Fótbolti

Lán­leysi Úlfanna al­gjört og Palace aftur á sigur­braut

Siggeir Ævarsson skrifar
Jean-Philippe Mateta heldur áfram að skora.
Jean-Philippe Mateta heldur áfram að skora. Vísir/Getty

Það er nóg um að vera í enska boltanum í dag, en fyrir utan þá fjölmörgu leiki sem eru í beinni textalýsingu hér á Vísi þá fóru þrír aðrir leikir fram sem lauk nú rétt í þessu.

Það syrtir í álinn hjá botnliði Úlfanna sem steinlá gegn Fulham á útivelli 3-0 í dag en Úlfarnir voru manni færri frá 36. mínútu. Ryan Sessegnon kom Fulham yfir á 6. mínútu og niðurlægingin var svo fullkomnuð á 75. mínútu þegar Yerson Mosquera skoraði sjálfmark.

Crystal Palace heldur sig áfram í baráttunni í efri hluta deildarinnar en liðið lagði Brentford á heimavelli 2-0 þar sem Jean-Philippe Mateta bætti á sinn markareikning en seinna markið var sjálfmark. Palace í 7. sæti eftir leiki dagsins.

Þá tók Brighton á móti Leeds og vann öruggan 3-0 sigur þar sem Diego Gómez skoraði tvö en Danny Welbeck kom Brighton á bragðið með marki á 10. mínútu.

Þá eru tveir leikir enn á dagskrá í dag. Klukkan 17:30 mætast Tottenham og Chelsea og klukkan 20:00 er leikur Liverpool og Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×