Fótbolti

Ó­trú­leg varnartölfræði Arsenal í októ­ber

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn Arsenal svífa um á bleiku skýi þessi dægrin.
Leikmenn Arsenal svífa um á bleiku skýi þessi dægrin. EPA/MIGUEL A. LOPES

Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og aðeins fengið á sig þrjú mörk. En það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt færi allan október sem rataði á rammann.

Frá því að liðið vann Newcastle 1-2 í lok september hafa andstæðingar Arsenal ekki skorað, og á það við allar keppnir. Úrvalsdeild, bikar og Evrópu. Í deildinni er það aðeins Crystal Palace sem náði skoti á rammann og vilja sumir meina að sú marktilraun eigi varla að telja.

Áhugasemir geta dæmt um það sjálfir í klippunni hér að neðan og dæmi nú hver fyrir sig.

Klippa: Arsenal - Crystal Palace 1-0

Hvort sem þetta skot er talið með eða ekki er þessi tölfræði alveg með ólíkindum og verður áhugavert að sjá hversu lengi Arsenal vörnin nær að halda hreinu áfram en hún hefur gert það í sjö síðustu leikjum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×