Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2025 08:08 Þorpið á Sandi, fyrir miðri mynd, er það fjölmennasta á Sandey, með um 550 íbúa. Nær sést byggðin í Tröðum. Vegurinn að Suðureyjargöngum á að koma í útjaðri þessara þorpa. Sandsvatn til hægri. Guide to Faroe Islands Samstaðan, sem náðist milli stjórnmálaflokkanna í Færeyjum í síðustu viku um veglínu Suðureyjarganga, virðist ekki eins víðtæk og ætla mátti. Náttúru- og umhverfissamtök hafa risið upp og mótmælt og íbúar Sandeyjar virðast afar ósáttir. Deildir flokkanna á Sandey leggjast hart gegn niðurstöðunni. Þá lýsa lykilmenn í efnahagsmálum eyjanna þeirri skoðun að jarðgöngin séu fjárhagslegt glapræði. Færeyingar muni ekki hafa ráð á göngunum. Ástæða óánægju með leiðarvalið eru áhrifin af veginum sem leggja á þvert yfir Sandey til að tengja gangamunna fyrirhugaðra Suðureyjarganga við gangamunna Sandeyjarganga sem voru opnuð fyrir tveimur árum. Sandeyingar segja að vegurinn muni kljúfa eyjuna í tvennt, mikið ónæði skapist af umferðinni en einnig verði dýrmætu landi fórnað undir veginn. Valkostirnir tveir sem helst voru til skoðunar á göngum milli Sandeyjar og Suðureyjar. Niðurstaða flokkanna á Lögþinginu var að velja leið 1A. Hún er 24,3 kílómetra löng, með 1,5 kílómetra legg til að tengja Skúfey, og talin kosta 94 milljarða króna. grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Valið stóð einkum á milli tveggja kosta. Annarsvegar leiðar 2A, sem eru 28 kílómetra löng göng og talin kosta 104 milljarða íslenskra króna, og hinsvegar leiðar 1A, sem eru 24 kílómetra löng og áætluð kosta 94 milljarða íslenskra króna. Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannessen, tilkynnti síðastliðinn mánudag að allir flokkar á Lögþinginu hefðu náð samstöðu um að velja styttri og ódýrari leiðina, leið 1A, en fjallað var um ákvörðunina hér í frétt Sýnar: Sandeyingar virðast hins vegar almennt vilja fá leið 2A, sem þýddi mun styttri veg á yfirborði Sandeyjar, en fjórum kílómetrum lengri göng til Suðureyjar og tíu milljörðum króna dýrari. Bankastjóri Landsbanka Færeyja, Malan Johansen, sem er þeirra seðlabankastjóri, hafði í fyrra lýst þeim óvinsælu sjónarmiðum að jarðgöngin væru of stór biti fyrir færeyskt efnahagslíf. Í viðtali við Kringvarpið í dag ítrekar hún þá skoðun. Fjármálaráðherra Færeyja, Ruth Vang, formaður Framsóknar, hefur sömuleiðis í viðtölum síðustu daga sagt göngin verða of dýr fyrir Færeyjar. Flokkur hennar hefur jafnframt innan landsstjórnar Færeyja náð að spyrða frumvarp um hækkun eftirlaunaaldurs við frumvarp um Suðureyjargöng. Hér má heyra í áhugasömum færeyskum stjórnmálamönnum um göngin: Sem dæmi um hve andstaða Sandeyinga við ódýrustu jarðgangaleiðina er hörð er að flokksdeild Þjóðveldisflokksins á Sandey hótaði því í vikunni að segja skilið við flokkinn breyttu forystumenn hans ekki afstöðu sinni um leiðarvalið. Þá brást deild Fólkaflokksins á Sandey við með harðorðri ályktun gegn sinni eigin flokksforystu. Ætlunin er að leggja veginn umdeilda sunnan við Sandsvatn. Hringtorg verður gert með innkomuleið í þorpið á Sandi og annað hringtorg við þorpið í Tröðum norðan við brúna.Landsverk Andstaðan kemur ekki á óvart. Fjögur flokksfélög á Sandey mótmæltu sameiginlega þessari veglínu á síðasta ári en félögin eru Sandoyar Tjóðveldisfelag, Sandoyar sýðslu Javnaðarfelag, Sandoyar Fólkafloksfelag og Sandoyar Sambandsfelag. Andstaðan er ekki bundin við íbúa Sandeyjar. Umhverfissamtök, samtök bænda og samtök stangveiðimanna í Færeyjum hafa sameinast í mótmælum. Félögin segja að veglínan sem flokkarnir völdu muni spilla einu stærsta votlendi og fuglaparadís Færeyja, einu helsta veiðivatni og jafnframt skerða eitt besta ræktarland eyjanna. Sameiginleg mótmæli fimm samtaka gegn tengivegi Suðureyjarganga. „Eyðileggið ekki Sandeyna“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fimm sendu frá sér í fyrradag en þau eru Føroya Náttúru- og Umhvørvisfelag, Føroya Fuglafrøðifelag, Hagafelagið, sem eru samtök bænda, Føroya Sílaveiðifelag, sem er hagsmunafélag stangveiðimanna, og Veltan, félag garðyrkjubænda á Sandey. Hvetja þau til þess að leið 2A verði frekar valin, hún sé illskárri. Það eru raunar raddir á Sandey sem vilja heldur ekki leið 2A heldur verði leiðin milli gangamunnanna tveggja lögð að mestu í göngum undir Sandey svo að vegurinn verði helst hvergi uppi á yfirborði. Þeir sem halda að Danir borgi jarðgöng Færeyinga ættu að sjá þessa frétt: Færeyjar Samgöngur Vegagerð Umhverfismál Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Ástæða óánægju með leiðarvalið eru áhrifin af veginum sem leggja á þvert yfir Sandey til að tengja gangamunna fyrirhugaðra Suðureyjarganga við gangamunna Sandeyjarganga sem voru opnuð fyrir tveimur árum. Sandeyingar segja að vegurinn muni kljúfa eyjuna í tvennt, mikið ónæði skapist af umferðinni en einnig verði dýrmætu landi fórnað undir veginn. Valkostirnir tveir sem helst voru til skoðunar á göngum milli Sandeyjar og Suðureyjar. Niðurstaða flokkanna á Lögþinginu var að velja leið 1A. Hún er 24,3 kílómetra löng, með 1,5 kílómetra legg til að tengja Skúfey, og talin kosta 94 milljarða króna. grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Valið stóð einkum á milli tveggja kosta. Annarsvegar leiðar 2A, sem eru 28 kílómetra löng göng og talin kosta 104 milljarða íslenskra króna, og hinsvegar leiðar 1A, sem eru 24 kílómetra löng og áætluð kosta 94 milljarða íslenskra króna. Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannessen, tilkynnti síðastliðinn mánudag að allir flokkar á Lögþinginu hefðu náð samstöðu um að velja styttri og ódýrari leiðina, leið 1A, en fjallað var um ákvörðunina hér í frétt Sýnar: Sandeyingar virðast hins vegar almennt vilja fá leið 2A, sem þýddi mun styttri veg á yfirborði Sandeyjar, en fjórum kílómetrum lengri göng til Suðureyjar og tíu milljörðum króna dýrari. Bankastjóri Landsbanka Færeyja, Malan Johansen, sem er þeirra seðlabankastjóri, hafði í fyrra lýst þeim óvinsælu sjónarmiðum að jarðgöngin væru of stór biti fyrir færeyskt efnahagslíf. Í viðtali við Kringvarpið í dag ítrekar hún þá skoðun. Fjármálaráðherra Færeyja, Ruth Vang, formaður Framsóknar, hefur sömuleiðis í viðtölum síðustu daga sagt göngin verða of dýr fyrir Færeyjar. Flokkur hennar hefur jafnframt innan landsstjórnar Færeyja náð að spyrða frumvarp um hækkun eftirlaunaaldurs við frumvarp um Suðureyjargöng. Hér má heyra í áhugasömum færeyskum stjórnmálamönnum um göngin: Sem dæmi um hve andstaða Sandeyinga við ódýrustu jarðgangaleiðina er hörð er að flokksdeild Þjóðveldisflokksins á Sandey hótaði því í vikunni að segja skilið við flokkinn breyttu forystumenn hans ekki afstöðu sinni um leiðarvalið. Þá brást deild Fólkaflokksins á Sandey við með harðorðri ályktun gegn sinni eigin flokksforystu. Ætlunin er að leggja veginn umdeilda sunnan við Sandsvatn. Hringtorg verður gert með innkomuleið í þorpið á Sandi og annað hringtorg við þorpið í Tröðum norðan við brúna.Landsverk Andstaðan kemur ekki á óvart. Fjögur flokksfélög á Sandey mótmæltu sameiginlega þessari veglínu á síðasta ári en félögin eru Sandoyar Tjóðveldisfelag, Sandoyar sýðslu Javnaðarfelag, Sandoyar Fólkafloksfelag og Sandoyar Sambandsfelag. Andstaðan er ekki bundin við íbúa Sandeyjar. Umhverfissamtök, samtök bænda og samtök stangveiðimanna í Færeyjum hafa sameinast í mótmælum. Félögin segja að veglínan sem flokkarnir völdu muni spilla einu stærsta votlendi og fuglaparadís Færeyja, einu helsta veiðivatni og jafnframt skerða eitt besta ræktarland eyjanna. Sameiginleg mótmæli fimm samtaka gegn tengivegi Suðureyjarganga. „Eyðileggið ekki Sandeyna“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fimm sendu frá sér í fyrradag en þau eru Føroya Náttúru- og Umhvørvisfelag, Føroya Fuglafrøðifelag, Hagafelagið, sem eru samtök bænda, Føroya Sílaveiðifelag, sem er hagsmunafélag stangveiðimanna, og Veltan, félag garðyrkjubænda á Sandey. Hvetja þau til þess að leið 2A verði frekar valin, hún sé illskárri. Það eru raunar raddir á Sandey sem vilja heldur ekki leið 2A heldur verði leiðin milli gangamunnanna tveggja lögð að mestu í göngum undir Sandey svo að vegurinn verði helst hvergi uppi á yfirborði. Þeir sem halda að Danir borgi jarðgöng Færeyinga ættu að sjá þessa frétt:
Færeyjar Samgöngur Vegagerð Umhverfismál Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55