verið að ásækja þau.“ Getur þetta líka leitt til þess að fólk dragis enn frekar inn í þessa bergmálshella? „Það er alveg hægt að láta sér detta í hug að það gæti verið raunin.“ Frekari rannsókna er þörf. „Það er fólk með ranghugmyndir og kannski í geðrofi sem er að nota þessa tækni í dag og við bara vitum ekki hvort þessi tækni sé raunverulega að valda einhverjum skaða og í hvaða máli og hvað eigi að gera í því. Þá er bara spurningin hverjar verða afleiðingarnar?“ Nýlega birti Open AI tölur yfir hve margir ræða viðkvæm málefni við Chat GPT sem ættu mögulega betur heima hjá sérfræðingi. Hlutfall þeirra er undir einu prósenti. „Milljón af þessum notendum eru að ræða til dæmis sjálfssvíg og um það bil helmingur af þeim eru að ræða við gervigreindina á þann hátt að það er merki um að þau séu í geðrofsástand eða maníu eða þess háttar.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Gervigreind Tækni Geðheilbrigði Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira